Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 39
þín? Annað sýndist mér í kvöld.
Veiga fölnaði en Páll fokreiddist.
Hann reiddi fram hnefann og rak
Lárusi rokna högg. Fólkið tók and-
ann á lofti, en Lárus var svo valtur að
hann steyptist út fyrir pallinn og lenti
utanvegar. Veiga hljóðaði og fólkið
fór að æpa á Karl að stoppa. Karl
flýtti sér að stöðva bílinn og athuga
með manninn. Lárus lá eins og tuska
og eitt andartak óttaðist fólkið að
hann væri allur. Sem betur fer
hreyfði hann sig skömmu síðar og
Karl druslaði honum inn í bíl hjá sér.
Það var auðséð að Lárus var eitthvað
meiddur og blóð lak úr nösum hans.
Karl gekk afturfyrir bílinn og ávarp-
aði fólkið.
- Drengurinn er ekki mikið slasað-
ur, en við skulum vona að allt gangi
slysalaust það sem eftir er.
Það var þungt í Karli þegar hann
ók af stað. Það var steinhljóð á pall-
inum og allir þökkuðu sinum sæla
þegar komið var heim á hlað á Hóli.
Það var um fátt annað talað en
kvenfélagsballið í Ardalshrepp fyrstu
dagana á eftir. Fólk var felmtri slegið
yfir því hvernig ferðin heim hafði
endað. Vissulega hafði kaupamaður-
inn á Fossi verið ruddalegur viö heit-
konu Páls, en fólki fannst það samt
ekki afsaka það sem á eftir kom. Páll
í Árdal, þcssi einstaki gáfumaður var
þekktur fyrir allt annað frekar en að
vera laus höndin eða það að missa
stjórn á skapi sínu almennt. Lárus
hafði sloppið með skrekkinn. Hann
var óbrotinn með öllu, marinn um
skrokkinn og annað augað skartaði
feiknarstóru glóðarauga. Það fór ekki
mikið fyrir honum dagana á eftir og
hélt hann sig mest að vinnu. Ásbjörn
gat ekki annað en kímt yfir hrakföll-
um kaupamanns síns. Hann vonaði
að strákurinn lærði af því að vera
ekki að flangsast utan í lofaðar kon-
ur.
Sjálfur mundi Lárus ekki mikið
eftir atvikinu. Hann hafði verið orð-
inn drukkinn mjög og seinni hluti
næturinnar á Oseyri og heinrferðin
þaðan var hulin einhverri þoku sem
ekki vildi hverfa. Það voru viss atriði
sem hann var ekki alveg viss um
hvernig voru eða hvort þau höfðu yf-
irleitt gerst. Hann var sjálfum sér
reiður, enda ekki vanur að drekka sig
svona útúr. Hann kenndi því um hve
langt var liðið frá því að hann hafði
smakkað vín. I Reykjavík var hann
vanur að fá sér í staupinu um helgar
með vinum sínum, var það þá alltaf í
hófi og hafði hann aldrei orðið var
við annað en að hann þyldi vín vel.
En þrátt fyrir það að Lárus hefði
skítamóral, þá gat hann ekki hætt að
hugsa um unnustu Páls í Árdal. Þessi
stúlka var einstök. Hún hafði vakið
með honum þrá sem hann átti bágt
með að hemja. Hann varð að fá að
sjá hana aftur. Þó að hún væri öðrum
lofuð, þá fannst honum að hann hefði
ekki frið í sínum beinum fyrr. Þessi
stúlka var úr Reykjavík. Því í ósköp-
unum hafði hann ekki hitt hana þar?
Eftir því sem Lárus velti þessu
meira fyrir sér varð hann ákafari í að
komast að Árdal. Hann varð ein-
hvernvegin að komast út úr þessu
hugarvíli. Líklega var best að fara og
biðja Pál afsökunar, þó að það hefði
nú verið hann sem sló hann. Eftir því
sem Lárus hafði heyrt þá hafði hann
verið mjög dónalegur við
kærustuparið. Hann skildi ekkert í
sjálfum sér. Hann var vanur að haga
sér eins og sannur heiðursmaður. En
það var auðvitað bölvað fylliríið sem
gerði alla bölvunina. Það bætti ekki
úr skák að öll sveitin talaði um þetta
og gamla kona á Fossi gaf honum
auga á svo undarlegan hátt að honum
stóð ekki á sarna. Hann yrði feginn er
hann kæmist í bæinn aftur. Líklega
var hann búinn að glata tækifærinu
sem hann hafði haft í sveitinni. Hann
átti auðvitað að halda sig við Heiðu.
Hún var falleg og ásjáleg stelpa og
greinilega mjög saklaus. Venjulega
átti það mjög vel við hann, en það
hafði bara eitthvað gerst þegar hann
sá Sigurveigu. Eftir það langaði hann
hreint ekkert til þess að gera hosur
sínar grænar fyrir Heiðu lengur.
En fólkið á Fossi lét það ekki bitna
á Lárusi þó þetta atvik kæmi uppá.
Hann var hamhleypa til vinnu. Fyrstu
dagana eftir ballið sló hann á við tvo
og hamaðist í verkunum ffá morgni
til kvölds. Hjónin kimdu þegar þau
fylgdust með honum, en þau höfðu
fengið að heyra alla söguna hjá Jó-
hönnu, sem hafði verið alveg orðlaus,
ekki síður en aðrir sem horfðu á.
Þeim féll vel við Lárus, sem virtist á
svo margan hátt vera góður drengur,
en hann hafði þennan veikleika sem
ef til vill gat orðið honum skeinu-
hættur. Drengurinn mátti varla sjá
pils, þá var hann kominn af stað.
Eitt kvöldið þegar Lárus var að
borða kvöldmatinn, en hann hafði
kornið seinna inn en hinir, settist Sig-
urlína gamla hjá honum. Lárusi
fannst hafragrauturinn festast í háls-
inum á honum. Hann var svo óörugg-
ur gagnvart þessari gömlu konu. Hún
fékk sér kaffi í bolla og ræskti sig.
- Jæja, drengur minn. Það er að
fara af þér mesta marið.
Lárusi svelgdist á. Hann vissi ekk-
ert á hverju hann ætti von næst.
- Eg vona bara að þú látir þér þetta
að kenningu verða. Það er betra að
láta vera það sem aðrir eiga. Hingað
til hefur það verið farsælast og mig
langar að ráðleggja þér að hætta að
hugsa um kærustuna hans Páls. Það
eru margir fiskar í sjónum og ég er
viss um að þú átt eftir að finna ein-
hverja góða stúlku sem er ekki búin
að heitast öðrum. Þú ert nú vænsti
drengur, að minnsta kosti hafa verkin
þín sýnt það hér á Fossi.
Lárus sat steinþegjandi og roðnaði.
Hvernig vissi gamla konan að hann
var stöðugt að hugsa um Sigurveigu?
Hún lét ekki slá sig út af laginu, saup
á kaffinu og hélt áfram.
- Hlustaðu á gamla konu, drengur
minn. Eg vil þér allt það besta. Það
er aldrei farsælt ef maður ágirnist
eitthvað sem náunginn á. Jafnvel þó
að manni auðnist að klófesta það, þá
færir það enga gæfu.
Loksins fékk Lárus málið.
Framhald í nœsta blaöi
Heima er bezt 239