Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1963, Side 44

Æskan - 01.11.1963, Side 44
Frá Viðey í Færeyjum. Nú lögðu þeir ai stað og komu brátt í iagurt rjóður í skóginum. Sigmund- ur haíði viðaröxi litla í hendi. Ekki leið á löngu áður en þeir heyrðu brak og bresti og sáu hvar skógarbjörn mikill tróðst lram í rjóðrið á milli greinanna, svo brakaði og brast í öllu. Sveinarnir hlupu nú til baka sömu leið og þeir höíðu komið, Þórir und- an og Sigmundur á eitir. En björn- inn elti þá, þangað tii Sigmundur hljóp inn á milli greinanna, og þegar bangsi hljóp iramhjá, hjó hann öx- inni báðum höndum í höíuðið á hon- um svo í heila stóð, og björninn fcll steindauður niður. „Nú skulum við reisa karlinn upp og láta sem hann sé lifandi," sagði Sigmundur. Svo settu þeir framfæt- urna á honum inn á milli greinanna, og létu trén styðja hann. Síðan settu þeir kefli upp í munninn á honum, svo hann var með gapandi ginið og leit allófrýnilega út. Eftir þetta gengu þeir heim og mættu fóstra sínum fyr- ir utan túnið. Hann var reiðilegur og spurði þá, hvar þeir hefðu verið. Þeir sögðust hafa farið inn í skóginn. „Elti björninn ykkur?“ sagði hann. „Já.“ „Það skal nú verða í síðasta sinn, sem hann gerir það. Ég hef ekki treyst mér fyrri á móti honum, en nú skal þó freista þess,“ sagði Úlfur. Hann sneri nú heim og fékk sér spjót og Fáni Færeyinga. Hann er að gerð líkur þeim íslenzka og litirnir eru þeir sömu, en í annarri röð. Reitirnir fjórir eru hvítir, innri krossinn rauður og ytri krossinn blár. hljóp út í skóginn, og Sigmundur og Þórir á eftir. Úlfur sá björninn fljótt, og lagði spjótinu í gegnum hann. Björninn féll undir eins niður. „Hlæg' ið þið nú að mér,“ sagði Úlfur. „Hvor ykkar hefur drepið björninn?" „Ekki er mér um að kenna, fóstri minn,“ sagði Þórir, „og hefur Sigmundur fellt björninn". „Það mun ekki verða þitt síðasta afreksverk,“ sagði Úlfur. Sigmundur giftist síðar Þuríði dótt- ur Úlfs bónda, en ekki fyrr en hann hafði fundið Hákon jarl og komizt í mestu kærleika hjá honum sakif hreysti sinnar og íþrótta. Hann sætti Úlf bónda, sem var nokkurs konar sekur útilegumaður og hét Þorkell, við Hákon jarl. Svo varð hann hirð- maður hans og landvarnarmaður, og tók trú hjá Ólafi konungi Tryggva- syni og gerðist vinur hans og hirð- maður. Ólafur konungur sendi þa frændur út til Færyeja til að kristna þær og taka þar við yfirráðum a£ Þrándi. Þrándur vildi hvorki taka tru né gjalda Ólafi konungi skatt. En Sig' mundur þröngvaði honum til að taka trú, en aldrei gat hann komið honuin sjálfum á konungsfund, því jafnan þegar hann reyndi það, þá skall á of- viðri, svo þeir urðu að snúa aftur. Að síðustu gat Þrándur með svikuin unnið Sigmund og var hann drepinn þannig, að er hann máttvana af sundi komst að landi, eftir að hann lrafði synt lengi með Þóri á bakinu, þang' að til hann var látinn, þá fann hann maður nokkur, sem myrti hann til þess að geta stolið af honum digrum armhring, sem hann hafði um úln- liðinn og Hákon jarl hafði gefið hofl' um, og tekið hann af goði því, seiÐ hét Þorgerður Hörgabrúður. Þann hring bað Ólafur konungur Sigmund áður að skipta við sig fyrir annan. En þegar hann vildi það ekki þá spáðt hann því, að hringurinn yrði Sig' mundar bani. Og það gekk líka eftit- Barnablaðið. 324

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.