Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 16
handfangs - og vör sem einskis framar spyr.
Þessi taktfasta notkun bragliða gefur ljóðunum mjög
straumþungan svip.
Þrátt fyrir sterk formeinkenni í Dymbilvöku er langt í
frá að þau séu á hverju strái í bálkinum. Þau eru ekki not-
uð með jafn skipulögðum hætti og tíðkast hafði um
aldaraðir og á stundum er öll braghefð látin lönd og leið:
Æi nei
Njóttu
næturinnar hljóðu fylgdar
gegnum portin
upp stigana.
Kannski nafni þínu verði hvíslað
afgyðjunni
Ef litið er fram hjá ytri formeinkennum ljóðanna blasir
við ýmislegt sem var býsna nýstárlegt í ljóðum fyrir tæpri
hálfri öld. I stórum dráttum er það myndmálið sem notað
er með nýjum hætti. Allt myndmál er langsótt og torrætt
og málnotkunin byggir ekki á hefðbundnum rökum:
Þar sem eldurinn gróf sína ásýnd
í apal flatneskjunnar
meðal tvítugra hamraborga
sem múruðu hjartslátt minn inni
í steindri þögn hinna þúsunda langnættu ára
og myrkrið ber mennskan svip
hinnar vindblásnu hauskúpu dauðans
Útkoman er ljóðabálkur þar sem öll einkenni módern-
ismans koma skýrt fram í allri bókinni. Slíkt hafði ekki
áður gerst hér á landi.
BuII og kjaftæði
Viðbrögðin við Dymbilvöku reyndust misjöfn. Kristinn
E. Andrésson bar á hana lof í Þjóðviljanum en bók-
menntagagnrýnandi Morgunblaðsins, Kristmann Guð-
mundsson, var á öðru máli. Hann kallar bókina „súrrea-
listiska leirsúpu” og segir í ritdómi sínum:
I staðinn fyrir átök, fer hann á hundavaði yfir erfiðleik-
ana. En bull og kjaftæði verður ekki að list, þótt það sje
sett fram í súrrealistisku formi.
Gagnrýnandi Mánudagsblaðsins er svipaðrar skoðunar
og segir:
“Þessi heilauppköst eru svo ólystileg að engu tali tekur,
og þar er ekki að finna svo mikið sem lykt af ljóði.“
Hannes Sigfússon varð ekki hökufeitur af þessari fyrstu
ljóðabók sinni. Þriðjungur áskrifanda vitjaði aldrei bókar-
innar svo það syrti í álinn hjá honum fjárhagslega. Hann
greip þá til þess ráðs að skella sér á síld. Tildrögin voru
þau að hann hitti Asa í Bæ á förnum vegi en Asi var þá á
höttunum eftir háseta
á bát sem hann var
sjálfur á. Hannes sló
til og var á síld sum-
arið 1949.
Síldveiðarnar urðu
hins vegar engin
uppgrip og hann hélt
aftur til Reykjavíkur.
Þar leigði hann her-
bergiskytru og lá þar
hugsjúkur alllanga
hríð. Smám saman
gerði hann sér grein
fyrir að þetta líferni
þyrfti hann að brjóta
upp. Honum kom
aftur Reykjanesviti í hug, hringdi í Sigurjón vitavörð og
innti hann eftir hvort ekki vantaði aðstoðarvitavörð um
veturinn.
Vertu velkominn, sagði Sigurjón að bragði.
Hannes hélt því aftur í vitann og það fór vetur í hönd
með löngum, dimmum nóttum. Ein þeirra bar vofeiflegan
atburð í skauti sér sem vitaverðirnir á Reykjanesi urðu
vitni að.
STRANDIÐ
Hannes hafði í hyggju að yrkja nýjan ljóðaflokk í vitan-
um. Honum var enn mikið niðri fyrir og hann vildi af-
hjúpa ýmsar meinsemdir samfélagsins. En enn létu orðin
á sér standa. Það var hins vegar annar atburður sem upp
úr stóð á þessum vetri.
Síðasta dag febrúarmánaðar, klukkan sex að morgni,
vekur Sigurjón aðstoðarmann sinn með miklum fýrir-
gangi. Hann segir að skip sé í sjávarháska úti fyrir
ströndinni. Hannes snarast í fötin og atburðarrás hefst
sem átti eftir að marka djúp spor í sálarlíf hans.
Málsatvik voru þau að stórt enskt olíuflutningaskip,
sem hét Clam, hafði verið í togi úti fyrir Reykjanesi.
Ferðinni var heitið til Englands en svo slysalega vildi til
að dráttartaugin slitnaði og skipið rak nú stjórnlaust að
klettóttri ströndinni.
Sigurjón og Hannes voru um það bil hálfa klukkustund
niður að ströndinni en allhvasst var, um sex vindstig.
Fljótlega komu þeir auga á skipið sem rak stjómlaust fyr-
ir veðri og vindum. Sigurjón hleypur þá heim í vitann til
að láta Slysavarnarfélagið vita en Hannes bíður átekta og
fylgist með því sem fram vindur.
Skipið kemur nær og nær og hann greinir mannverur
um borð. Honum til mikillar skelfingar sér hann að skip-
verjar búa sig undir að láta björgunarbáta síga fyrir borð
sem var í raun og veru óðs manns æði því sjávarbrimið
var mikið. Skipverjarnir voru allir erlendir og gerðu sér
Hannes á efri árum.
216 Heima er bezt