Heima er bezt - 01.06.1998, Qupperneq 38
Geirmundur á Ytra -Hóli bauð
Heiðu upp og hún þáði það. Það var
svo gaman að dansa og hún var búin
að kasta mæðinni, þó að hún væri
rennsveitt. Geirmundur var viðkunn-
anlegur maður, spjallaði um lífið í
sveitinni á meðan þau dönsuðu
nokkra dansa. Svo kom Andrés í
Mjóadal, piltar úr Óseyri og Heiða
dansaði og dansaði.
Það var liðið á nótt þegar Árni leit-
aði Heiðu uppi út á gólfi. Hann tók
undir höndina á henni og leiddi hana
út ^f dansgólfinu.
- Heiða mín, þú ert svo vinsæl að
það er ómögulegt að komast að þér.
Skrepptu með mér í tjaldið, ég ætla
að bjóða þér hressingu.
- Þakka þér fyrir.
Það var yndislegt veður og nóttin
var björt. Heiða dró andann djúpt
þegar hún kom út. Þetta var yndisleg
nótt. Árni leiddi hana að tjaldinu og
pantaði fyrir þau kaffi og meðlæti.
Þau settust við eitt borðið og dreyptu
á kaffinu. Árni horfði svo ástúðlega á
Heiðu að hún fór hjá sér.
- Mér finnst yndislegt að fá að
vera hérna með þér. Ég hef aldrei
kynnst stúlku eins og þér, Heiða.
Heiða vissi ekkert hvað hún átti að
segja. Nóttin var töfrum slegin og
hún fann undarlegar tilfinningar bær-
ast í brjóstinu. Gat verið að hún væri
orðin ástfangin af myndarlega
prestsyninum?
Töfrarnir brustu þegar Kristbjörg
hlammaði sér niður við sama borð.
- Jæja, unga fólk, skemmtið þið
ykkur ekki vel?
- Jú, þakka þér fyrir, sagði Árni.
Hann var ekki sérstaklega hrifinn af
þessari truflun. Það var alveg eftir
Kristbjörgu að koma og setjast hjá
þeim. Kristbjörg lyfti brúnum.
- Er kannski eitthvað á ferðinni hjá
ykkur tveimur? Hún hló en unga
fólkið varð vandræðalegt. Kristbjörg
hélt áfram.
- Þú verður nú að mennta þig eitt-
hvað meira stúlka mín, ef þú ætlar að
hljóta náð fyrir augunum á henni
Sigríði í Árdal, trúi ég. Hún ætlast
víst til einhvers mikils af drengjunum
sínum og ekki allar þeim samboðnar.
Heiða fölnaði. Hún starði á Árna
sem var verulega brugðið. Hann stóð
upp.
- Eigum við ekki að fara að dansa
meira, Heiða?
Stúlkan stóð á fætur en öll gleði
var horfin úr augum hennar. Krist-
björg á Ytra - Hóli hafði eyðilagt
þessa dásamlegu stund.
Þegar Heiða og Árni komu út úr
tjaldinu mættu þau Páli, hann stopp-
aði þau.
- Hafið þið séð Sigurveigu?
Þau hristu höfuðið. Undarlegur
beygur kom í Heiðu. Hvernig ætlaði
þetta allt að enda? Hún vildi ekki
hugsa neitt misjafnt um Veigu og
vonaði að hún skilaði sér sem fyrst.
Heiða sem allt vildi gott gera fór
strax að afsaka hana.
- Hún hlýtur að hafa þurft að
skreppa frá. Það er oft biðröð á sal-
ernið og maður þarf að bíða lengi.
Páll strauk yfir ennið. Hann var
áhyggjufullur á svip.
- Hún hefur ekki getað farið neitt
annað.
Árni og Heiða fóru inn í samkomu-
húsið. Harmonikkan dundi og þau
fóru út á gólfið. Nú sleppti Árni
,henni ekki. Hann ætlaði sér ekki að
láta eyðileggja allt fyrir sér. Hann
hallaði höfðinu að Heiðu og hvíslaði.
- Ekki hlusta á Kristbjörgu á Ytra -
Hóli. Hún lifir fyrir kjaftasögur og
rógburð þessi kona.
Heiða svaraði ekki. Vissulega var
ánægjulegt að svífa um í fanginu á
Árna en nú var kominn einhver kvíði
i brjóst hennar sem hafði ekki verið
þar áður. Það var eins gott að láta sig
ekki dreyma eða gera sér vonir. Hún
var að sjálfsögðu ekki samboðin
Árna í Árdal, en hana langaði samt
að dansa við hann og eiga þessa
stund geymda í minningunni.
Klukkan var að verða íjögur og
Veiga var komin í leitirnar. Heiða sá
að hún var farin að dansa við Pál en
gleðisvipurinn var farinn af andliti
hennar. Heiða vonaði að hún væri
bara orðin þreytt. Nú var líka að líða
að lokum og síðasti dansinn. Það var
rólegt vangalag og Árni lagði Heiðu
undir vanga sinn. Hún mótmælti því
ekki, en henni leið ótrúlega illa. Nag-
andi kvíði var í brjóstinu. Samband
þeirra var eitthvað sem hún þráði en
vissi að var vonlaust. Þess vegna var
best að það yrði aldrei neitt mikið úr
því. Samt gat hún ekki slitið sig frá
honum, en langaði mest til að skæla
upp við öxl hans yfir óréttlæri heims-
ins.
Það tók Karl mjólkurbílstjóra dá-
góða stund að koma öllum farþegun-
um á pallinn. Lárus á Fossi var orð-
inn töluvert drukkinn og vildi helst
ekki fara að stað strax. Hann stóð
upp við húsvegginn og hellti uppá
Geirmund á Ytra - Hóli sem virtist
taka vel við. Kristbjörg var ekki eins
glöð yfir drykkju manns síns og það
endaði með því að hún skammaði þá
upp á pallinn. Geirmundur lét sig
fyrr og dró Lárus með sér.
- Komdu vinur, við getum drukkið
alla leiðina heim.
Kristbjörg bölvaði, en loksins var
hægt að halda af stað.
Það var ekki eins mikið líf í hópn-
um og á leiðinni á ballið. Sumir voru
ornir þreyttir. Veiga var mjög alvar-
leg. Hún stóð fremst á pallinum og
starði fram fyrir sig. Páll hélt utan
um hana og var alveg eins og hann
átti að sér. Heiðu langaði mikið til að
vita hvers vegna Veiga var svona
stúrin. Geirmundur byrjaði að syngja
og einhverjir tóku undir. Heiða og
Árni stóðu fremst við hliðina á Páli
og Veigu. Þau langaði ekki til að
syngja. Heiða starði á bjarta sum-
arnóttina og hugsaði um framtíðina.
Líklega yrði þetta í eina skiptið sem
þau Árni stæðu saman á þennan hátt.
Snerting hans var ljúf, en hún var
samt hrygg. Þau áttu ekki samleið.
Þegar stutt var eftir að Hóli var
Lárus orðinn mikið drukkinn. Hann
slangraði fram pallinn og tók í aðra
höndina á Veigu.
- Komdu stúlka mín, ég þarf að
tala við þig.
Páll ýtti honum frá.
- Láttu unnustu mína í friði.
- Hver segir að hún sé unnusta
238 Heima er bezt