Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 14

Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 14
Allt þetta skildi friðarengillinn mætavel, en hann vissi ekki hvað hann gat gert til að bæta úr því. Leikvöllur var enginn í himnaríki, og flestir englar mundu telja það óviðeigandi að vega salt og sitja í rólu í himnaríki. Hann gat heldur ekki sent pínulitla engilinn aftur til jarð- arinnar, af því að sá, sem einu sinni gengur inn um hlið himnaríkis, getur ekki auðveldlega snúið þaðan aftur. Hann spurði þó pínulitla engilinn, hvort það væri nokkuð, sem hann gæti fyrir hann gert. — Jú, sagði litli engillinn. Ég átti fallegan kassa með góðu dóti; og hann hafði litið ofan í hann á hverju kvöldi, áður en hann fór að sofa. Við tilhugsunina um leikfangakass- ann ljómuðu augu litla engilsins svo, að friðarengillinn kallaði á einn af boðberum himnaríkis og bað hann að sækja kassann. Það var sannarlega gott, að við send- um pínulitla engilinn til friðarengils- ins, sögðu erkienglarnir oft hver við annan næstu daga. Allir englarnir sögðu hið sama, er þeir stóðu á hinum gullnu götuhornum paradísar, eða þegar þeir flugu fram og aftur með pálmagreinar í höndunum. Þeir höfðu fullkomlega rétt fyrir sér, Pínulitli engillinn var nú gerólík- ur því, sem hann hafði verið áður. Hann kom nú aldrei of seint til kvöld- guðsþjónustu, rólaði sér ekki lengur í gullna hliðinu, geislabaugurinn var ávallt á réttum stað og hann gat nú flogið fram og aftur með hinum engl- unum. Nú var hann hamingjusamasti engillinn í paradís. Um þetta leyti barst það um garða himnaríkis, að mesta kraftaverk, sem gerzt hefði, ætti að verða innan skamms: Sonur guðs átti að fæðast í Betlehem. Það var mikil gleði á himnum. Erkienglar og englar, spámenn, dyravörðurinn, vængjasmiðurinn og geislabaugasmiðurinn lögðu allir frá sér venjuleg störf til að búa til gjafir til hins heilaga barns; allir nema pínu- litli engillinn. Hann gat ekki látið sér detta í hug neitt, sem hann gæti gefið. Fyrst datt honum í hug að semja sálm, sem allir englarnir gætu sung- ið við vöggu barnsins. En þessi hug- mynd var ekki sérlega góð, af því að pínulitli engillinn var alveg laglaus. Þá datt honum í hug að semja fal- lega bæn, — bæn sem gæti lifað að eilífu í hjörtum mannanna af því að hún væri fyrsta bænin, sem Jesú- barnið heyrði. Þessa hugmynd varð hann einnig að hætta við, af því að hann gat alls ekki sett saman erindi. Loks datt honum í hug gjöf, sem hlyti að vera bezta gjöf, er nokkuð barn gæti fengið. Dag daganna, þeg- ar Jesúbarnið fæddist, sótti hann gjöf- ina á bak við lítið ský, og lagði hana fyrir hásæti guðs. Það var aðeins lítill og óásjálegur kassi, sem lá innan um allar dýrðlegu gjafirnar, sem voru svo fagrar og dásamlegar, að það var ofar jarðlegum skilningi. Þegar pínulitli engillinn sá allar þessar fögru gjafir, fannst honum gjöf hans sjálfs ekki aðeins leiðinleg, heldur hrein og bein móðgun við allt, sem heilagt var, og hann átti sér enga ósk heitari en að geta tekið gjöfina aftur. En það var þegar of seint. Hönd guðs strauk yfir allar gjafirnar — og staðnæmdist við gjöf pínulitla engib' íns. Litli engillinn skalf af ótta, þegal leikfangakassinn hans var opnaður fyrir augum guðs sjálfs og herskara himnanna. Og hverjar voru nú gjafir hans til Jesúbarnsins? Fjöður, se® hann hafði fundið dag nokkurn í hx&' unum utan við Jerúsalem, og tveir hvítir steinar, sem hann hafði fundið við Genesaretvatnið, þar sem hann hafði leikið sér margan sumardag viö félaga sína. Pínulitli engillinn grét vegna heimsku sinnar. Hvernig gat honum hafa fundizt kassinn svo dásamle? gjöf? Og hvernig gat honum dottið 1 hug, að leikföngin gætu flutt JesU" barninu nokkra gleði? Hann sneri sér undan óttasleginn> til að hlaupa á brott til að forðast reið* guðs. En skyndilega var honum snúiö við og hann barst beint fram fyrir ha' sæti guðs. Það var djúp þögn um alla paradiý þögn, sem var aðeins rofin af snök11 litla engilsins. En þá kvað við þrun1' andi rödd guðs: — Af öllum gjöfum englanna heful þessi litli kassi glatt mig mest. Leik' föngin tákna jörðina og mennina, °S sonur minn á að ríkja yfir hvoiu tveggju. Ég tek á móti gjöf þinm 1 nafni barns míns. Enn varð þögn og kassi pínulhú1 engilsins byrjaði að ljóma með yú1' náttúrlegu Ijósi, unz birtan blindað1 englana. Þess vegna var það aðeins pínuli^1 engillinn, sem sá Ijómann svífa bu1*- frá hásæti drottins. Hann einn sá lj°s ið svífa yfir himinhvolfið, þar til þa^ staðnæmdist og sendi geisla sína yb1 fjárhúsið, þar sem guðsbarnið fæddist’ Þar var stjarnan og Ijómaði alla hina helgu nótt, en ljós hennar endlU ljómaði í hjörtum mannanna um framtíð. Sú gjöf, sem pínulitli engii^ inn hafði fært af auðmýkt barnshja1'1 ans, var orðin að jólastjörnunni y^JÍ Betlehem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.