Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Side 17

Heima er bezt - 01.06.1998, Side 17
greinilega enga grein fyrir þessum erfiðu, íslensku aðstæðum en óger- legt var að koma boðum til þeirra. Á næstu andartökum gerast vofeif- legir atburðir. Annar björgunarbátur- inn fyllist strax við skipshlið og bátsverjarnir hverfa í hafrótið. Hinn bátinn rekur um 20 metra frá skipinu en síðan fer hann og bátsverjar sömu leið. Hannes stendur máttvana á ströndinni og horfir á hildarleikinn. Honum tekst þó að komast niður í fjöruborðið og bjarga örfáum skip- verjum á land. Björgunarsveit frá Grindavík var nú komin á staðinn og er línu skotið út í skipið sem var þá strandað. Alls tókst að bjarga 23 mönnum og skipbrotsmennirnir reyndust flestir vera Kínverjar. 27 menn drukknuðu í þessu sjó- slysi og rak líkin á land á næstu dögum. Hannes vann við að leita að líkunum ásamt Jóhann Péturssyni sem ráðinn var sérstaklega til þess verks. Seinna átti Jóhann sjálfur eftir að vera vitavörður á Hornbjargsvita um árabil en þegar hér var komið sögu hafði hann vakið nokkra at- hygli fyrir skáldsögu sína Gresjur guðdómsins, sem kom út árið 1948. Það reyndust ekki mikill tími til að hugsa um skáldskap á þessum vetrardögum við Reykjanesvita. Hannes dvaldi í vitanum fram á vorið og hélt þá enn á ný til höfuðborg- arinnar. Nú skorti hann reyndar ekki fé því hann hafði fengið drjúg björgunarlaun. En tilfinningalíf skáldsins var lamað, hann þvældist um borgina og drakk drjúgt. Um sumarið keypti hann sér grá föt, brúna skó og barðastóran hatt og hélt með Dronning Alexandrine til Kaupmannahafnar. Á leiðinni tók hann sitt andlega af- kvæmi, Dymbilvöku, og kastaði því fyrir borð. Ekki vissi hann hvers vegna en bókin lenti í klóm hafsins sem einnig hafði hrifsað mörg mannslíf fyrir augliti hans hálfu ári áður. ... og mitt hár er visið Árið 1955 vakti Halldór Laxness heimsathygli þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Færri fréttum fór af skáldsögu sem kom út sama ár: Strandið eftir Hannes Sigfússon. Bókin byggir á þeirri lífsreynslu sem höfund- ur hafði lent í fimm árum áður og gerð var grein fyrir hér að framan. Skáldsagan fer mjög nærri sannleikanum þótt ýmsu sé breytt, m.a. nafni olíuskipsins sem er breytt úr Clam í Atlantis. I skáldsögunni er vitavörðurinn aðeins einn en fær til liðs við sig daufdumban mann eftir slysið til að leita að sjóreknum líkum. Hannes lætur þess getið í bókinni að sjóslysið við Reykjanes sé vissu- lega fyrirmynd þeirra atburða sem lýst sé í sögunni en þó sé nærri lagi að sagan sé um meiri og alvarlegri at- burði sem hafi gerst eða eigi eftir að gerast. Þar hafði hann m.a. heim- styrjöldina síðari í huga og ýmsar blikur voru á lofti, sem vörðuðu framtíð alls mannkyns t.d. kjarn- orkuógnin. Fyrstu kaflarnir í Strandinu gerast til skiptis í vitanum og um borð en síðan er hildarleiknum sjálfum lýst allnákvæmlega. Síðasti kafli bókar- innar gerist hins vegar vorið eftir strandið og vitavörðurinn gengur um land sem er gegnsýrt af olíumengun vegna slyssins. Hugur hans er ennig undirlagður vegna þeirra mannrauna og dauðastríðs sem hann hafði verið vitni að. Hann skynjar umhverfið en sjálfur er hann sem lamaður: Vatn er seytlar við minn glugga þyt af vindsins Ijá er skárar grasið nema eyru mín en eigi eiginn blóðnið - og mitt hár er visið Járnaugu horfa til hafs. Á þessu ári er nákvæmlega hálf öld liðin frá því Dymbilvaka kom fyrst út og hefúr hún fyrir löngu skipað sér sinn sess í íslenskri bókmenntasögu. Hinir gömlu vinnufélagar úr Reykjanesvita, þeir Sigur- jón Sigurðsson og Hannes Sigfússon, bjuggu á efri árum hvor sínum megin við Faxaflóann, Sigurjón í Reykjanes- bæ en Hannes á Akranesi. Þeir létust báðir með skömmu millibili á síðasta ári. Fátt er nú sem minnir á dvöl Hannesar í Reykjanesvita á árunum 1948-1950 ef undan er skilinn skáldskapur hans, Dymbilvaka og Strandið. Skipsflakið er löngu horf- ið af vettvangi og það eina sem minnir á strandið fyrir tæpri hálfri öld eru hringlaga og ryðgaðir járnhælar sem reknir voru í bergið á strandstað og notaðir til að hífa á land það sem hirt var úr skipinu. Þeir horfa líkt og brostin augu til hafs. Heimildir: Eysteinn Þorvaldsson: Atómskáldin. Aðdragandi og upphaf módernisma í íslenskri ljóðagerð. Rannsóknastofnun í bókmenntafræði við Háskóla ís- lands. Fræðirit 5. Hið íslenska bókmenntafélag. Rvk. 1980. Hannes Sigfússon: Flökkulíf. Æskusaga Hannesar Sigfússonar skálds. Ið- unn. Rvk. 1981. Hannes Sigfússon: Ljóðasafn. Iðunn. Rvk. 1982. Hannes Sigfússon: Framhaldslíf fórumanns. Endurminningar Hannesar Sigfússonar skálds. Iðunn. Rvk. 1985. Hannes Sigfússon: Strandið. Iðnú, Rvk. Heima er bezt 217

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.