Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 8
4 börn á 4 árum
Helgi var bóndi og við settumst að á heimili
hans, að Utstekk í Helgustaðahreppi. Við eign-
uðumst saman 4 börn á 4 árum. Elst er Bergþóra
hjúkrunarfræðingur, sem býr í Reykjavik. Næst-
ur kom Gunnlaugur, sem var tæknifræðingur, en
hann lést fyrir nokkrum árum. Sveinn er smiður
í Reykjavík og Steinunn Björg er kennari og
myndlistarmaður og býr líka í Reykjavík.
Þetta voru erfið ár. Það var ekki þægindunum
fyrir að fara. Þvottinn varð ég að þvo á bretti í
þvottabala og skola í læknum og svo sinnti ég
ljósmóðurstörfum líka. M.a. fór ég slíkra
erinda þvert yfir Reyðarijörð á
báti, til að taka á móti barni í
Vattarnesi.
Einstæð móðir
Sambúð okkar Helga gekk
ekki upp. Það varð því úr að ég
fór eftir fjögur ár með börnin
ijögur. Auðvitað var þetta stór
ákvörðun. Ég var 28 ára gömul,
ein á báti með ijögur lítil börn.
Það þótti ekki við hæfi að kona
yfirgæfi þannig manninn sinn og
ég fékk oft og víða hornauga. Ég
lét bara sem ég vissi ekki af því.
Fyrst fór ég heim í Hryggstekk
til foreldra minna og var þar einn vetur. En
þá voru foreldrar mínir farnir að huga að
því að hætta búskap og það varð úr að við
fluttum saman hér út í Egilsstaði og sett-
umst hér að. Það var 1953. Pabbi fékk
vinnu hjá mjólkurbúinu Búbót og ég tók
alla þá vinnu, sem til féll. Við gátum hins
vegar ekki fengið neitt húsnæði og því varð
það úr að við slógum upp tjöldum á túninu
hjá Búbót. Þar bjuggum við allt sumarið
með 3 börn því yngsta dóttir mín var í fóstri
þetta sumar. Hún var þá á öðru ári.
Þetta var kalt rigningasumar en börnin
voru stálhraust. Þau léku sér úti og svo
máttu þau vera á ganginum inni i mjólkur-
búinu.
Þetta sumar byggðum við okkur hús, þar
sem nú heitir Laufás 9, en við nefndum
Sunnuhvol. Oswald Nielsen teiknaði húsið
og byggði það og við unnum með. Ég nagl-
hreinsaði, flutti möl í hjólbörum og svo framvegis. Við
fluttum svo inn í húsið um miðjan nóvember og ég man
að fyrstu nóttina í húsinu kom blindbylur. Þá var ég fegin
Systurnar, f.v.: Guðlaug,
Asdís, Guðrún, Steinunn
móðir þeirra, Hjördís og
Guðrún Guðmundsdóttir
amma Guðlaugar.
Móðir Steinunnar með
Hjördísi í fanginu.
Vinstra megin við hana
er Guðlaug, Oddný
hægra megin og Asdís
og Guðrún jyrir framan.
að vera komin undir þak. Húsið
var reyndar ekki nema fokhelt.
Það var komið þak, gler í
glugga og hurð í útidyr. En það
var ekki búið að leggja fyrir
ofnum, húsið var ómúrað að
innan o.s.frv. Ætli það hafi ekki
tekið okkur eitt ár að koma því
þokkalegt horf. Þetta var auðvit-
að gríðarleg vinna en ég hugs-
aði bara: “ég skal”. Ég tók alla
þá vinnu sem bauðst, skúringar,
sláturhúsvinnu og hvað annað.
Ég keypti mér prjónavél og
prjónaði og saumaði allt á okkur
og svo var ég ljósmóðir í Valla-
hreppi og Eiða- og Hjaltastaða-
þinghám og leysti af á sjúkra-
húsinu. Ég fékk reyndar liða-
gigt, sennilega af of mikilli
vinnu, en þóttist ekki vita af henni. Ég fékk bara verkja-
töflur og hélt svo áfram að vinna. Það var best að hugsa
ekkert um þetta.
Þorsteinn Jóhannsson um tvítugt.
208 Heima er bezt