Heima er bezt - 01.06.1998, Page 33
andi að hann hefur ekki neitt verulega getað notfært sér
uppgötvunar hæfileika sína.
Steinsteyptu netakúlumar, sem uppfundningamaðurinn
hefúr nú fengið einkarétt á á íslandi, Danmörku og í Nor-
egi, býr nú til hr. Böðvar Jónsson pípugerðarmaður hér í
Rvík, og annast hann einnig um sölu á þeim.
Allir formenn, sem þær hafa reynt, og þeim er stöðugt að
fjölga, telja þær afar þýðingarmikla famför fyrir fiskiveið-
amar og segjast ekki muni láta aðra steina framvegis í net
sín en steinsteypukúlumar. Það sé miklu fljótlegra að
leggja netin, þau flækist siður, séu fiskisælli, riíhi síður og
berist miklu siður fyrir straumi o.s.frv. Enginn vafi er á að
netakúlumar ryðja sér hvarvetna til rúms þar sem net eru
brúkuð.
ísólfur er einnig tónskáld. Hann hefur samið fjölda af
lögum, sem innan skamms munu koma út í heild. Og af
þeim lögum, sem birst hafa eftir hann má marka það að
hann er vinsælt tónskáld. Lögin hans eru hljómfogur, til-
gerðarlaus og við alþýðu hæfi, og ná alþýðuhylli flestum
íslenskum lögum fremur.
íslandi er gagn og sómi að eiga jafn fjölhæfan mann sem
ísólf.
Betur að það ætti marga slíka.
Kunnugur.
16. nóvember 1907.
Jónas Hallgrímsson
1807-1907.
Hér fékk okkar glæstasta gígja sinn hljóm
og gullið í strengina sína;
og sœll ertu, Jónas, því sólskin og blóm
þú söngst inn i dalina þína,
og þjóðin þín fátæka fegin sig býr
ogfrœgir með gimsteinum þínum,
og málið þitt góða í faðminn þinn flýr
með flekkina' á skrúðanum sínum.
Og heiðraðu, móðurjörð, hörpuna þá,
því hann varð oss kœrastur bróðir,
sem söng við oss börnin, og benti ’ okkur á,
að blessa og elska þig, móðir,
sem ástvana sjálfur og einmana dó
og andaður fékk ekki leiði,
sem söng þegar geislarnir sendu' honum fró
og svolítill blettur í heiði.
En sárt var að kenna þá svipinn hans Jýrst,
er sólin var slökkt undir bránum,
og minnast þá barnsins, hve brjóstið var þyrst,
og bjóða' honum armana dánum.
En látum sem fœstyfir högunum hans
og hinna, sem frægðir oss vinna,
svo móðirin gangi' ekki döpur í dans
í dulunum barnanna sinna.
Hann Jónas sá morguninn brosa við brún;
en bágt á hér gróðurinn veiki,
því lágur er geislinn, sem teygist í tún
og tröllskuggar smámenna' á reiki;
og þyki þér hægfara sól yfir sveit,
þá sestu' ekki niður að kvíða,
en minnstu þá dagsins, sem meistarinn leit
og myndin hans œtlar að bíða.
Og gakktu' honum aldrei í gáleysi hjá;
hann gleymdi' ekki landi né tungu,
og ævinni sleit hann við ómana þá,
sem yfir þig vorhimin sungu.
Hér bíður hann dagsins sem Ijósvættur lands
og lítur til blómanna sinna:
þess fegursta' í œttjarðar hlíðunum hans
og hjörtunum barnanna þinna.
Þ.E.
Það er í dag 100 ára affnæli „listaskáldsins góða.“ Og
verður í þess minningu afhjúpuð hér standmynd sú af hon-
um, er gert hefur Einar Jónsson. Hún hefur verið sett til
bráðabirgða í tún Guðmundar landlæknis Bjömssonar neð-
an til, skammt upp frá lækjarbarminum. Bjami Jónsson ffá
Vogi flytur afhjúpunarræðu. Þá verður sungið kvæði það
hið fagra, er hér er prentað, eftir Þorstein Erlingsson, við
nýtt lag eftir Sigfús Einarsson.
Margt verður og gert annað til viðhafnar og minningar
um hinn mikla meistara, er þjóðin hans ann því heitara,
sem lengra líður frá því er hún átti honum á bak að sjá,
helst til ungum.
Af Akureyri er símað í gær:
Jónasarhátíð á morgun í Good-templarahúsinu, með
ræðum og söng.
Marconiskeyti um Atlantshaf
Stórtíðindi í hraðskeytaflutningi.
17. október 1907.
Þann dag, 17. f.m., hafa orðið stórtíðindi í heimi hrað-
skeytalistarinnar, ef svo mætti að orði kveða.
Þá hefúr Marconi tekist að koma ótakmörkuðum orða-
fjölda reglulega og viðstöðulaust um þvert Atlatnshaf,
milli Nýja-Skotlands og Irlands, 1940 mílur enskar, sama
sem hér um bil 415 vikur sjávar eða danskar mílur.
Það er meiri vegalengd en 6 sinnum allt ísland af enda
ogá.
Marconi var sjálfur á nýreistri loftskeytastöð í Nýja-
Skotlandi, þar sem heitir Glace Bay, og sendi þaðan 30 orð
til viðtökustöðvar þeirrar er hann hefur látið reisa á írlandi
Heima er bezt 233