Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 18

Heima er bezt - 01.06.1998, Síða 18
Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum: Kona liggur úti á Eskifjarðarheiði Fyrir aldamótin 1900 ogfram yfir 1920 var oft mikil umferð yfir Eskifjarðarheiði. Menn þeir, sem önnuðustpóstferðir á þeim tíma úr gamla Reyðarfirði til Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, kusu þá leiðfremur en Fagradal frá Reyðarfirði, vegna þess að hún er styttri og reyndist þeim auk þess auðveldari fyrirþað að þá var búið bœði á Dalhúsum og Þuríðarstöðum í Eyvindarárdal. Komið gat þó fyrir að menn, sem voru vel kunnugir á fjallvegum Austanlands og ætluðu til Seyðisfjarðar, fóru jökul (fönn). Varþá lagt upp úr Eskifjarðardal frá Veturhúsum, sem var nœsti bœr við Eskifjarðarheiði og stefnt í norð- norðaustur yfir jökulkinnina og komið niður á Mjóafjarðar- heiði. Þaðan er svo stefnt í austur yfir á Seyðisfjajrðarheiði og er það mun styttri leið. Má nefna þar Kjartan Pétursson, fyrrum bónda að Eskifjarðarseli, sem ferðaðist mikið á fjallvegum Austanlands. Konur og karlar, sem áttu kunningja og skyldfólk fyrir ofan fjall og þeir, sem þar áttu sömu tengsl við þá, sem heima áttu niður á ijörðum, lögðu leið sína þama um, ýmist fótgangandi eða á hestum. Bændur fóru lestarferðir haust og vor til Eskifjarðar og einhleypt fólk var þá oft að skipta um vinnustað. Þótti því þá gott að vera póstunum samferða, sem jafnan reyndust góðir og duglegir leiðsögumenn. Stundum fór þó svo, að sumt af þessu fólki ferðaðist sjálfstætt, lagði eitt af stað um ókunna tjallvegu. Var þá ekki undarlegt þótt stundum kæmi fyrir að það lenti í hrakningum, vegna óhagstæðrar veðráttu eða vondrar umferðar, sem það hreppti á leiðinni seint að hausti eða snemma að vori, sem aðallega var vistartími þess. í maí, ég hygg eitthvað um tuttug- asta, vorið 1900, bar einn slíkan gest að Veturhúsum við Eskifjörð. Var það ung stúlka, Jóhanna að nafni. Hafði hún lagt af stað ofan af Fljóts- dalshéraði og ætlað Slenjudal til Mjóafjarðar en villtist vegna þoku, sem lá í dölunum og upp á heiðarnar, inn í Tungudal og þaðan, sem leið liggur upp á Eskifjarðarheiði. Var hún þar á ferð í ijóran og hálf- an sólarhring áður en hún komst til byggða. Blítt var í veðri þessa daga og skiptist á þokuslæðingur og sólskin. Töluverður snjór var til fjalla og á heiðum, því ekki hafði hlánað að ráði fyrr en einmitt þessa daga. Var þar komin dálítil esja í snjóinn en ekki krapi fyrr en kom niður af heiði. Sagðist stúlkunni svo frá að hún mundi hafa verið búin að klöngrast upp og niður fjöllin í dölunum beggja vegna og ekkert vitað hvert hún átti að fara. Tapaði hún þar farangri sínum en af einhverri tilviljun komst hún svo á rétta leið til Eskiíjarðar. Daginn áður en Jóhanna komst niður í Eskifjarðardal, var hún orðin svo illa haldin af snjóbirtu að hún var nærri blind. Hrapaði hún út af kletti utarlega á Merargilshæðinni, hlaut meiðsli á höfuðið og missti meðvitundina um stund. Snjórinn hlífði henni við frekari meiðslum og það vildi henni til lífs að lækjarsitra sendi úða sinn ofan á höfuð hennar og vakti hana aftur til meðvitundar. Var Jóhanna þá orðin svo þjökuð að henni fannst, þegar hún var að vakna til meðvitundar, að hún væri komin heim og væri að hengja föt sín upp í herbergi sínu. Afklæddi hún sig þar utanyfirfötum og skildi þau eftir. Svo heppilega vildi til að morgun- inn sem Jóhanna kom niður í Eski- fjarðardal eða í augsýn frá Veturhús- um, var faðir minn, Páll Þorláksson (bóndi að Veturhúsum), byrjaður að vinna við þak á hlöðu, sem stóð framan við íbúðarhúsið, ásamt Pétri Kjartanssyni (síðar bónda í Eski- ijarðarseli), sem var kaupamaður hjá honum við það verk. Varð þeim af einhverri tilviljun litið inn til heiðar og sáu þá Ijósklædda mannveru vera að fikra sig upp og niður með læk, sem rennur innarlega í dalnum. Datt 218 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.