Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 57
ÆSKAN
VERÐLAUNAGÁTA
FISKIMAÐURINN
Fiskimaður fór á sjó,
færið skók og upp hann dró
fiska marga’, en fáa þó
fékk með sama nafni.
Finn þú nöfn og fjölda* í þessu
fína kubba safni:
Afla- þessi ötul -kló
átti’ og net í elfar-þró; —
veiði-drabb var drengsins fró, —
drátt hvern vill hann nýta.
Fjölda þeirra fiska’ og nöfnin
fær þú hér að líta:
Stafur á hverjum stendur fleti,
stafirnir mynda nafn.
Fjöldi er talinn fiska hverra
flötunum kubbsins jafn.
-Rg-
Lýfiing á verðlatmaááfunni:
Á hverjum kubbi er eitt nafn á fisktegund. Einn
bókstafur er á hverjum kubb-fleti. Þá stafi, er standa
á kubbflötunum, sem ekki sjást, skal finna.
Ráðningu skal skrifa þannig, að setja fyrst númer
kubbsins, þá nafn fisksins, og þar á eftir fjöldatölu
þeirrar fisktegundar.
Veitt verða 5 verðlaun, sem verða eftirtaldar bæk-
ur frá Leiftri: 1. Með eldflaug til annarra hnatta.
2. Lóretta. 3. Fjórir á fleka. 4. Hanna fer í siglingu.
5. í fótspor Hróa Hattar.
Berist margar réttar ráðningar, verður dregið um
verðlaunin. Við undirbúning dráttarins verður höfð
hliðsjón af því, hve vel og fallega er gengið frá ráðn-
ingunum.
Svör eiga að hafa borizt blaðinu fyrir 20. janúar
1964.
337