Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1963, Side 6

Æskan - 01.11.1963, Side 6
 öllum og síðan geymt. ySkemmtilegast þótti, að enginn vissi fyrirfram, hvað hann ætti að fá í jólagjöf. Svo kom að því, að farið var í kaupstaðinn. Var þá keypt „til jólanna“, kaffi, sykur, rúsínur og fíkjur — tóbak lianda pillunum og vín á flösku eða kút, þar sem það var notað. En það var aldrei um hönd haft á heimili foreldra minna. Hitt man ég vel, að ég sá bændur, einkum þá eldri, fara út fyrir skemmuvegg á Þverá eftir jólamessu, draga upp vasafleyga og gefa hver öðrum að súpa á. En í ung- dæmi mínu var enginn drykkjumaður í Laxárdal — og er víst ekki enn. Níu nóttum fyrir jól komu jólasveinarnir, einn á dag. í átthögum mínum voru þeir níu talsins og hétu: Stekkj- arstaur, Giljagaur, Gluggagægir, Gáttaþefur, Kertasníkir, Ketkrókur, Pottaskefill, Pönnusleikir og Ljósabani. Börn- in kunnu vísur og þulubrot um þá og höfðu gaman af að láta segja sér frá þeim. En ekki trúðu þau þá orðið á til- veru þeirra. Einu sinni teiknaði faðir minn alla jólasveH1 ana og límdi upp á baðstofuþilið, til mikillar gleði fy1*1 okkur systurnar. Man ég enn vel eftir svipmóti þeirra tilburðum hvers um sig, og finn til barnslégrar gle*'11’ þegar mér koma þessir bernskuvinir í hug. Nokkrum dögum fyrir jólin voru jólakertin steyP1, bæði stokkkerti og formkerti. Voru kertaformar til ‘l liverjum bæ, en stokkkertagerðin var að leggjast nióul’ þegar ég var barn. En ekki vildum við börnin nrissa ‘ henni og báðum móður okkar sem innilegast að steyp'1 í stokk og búa til að minnsta kosti eitt „kóngakerti' > " en þau voru þríörmuð og kveikt á þeim á jólanóttina- Og nú var komið að langskemmtilegasta jólaundirbu11 ingnum: laufabrauðsgerðinni. Til LaufabrauðsdagSplS var hlakkað af öllum, eldri sem yngri. Þegar fyrir d*>P mál var byrjað á brauðgerðinni, vætt með góðri mj0^ í miklu af hveiti og síðan hnoðað vel upp í. Var það erfb1

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.