Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 25

Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 25
Lífsins mesta listin er að láta drauma rætast. Rósberg G. Snædal orti eftirfarandi undir laginu „Það var kátt hérna um laugardagskvöldið.. Mansöngur O, þú yngismey glæsta með armana bera og augu, sem piltana brjálaða gera, ég vil kveða um þig lofgerðarljóð. Töfraður er ég af tign þinna fóta, svo taumlaust ég þrái að mega þín njóta. I œðunum ólgar mitt blóð. Og með skóhœla líkasta kliýberaklakki, og krítaður vangi og permanent-hnakki, þú œrir hvern einasta svein. Þótt blómanna angan sé blessuð að finna, samt betri er púðurlykt vanganna þinna. Og hönd þín svo nett er og hrein. Þegar lætur þú skína í tilbúnar tennur, þá titra ég allur og hjarta mitt brennur og af ást til þín ákaft ég grœt. Þegar litaðar varirnar Ijómandi bærast og lökkuðu neglurnar glampa sem skœrast, mikið andskoti ertu þá sœt! Eftirfarandi vísu var skotið að þættinum nýlega og var viðkomandi ekki viss um hver hefði ort, taldi hana þó vera annað hvort eftir Vilhjálm frá Skáholti eða Stein Steinarr. Ekki hefur undirritaður gefið sér tíma til að leita uppruna vísunnar, en þætti ekki verra ef fróður lesandi gæti þar hlaupið undir bagga. Vísan er svona: Nú er hœtt að dansa og drekka á hótel Heklu, og hátta allsberar konur ofan í dívana. Það er hvorki af kvenfólks né áfengis eklu, heldur af því að það er búið að ríf'ana. Og þá birtum við til gamans nokkrar kunnar vísur Ká- ins, þar sem hann yrkir m.a. um sjálfan sig: Sá mig í spegli. Æru þrotinn, þrútinn, blár, þögull greipar spennir, hæruskotinn, grettur, grár, glóðaraugum rennir. Þorstinn. Eins og Þór er þorstlátur, þar um frætt get rekka: verða sjórinn þá mun þur, þegar ég hætti að drekka. Stökur. Kom til Garðar kynleg frétt - að Káinn vœri dáinn. Þó var ekki þetta rétt, - það var bara páfinn. Ef áð kraftur orðsins þver á andans huldu brautum, gefa á kjaftinn verðum vér vorum skuldunautum. Um bindindiskonu. Gamli Bakkus gaf mér smakka gæðin bestu, öl og vín, honum á ég það að þakka að þú ert ekki konan mín. Ný vögguvísa. Þar setur Káinn fram hvaða aðferð er nú venjulega not- uð við uppeldi barna: Farðu að sofa, blessað barnið smáa, brúkaðu ekki nokkurn jjandans þráa, haltu kjafti, hlýddu og vertu góður. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Við okkur hafði samband Stefán Guðmundsson frá Sauðárkróki, varðandi vísu sem birtist í þætti okkar frá Ágústi Vigfússyni. Vildi Stefán gera athugasemd við síð- ustu vísuna, sem hann kvað ekki alveg rétt með farna. Taldi hann öruggt að vísan væri eftir Jón Þorfinnsson, eiginmann Guðrúnar frá Lundi, og héti hún „Kveðið við Stafnsrétt.“ Rétt er vísan svona, samkvæmt upplýsingum Stefáns: Nótt að beði sígur senn, sofnar gleði á vörum. Samt við kveðum eina enn áður en héðan förum. Á þetta bendir líka Pálmi Jónsson, sem einnig er frá Sauðárkróki, og ber þeim félögum saman um höfund og vísu. Leiðréttum við því vísuna hér með. Látum við svo þættinum lokið að sinni, en minnum á heimilisfangið og áskorun síðasta þáttar: Heima er bezt, Armúla 23, 128 Reykjavík. Heima er bezt 225

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.