Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 38

Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 38
— Nú heppnaðist mér að ná í mjög í'allegt jólatré, sagði Möller hreykinn, þegar hann kom heim á laugardag- inn. — Og hvar léztu það? spurði kona hans forvitin. — Ég sagði sendisveininum að láta það í þvottakjallarann, sagði Möller. Næsta morgun fór frú Möller með krakkana inn í borgina til þess að skoða jólasýningar, því það var síð- asti sunnudagur fyrir jól. Möller sjálf- ur varð eftir heima til þess að leggja síðustu hönd á jólaundirbúning sinn. Fyrst fór hann upp á loft og náði í jólatrésfótinn frá síðasta ári. Því næst kom hann við í íbúðinni til þess að fá sér lítinn aukabita, en einmitt þá var dyrabjöllunni hringt. Við dyrnar stóð stór maður með jólatré og grein- ar þess bundnar fastar að stofninum. Hann heilsaði og spurði Möller kur- teislega hvort hann vildi kaupa jóla- tréð sem hann var með, það væri mjög ódýrt. — Ég er einmitt nýbúinn að kaupa jólatré, svaraði Möller, en þér gætuð reynt hjá Semann, á næstu hæð fyrir ofan. Semann og honum hafði orðið sundurorða fyrir nokkrum mánuðum og eftir það hafði Möller það fyrir sið að senda alla leiðinlega sölumenn upp til hans. Möller naut nú matarbita síns í mestu makindum og þambaði öl með, því næst gekk hann niður í þvotta- kjallarann með jólatréslöppina og öxi, til þess að höggva til grenistofn- inn. Honum brá mjög, þegar hann opnaði dyrnar. í þvottakjallaranum var ekkert jólatré, aðeins lítil hrúga af greninálum á gólfinu og svo þvott- ur í bleyti. Þá rann upp fyrir honum Ijós: náunginn sem kom til hans áðan þá ósvífni að bjóða honum sjálfum það til kaups! Skyldi Semann hafa —? Möller lagði frá sér öxina og jóla- trésfótinn og þaut upp stigann. Alveg rétt. Jólatréð stóð upp við vegginn hjá dyrum Semanns. Leiitursnöggt datt honum óþokkabragð í hug, og það meira að segja svona rétt fyrir jólin. Hann þreif tréð og læddist með það í flýti niður í þvottakjallarann. Þar leysti hann utan af því, hjó til stofninn og setti fótinn á. Hann flýtti sér hvað af tók, því mikil háreystj barst ofan úr stiganum. Möller lauk við myrkraverk sitt, setti tréð í eitt hornið og gekk upp stigann. Á miðri leið mætti hann Semann. Þessi maður, sem mánuðum saman hafði látið sem hann sæi ekki Möller, stanzaði nú þarna í stiganum. — Hvað haldið þér að hafi skeð! Það kom maður og vildi endilega selja mér jólatré. Ég lét til leiðast og skildi það eftir fyrir utan dyrnar. En þessi óþokki hefur læðzt hingað upp aftur og stolið trénu sem hann var að selja mér! Og nú er ég á leið til lögregl- unnar. — Já, en Semann þó, jólin eru í nánd, sagði Möller og reyndi að sefa hann, — það er ekki Iiægt að ónáða lögregluna út af svona smámunum. Hvað urðuð þér að borga fyrir tréð? — Það var víst ekki svo mjög mikið, viðurkenndi Semann, en 10 krónur eru líka peningar. — Það er nú lýgilega ódýrt, sagði Möller og hallaði undir flatt. — Ef ég væri í yðar sporum, myndi ég ekki hreyfa þessu máli. Það gæti nefnilega skeð, að þér yrðuð ákærður fyrir hylmingu, ef þér færuð til lögregl- unnar. — Dettur yður það í hug? sagði Semann og sneri við upp stigann með Möller. — Strax og frú Möller kom heim, tók maður hennar hana eintali út í eld- húsið. — Hlustaðu nú á, hvíslaði hann í æsingi, — jólatréð —. — Hamingjan hjálpi mér, hrópaði frú Möller, — ég gleymdi alveg að segja þér að ég setti það inn í komp' una okkar, því frú Carlsen þurfti að nota þvottakjallarann. Möller ætlaði niður úr gólfinu af skömm, snaraðist niður í kjallara og Jjaut með jólatréð upp til Semanns. — Ég skal segja yður, sagði Möller við hann, — konan mín var að koma heim úr borginni með jólatré, og Jjai sem við eigum nú tvö tré, langar mig til að bjóða yður annað Jaeirra —. — Það er mjög elskulegt, sagði Semann ákaflega þakklátur. En eig- um við svo ekki að gleyma öllum gömlum erjum og verða vinir aftur? Samt get ég alls ekki tekið við trénu án }:>ess að borga fyrir það. Möller Jjrýsti framrétta hönd Se- manns og tók nauðugur við fimm- króna seðlinum, til þess að móðga hann ekki. — Það er alveg dásamlegt að sjá hver áhrif jólahátíðin hefur á fólk, sagði frú Möller næsta kvöld við mann sinn, blíðkar skap þess og gerir J^að sáttfúst. í morgun mætti ég frú Se- mann á götunni og hún heilsaði mér svo innilega. Týrttli vitinit! Skátar nokkrir, scin veri® höfðu í útilegu, voru að feH;l tjald sitt og búa sig af stað. „Gætið liess nú að gleyma erU?u> og gangið úr skugga um að enf?" inn hafi týnt neinu,“ sagði f°r" inginn. Einn drengjanna vildi vera fyndinn og sagði: „Ég hef, ])ví niiður, týnt vit' inu!“ Foringinn: „Já, einmitt, e» ég átti nú bara við l>að, scBJ l)ið höfðuð meðferðis þegar Þ' komuð hingað. hafði blátt átram stolið trénu og sýnt 318
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.