Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1963, Side 36

Æskan - 01.11.1963, Side 36
Frelsi: Einar Stígsson, Kærleikur: Róbert Sigurðsson, f’riður konungur: Stefán Jökulsson. Frelsisdísir: Þ. Hannesd., G. Hjartard. — Friðardísir: B- Gunnarsd., V. Finnbogad., H. Hannesd. Dísir kærleikans: A. Hjartard., Solveig Ólafsd., J. Jónsdóttir. JÓN SIGURÐSSON: KONUNGARNIR ÞRÍR = Skrautsýning == Konungarnir þrír, sem nú birtist hér í Æskunni, og Fjallkonan og Árstíðirnar, sem birtist í septemberblaðinu, eru atriði, sem sýnd voru á hátíðasamkomu í tilefni af 75 ára afmæli Unglingareglunnar. Þau voru framlag barnastúkunnar SVÖVU nr. 23 til þessara hátíðahalda. Unglingareglan þakkar barnastúkunni SVÖVU hjartan- lega þessar ágætu sýningar og þann frábæra dugnað og smekkvísi, sem þær bera vott um. Sviðið: Fagurt landslag. Leikendur: Konungarnir Friður, Frelsi, Kærleikur, nokkrar dísir og sveit vopnaðra manna. Þegar tjaldið er dregið frá, standa vopnum búnar sveitir hvor andspæn- is annarri á sviðinu búnar til víga. Fremst á sviðinu liggja nokkrir bandingjar. Friður konungur kemur inn á svið- ið baka til. Hann er í hvítum klæðum með samlita kórónu og veldistákn, gulli lagt. Hann gengur hægt fram á milli sveitanna og segir föstum rómi: FRIÐUR: Hörð eru hildarslögin hatröm spjótalögin. Sá er með vopnum vegur verður til sátta tregur. Látið þið sverðin síga, sækizt ekki til víga. Friður er fagur gestur. Friður er öllum beztur. Þegar Friður segir: „Látið þið sverð- in síga“, láta hersveitirnar sverðin síga og hörfa til baka. Næst kemur Frelsi konungur inn á sviðið, sömu leið. Hann er í bláum klæðum með samlita kórónu og veldis- tákn gulli lagt. Hann gengur hægt fram á sviðið, gegnt Friði, og segir ákveðið með þróttmikilli rödd: FRELSI: Þrautum þyngri er stundin þeim, sem lengi er bundinn. Burtu með böðla alla, böndin eiga að falla. Höggvið af bandingjum helsi. Hér á að ríkja frelsi. Frelsi í liug og hjarta heimana gerir bjarta. Þegar Frelsi segir: „Höggvið af bandingjum helsi“, hlaupa hermenn til og leysa bandingjana, er síðan hverfa út af sviðinu, fegnir frelsinu. Þá kemur inn á sviðið Kærleikur konungur, sömu leið og hinir fyrri. Hann gengur fram og nemur staðar milli Friðar og Frelsis. Hann er í rauðum klæðum með samlita kórónu og veldistákn, gulli lagt. KÆRLEIKUR: Útrýmið hatri úr huga, hefndin mun engum duga. Lægið lesti og trega, lærið að fyrirgefa. Berið í blíðu og Iiörðu birtu og yl um jörðu. Kveikíð í hverju hjarta konungsljósið hið bjarta. Þegar Kærleikur hefur lokið máli sínu, hverfa herbúnu sveitirnar út af sviðinu. Koma þá inn nokkrar dísir i samlitum búningum og konungarnh' þrír, þrjár hvítar, þrjár bláar og þrjár rauðar. Þær stíga svifléttan dans nm sviðið og nema staðar bak við kon- ungana og syngja: Tökum saman höndum og tryggjum frið á jörð, treystum frelsið, gimstein lífsins bezta.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.