Heima er bezt - 01.06.1998, Qupperneq 7
Ur ættfræðinni
1. grein
1 Guðlaug Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 11. ágúst 1924 á
Hryggstekk í Skriðdal, húsmóðir og Ijósmóðir á Egilsstöðum.
2 Sveinn Guðbrandsson, f. 3. sept. 1896, d. 15. sept. 1981,
bóndi á Hryggstekk í Skriðdal, síðar á Egilsstöðum.
- Steinunn Gunnlaugsdóttir (sjá 2. grein)
3 Guðbrandur Ólafsson, f. 1. febr. 1861, d. 1. okt. 1936,
bóndi á Randverstöðum í Breiðdal. - Guðrún I Guðmunds-
dóttir (sjá 3. grein)
4 Ólafur Vigfússon, f. 1827, bóndi á Kömbum á Stöðvarfirði. -
Guðrún Stefánsdóttir, f. um 1830, húsmóðir á Kömbum á
Stöðvarfirði.
♦
2. grein
2 Steinunn Gunnlaugsdóttir, f. 11. nóv. 1895, húsmóðirá
Hryggstekk í Skriðdal og Egilsstöðum.
3 Gunnlaugur Helgason, f. 4. sept. 1868, d. 17. nóv. 1933,
bóndi í Fagradal í Breiðdal. - Guðlaug Árnadóttir (sjá 4. grein)
4 Helgi Gunnlaugsson, f. 1831, bóndi á Grundarstekk á
Berufjarðarströnd. - Sigríður Gísladóttir, f. 1839, húsmóðir
á Grundarstekk.
Hryggstekkur í Skriðdal, þar sem Guðlaug fœddist og
ólst upp.
1945,
3. grein
3 Guðrún I Guðmundsdóttir, f. 18. apríl 1864, d. 6. okt.
húsmóðir á Randversstöðim í Breiðdal.
4 Guðmundur Egilsson, f. um 1827, vinnumaður í Urðarteigi.
♦
4. grein
3 Guðlaug Árnadóttir, f. 12. okt. 1872, d. 1. júlí 1943,
húsmóðir í Fagradal í Breiðdal.
4 Árni Jónsson, f. 1819, bóndi á Gilsárstekk í Breiðdal.
- Steinunn Gunnlaugsdóttir, f. 1835, húsmóðirá Gilsárstekk
í Breiðdal.
Umsjón: O.R.G. ættfræðiþjónusta sf.
Ljósmæðranám
í Helgustaðahreppi kynntist ég
fyrri manninum mínum, Helga
Larssyni á Utstekk. Við trúlofuð-
umst og það varð til þess að ég
fór í Ljósmæðraskólann en ekki
Kennaraskólann eins og ég hafði
ætlað mér. Kennaraskólinn var þá
þriggja vetra skóli en Ljósmæðra-
skólinn tók bara einn vetur og
Helgi vildi ckki bíða lengur eftir
mér. Mér likaði vel í skólanunt en
það var mikið að gera. Vinnudag-
urinn var 10 klukkustundir og síð-
an tók við bóklegt nám í 2 klukkustundir. Við fengum
einn frídag í viku. Engin laun voru greidd á námstíman-
um en við fengum fæði og vinnuföt. Við bjuggum uppi á
hanabjálka á Landsspítalanum og máttum ekki fara út
nema með leyfi yfirljósmóður og þá urðum við að vera
komnar inn fyrir ellefu á kvöldin. Stundum var nú
stolist til að vera lengur og þá var mikil eftirvænting,
hvort tækist að komast inn án þess að hún yrði þess vör.
Það var alltaf eins og hún fyndi það á sér, ef einhverjar
voru úti lengur en þær máttu og ef upp komst fengu þær
skammir. Þetta var heragi. Eg man að einu sinni var ég
á næturvakt og vissi af tveimur úti. Eg ætlaði að passa
að þær kæmust inn óséðar. Svo kom hún og fékk sér
kaffi hjá mér inni í býtibúri og ég hafði mestar áhyggjur
af því að skólasystur mínar kæmu einmitt á meðan. En
það slapp nú allt til og hún fór
inn í herbergið sitt, sem var við
ganginn. Eftir nokkra stund fór
ég fram einhverra erinda og sá
þá hausana á stelpunum að
koma upp stigann og í sama
vettvangi kom yfirljósmóðirin
út úr herberginu sínu. Þær
hlupu niður stigann aftur en
allt kom fyrir ekki og þær
fengu skammir. Annars var
lífið lítið annað en vinna. Það
var aldrei nema ein á nætur-
vakt á þessari tuttugu manna
deild og svo voru auðvitað
börnin, þannig að það var nóg
að gera.
Daginn áður en við áttum
frí vorum við alltaf sendar
niður í Líkn að skoða ófrískar konur, eftir að við höfðum
skilað tíu klukkustunda vinnudegi. En mér líkaði starfið
vel og hefur alltaf líkað það vel. Eg hefði reyndar gjarnan
viljað halda áfram og læra hjúkrun en það gekk ekki og
ég fór austur.
I upphafi búsetu á Egilsstöðum, börnin f.v.:
Gunnlaugur, Sveinn, Steinunn Björg, Berg-
þóra. Öll eru börnin í heimasaumuðum flíkum.
Heima er bezt 207