Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 50
Elmer Lincoln, 1918.
Ilempsey Tabler, 1920.
Jamcs H. Pierce, 1927.
Buster Crabbe, 1933.
ÞEIR HAFA AELIR FARIÐ MEÐ HEHTVFRK I ARZANS.
með því að selja tímaritum smásögur
eftir sig. Sögur þessar voru taldar góð-
ar, og áður en varði hófst framhalds-
saga hans í einu tímariti, sem hét
„Tarzan, konungur apanna“. Tarzan
sló strax í gegn og á næstu árum fram-
leiddi Burroughs margar slíkar sögur.
Burroughs var langt frá því að
vera neitt einstaklega fróður um Af-
ríku, heimkynni Tarzans. Það eina
sem hann vissi hafði hann lesið í bók
Stanleys um ferð hans í Afríku. En
það sem skorti á þekkinguna bætti
ímyndunaraflið upp. Og þar sem les-
endur bóka hans voru jafnvel enn
ófróðari um Afríku, en liann sjálíur,
komst hann auðveldlega upp með að
skrökva upp á Afríku eins og honum
sýndist.
Fyrsta Tarzan-bókin var gefin út
árið 1914 og fyrsta Tarzan-kvikmynd-
in var framleidd árið 1919. — Elmo
Lincoln var sá sem fyrst lék Tarzan í
kvikmynd, en síðan hafa fjölmargir
frægir leikarar spreytt sig á að leika
hetjuna. Þeirra þekktastur er Jolinny
Weissmuller, sem lék Tarzan í kvik-
myndum yfir 14 ár. Það var á dögum
hans, eftir að talmyndirnar komu til
sögunnar að hið ógnþrungna öskur
apamannsins varð eitt helzta kenni-
merki hans. Þetta fræga öskur var bú-
ið til úr fimm mismunandi hljóðum,
herju öðru ógurlegra. Dáfögur sópr-
ansöngkona misþyrmdi háa séinu af
öllum mætti. Weissmuller öskraði eins
Gordon Scott, 1960.
og hann hafði kraft til og svona til
vara, var hýenugól af segulbandi spil-
að afturábak. Burroughs sópaði int>
milljónum fyrir bækur sínar og rétt-
inn til kvikmyndunar og allar mynda-
sögur, sem birtust í hundruðum blaða
um allan heim. Burroughs lézt árið
1950 þá orðinn margfaldur milljóna-
mæringur. Alls mun Burroughs hafa
skrifað 23 skáldsögur um Tarzan og
yfir 30 kvikmyndir verið gerðar eftir
sögunum. Sögurnar munu hafa verið
þýddar á yfir 60 tungumál.
Aðal Tarzan leikari Hollywood 1
dag mun vera Gordon Scott, og er
hann vel fallinn til þess hlutverks,
þar sem liann er 1,90 metrar á hæð, og
hið mesta karlmenni.
Lítið leikfang.
Teiknið ])etta tvennt á myndinni í gcf?n'
um glæran pappír eða fríhendis, ef )>>‘'’
getið. Báðar teikningarnar eiga að vera a
stærð við eldspýtustokk. Gott er að no*11
dálítið sterkan pappír, ]>ví að ]>egar
hafið límt strákamyndina á eldstokkin>’>
vérðið þið að gera gat fyrir augun
Síðan limið ])ið hina teikninguna ofan •*
hotninn á lausa ))luta stokksins (skúft'
una), og ]>egar ]>ið svo dragið skúffur,a
fram og aftur, hreyfir strákurinn auguU'
hið gerið ]>etta eins fallega og ]>ið gcti®
og litið með fallegum litum.
330