Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 5
„Það á að gefa börnum brauð
að bita i á jólunum,
kertaljós og klœði rauð,
svo kornizt þau úr bólunum,
vcena flis af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún Grýla gamla dauð,
gafst hún upp á rólunum.“
Islandi er lítið um fornar jólavenjur nú orðið —
og mun ef til vill aldrei hafa verið mikið um þær.
siendingar eru yfirleitt rólyndir rnenn og gjörhugulir, og
öll
ærsl og öfgar, sem tíðkazt hafa í suðlægari löndum í
^átíðaskyni, eru þeim mjög fjarri skapi. En innilegur var
tröarfögnuður þeirra í kyrrþey; gleði þeirra og þökk til
Ijóssins föður, er lét sólina hækka á ný, var þeim i blóð
0,111 framan úr dimmri forneskju. Þeir lifðu frá upphafi
anóshyggðar við svörtustu skammdegisskuggana og bjart-
sta htngdegið og fundu því glöggar mun ljóss og myrk-
tlrs en bræður þeirra sunnar í Evrópu. Sagan um Þorkel
lri,ina sýnir vel, hversu göfugir íslendingar unnu heitt
H * &
HULDA
(Unnur Bj arklind).
4 4 4
Hulda hét réttu nafni Unnur Benediktsdóttir Bjarklind.
Hún var fædd 6. ágúst áriS 1881 á Auðnum í Laxárdal.
Fyrsta bók hennar, Kvæði, kom út árið 1909, en eftir
það sendi hún frá sér bæði kvæðasöfn og sögur. Eitt af
þekktustu kvæðum Huldu er Hver á sér fegra föðurland,
ort í tilefni af stofnun lýðveldisins árið 1944. Hún lézt
árið 1946. Grein sú, sem hér birtist, er skrifuð árið 1942.
ó'ninljósinu og hversu ljómi þess og ylur dró liuga þeirra
^æða. — Og enn í dag mæna augu fólksins um dali og
trendur í hljóðlátri tilbeiðslu og þökk til hækkandi
gClsla skammdegissólarinnar, án háværra tilburða eða
'Ömæigi Þó hefur allt til þessa lifað lítill siður meðal
s^enzkrar alþýðu, sem sýnir í ytri athöfn ást hennar á
* 1<lurkomu ljóssins. Það er svo kallað „sólarkafíi". Það
^ gefið á bæjum, þar sem sól hverfur um sinn, þegar
^ u sést í fyrsta skiptið á ný — aukakaffi með rúsínu-
,ruruum eða einhverju öðru góðu brauði. Þó að þetta
ke,i ekki beinlínis talizt jólasiður, þá stendur það í sam-
].andi við hina elztu merkingu jólahátíðanna á Norður-
U Uru og er þess því liér getið. Vildi ég óska, að þar
ertl þessi siður er niður lagður, yrði hann upp tekinn
lt\ ■ U °S sólarkaffið gefið á hverjum sveitabæ og í
e,]n kaupstaðarhúsi á íslandi, er sól tekur fyrst að
ha*l« í lofti.
Ég ætla nú að lýsa jólunum og aðdraganda þeirra, eins
og þau voru í átthögum mínum, þegar ég var barn. Munu
jólasiðirnir, líkt og rnálið sem þjóðin talar, hafa verið og
vera svipaðir um land allt, þó að einstök atriði hafi verið
nokkuð sitt á hvað vegna ólíkra staðhátta.
Jólatilhlökkunin og jólaundirbúningurinn hófst með
föstuinnganginum. Þá voru soðnir sperðlar og gefnir
heitir í kvöldmatinn. Voru þetta síðustu leifar hins gamla
„kvöldskatts", er tíðkaðist áður um land allt. Þá voru nú
„jólaföstugestirnir" næst: Unglingarnir fengu einhver
pappírsblöð til þess að skrifa á jólaföstugestina. Ég man,
hvernig faðir minn hló við, þegar við systurnar báðum
hann um blað, en blöð fengum við og geymdum vel og
vandlega. Vorum við óvenju gestrisnar á föstunni, ósk-
uðum lieitt að sem flestir kæniu og flýttum okkur að ná
í blöðin, ef einhver kærni, og skrá þar nafn gestsins og
mánaðardaginn, sem hann bar að garði. Og grarnar vor-
um við vinnumönnunum, ef gestur hafði komið til þeirrá
í fjárhúsin og þeir vanrækt að bjóða honum heim til bæj-
ar, — því að ekki var það tekið gilt, þó að einhver kæmi
í fjárhúsin til piltanna og færi án þess að þiggja góð-
gerðir. Urn jól var svo föstugestunum „jafnað niður“.
Stúlkurnar fengu piltana og piltarnir stúlkurnar — og
mikið gaman lient að.
Um föstuinnganginn fór og húsmóðirin að luigsa fyr-
ir jólaklæðum heimilismanna, því að enginn mátti „klæða
jólaköttinn”. Var ofið, prjónað og saumað eitthvað handa