Heima er bezt - 01.06.1998, Side 10
Fleiri sögur úr starfinu
Einu sinni fór ég heim til konu til að aðstoða
hana. Hún var gengin langt fram yfir, orðin fer-
tug og hafði ekki eignast barn í 7 ár. Þetta gekk
allt ósköp hægt, barnið var bersýnilega stórt og
legvatnið farið fyrir fjórum sólarhringum. Þegar
ég var búin að vera hjá henni alla nóttina duttu
hríðirnar niður. Þá hringdi ég í lækninn og vildi
fá hann á staðinn. En hann taldi sig ekki eiga
neina möguleika á því og spurði hvort ég hefði
ekki lyf til að herða á sóttinni. En ég var bara
með eina sprautu og vildi helst ekki eiga neitt
við þetta nema hann kæmi. Þetta var líka svo
stórt barn. En hann vildi alls ekki koma, sagði
mér bara að gefa konunni sprautu og sjá svo til.
Eg var alveg dauðhrædd en gaf henni sprautu,
sótti heitt vatn í bala og talaði við manninn
hennar og sagði honum hvað hann ætti að gera.
Svo komu verkir og alveg óskaplega stór kollur en svo
stóð allt fast. Eg held ég hafi aldrei tekið eins á, á ævi
minni, því ég þurfti að fara upp og snúa barninu og ná
annarri öxlinni fram og síðan hinni. Enn sat allt fast, þótt
ég væri búin að þessu, því barnið var alveg þurrt enda
legvatnið farið fyrir 4 sólarhringum. Eg tók á öllu sem ég
átti og tók utan um barnið, ég varð að passa að kreista
það ekki í sundur en ég náði því út og var þá komin upp í
rúmið til konunnar. Þá var barnið alveg orðið blátt og ég
hóf strax lífgunartilraunir. Eg hafði lesið í blaði um munn
við munn aðferðina og beitti henni. Ég hafði aldrei séð
þetta gert né prófað sjálf en ég hafði lesið um þetta og
mér tókst að fá líf og nú er drengurinn fullvaxinn.
Ég var ekki hrædd á meðan á þessu stóð en á eftir skalf
ég og titraði í langan tíma. Þetta var ægilegt augnablik en
ég átti ekki um neitt að velja. Ég varð.
Einu sinni var ég líka í dálitlum vanda stödd. Þá var
enginn læknir heima. Annar var á þorrablóti og hinn milli
bæja á Jökuldal, þannig að það náðist ekki í hann í síma.
Þá kom kona inn á sjúkrahúsið, komin að fæðingu. Hún
átti að fara suður en það var ekki flugfært vegna veðurs,
svo hún kom til okkar. Hún sagði mér strax að það ætli
bara að líða yfir sig, svo ég fer að rannsaka hana nánar.
Þá er hún ansi þrútin, blóðþrýstingurinn mjög hár og
mikil eggjahvíta í þvagi. Þetta þýddi að konan gat fengið
krampa á hverri stundu. Ég reyndi að ná í lækni en það
var nú svona, hvorugur innan seilingar. Það var ekki ann-
að að gera en að biðja um hjálp og síðan fór ég í lyfja-
skápinn og blandaði lyf og hélt henni þannig við þangað
til læknir kom. Þá hafði ég gert alveg rétt.
Hver hjáipar?
Ég hef oft fengið þannig hjálp. Þá bið ég um hana,
hugsa um að nú sé ég í vanda og þarfnist hjálpar. Síðan
tæmi ég hugann alveg og bíð og þá kemur svar, ákvörðun
um hvað sé rétt að gera, og það hefur alltaf verið rétt. Ég
hef aldrei efast og það hefur alltaf gengið eftir. Ég veit
ekki hvaðan þetta svar kemur en þetta gerðist líka oft
gagnvart sjúklingum. Já, ég er trúuð, hvað svo sem það
þýðir, kannski er þetta guðleg forsjón af einhverju tagi.
Ég held að það sé svo margt í veröldinni, sem við sjáum
ekki. En ég hef verið lánsöm í starfi. Stundum fæðast
börn þó andvana og ég hef lent í slíku eins og flestar ljós-
mæður. Það er mjög erfitt að verða vitni að því.
Ljósmóðir í Noregi
1982 var ég orðin þreytt og fann að ég þarfnaðist til-
breytingar svo ég ákvað að taka launalaust leyfi frá störf-
um. Ég var meðal annars aö velta því fyrir mér að fara og
læra, kannski myndlist. Svo hafði ég oft velt fyrir mér
ársdvöl í Noregi. Ég hafði verið í norskum bókaklúbbi í
mörg ár og lesið mikið af norskum bókum. Svo vildi
þannig til að einmitt þegar ég var búin að ákveða að fara í
leyfi, þá sá ég í blaði að auglýst var eftir ljósmóður á
sjúkrahús í Noregi. Ég sá að þetta passaði einmitt en fékk
svo bakþanka og hugsaði með mér að allar umsóknir
kæmu frá ljósmæðrum, sem væru jafnframt hjúkrunar-
konur, og það þýddi ekkert fyrir mig að senda inn um-
sókn. En ég ákvað að gera það nú samt, það gerði ekkert
til. Eftir hálfan mánuð eða svo fékk ég stórt bréf og varð
alveg logandi hrædd, í hvað ég væri nú að koma mér. í
bréfinu var ég beðin að koma sem allra fyrst. En ég vissi
að það voru 4 fastráðnar Ijósmæður á sjúkrahúsinu, svo
ég hugsaði með mér að það gæti ekki verið mjög mikið
að gera. Þar að auki hefðu margir farið svona á undan
mér og ég gæti þetta líka.
Þetta var í Nordfjord og íbúar fylkisins um 5 þúsund.
Þetta var stórt, vel búið sjúkrahús og fimmtán til tuttugu
210 Heima er bezt