Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 40

Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 40
ÞJÓÐSÖGUR OG ÆVINTÝRI orleifur hét maður. Hann var Þórð- arson. Hann var fæddur á efsta bænum í Tungunum eða Hreppunum. Ólst liann ]iar upp Iijá móður sinni og bar snemma á miklum gáfum hjá hon- um. Hann var skáld, og jiótti hann kraftaskáld eða ákvæðaskáld. Héldu sumir, að hann færi með galdur og kölluðu hann Galdra-Leifa. Þegar Iiann heyrði ]>að, kvað hann vísu ]>essa: Þorleifur heiti ég Þórðarson, Jiekktur af mönnum fínum. Hafði ég aldrei ]>á heimsku von að hafna skapara mínum. Hvergi átti hann stöðugt heimili, cr hann eltist, en fór milli vina sinna og sat hjá Jieim. Var honum jafnan tekið sem liöfðingja, livar sem hann kom. Einu sinni var hann á ferð austur i Ölfusi og kom á hæ til vinar síns á aðfangadagskvöld fyrir jól. Þorleifur hiður bónda að lofa sér að vera um nóttina. Bóndi segir honum húsin til reiðu, „en vandhæfi nokkurt er á ]>vi að vera liér heima ]>essa nótt, ]>ví allir hafa þeir orðið ærðir og trylltir, sem ]>að hafa gert.“ „Ekki hræðist ég það,“ sagði Þorleif- ur, „og mun ég eigi að síður Iieima vera, þótt svo sé.“ Fór nú bóndi og menn hans að búa sig til aftansöngs, eins og þá var siður. En svo var háttað, að baðstofa var byggð á palli, og var sinn þverpallur i hvorum enda. Undir öðrum pallinum voru lömb nokkur, sem bóndi hafði tek- ið frá. En á milli pallanna var svið mikið og rúmgott. Þorleifur lét nú reka lömbin undan pallinum, og gróf þar gröf í gólfið, svo að hann gat staðið niðri í henni. Fór liann þá niður Alfadans á jólanótt. í gröfina og lét refta yfir. Gat hafði hann á ræfri gryfjunnar, og gat liann séð gegnum ]>að um alla baðstofuna. Þvi næst lét hann reka lömbin inn undir pallinn aftur og sópa moldinni yfir gryfjuna, svo ei sást nývirkið. Að þessu búnu fóru allir heimamenn hurt til aftansöngs. Leið svo fram und- ir miðja nótt, að ekki varð Þorleifur neinnar nýlundu var. En ]>á sér hann hvar koma piltar tveir. Þeir höfðu ljós með sér og lýstu vandlega um allan bæinn. Þegar ]>eir komu á ]>aðstofu- gólfið sögðu þeir: „Hér er hreint, hér er heitt, hér er gott að leika sér!“ Síðan fóru piltarnir út aftur. En að litlum tima liðnum heyrir Þorleifur undirgang mikinn. Sér hann þá fjölda fólks koma inn í baðstofuna. Allir voru ]>eir prúðbúnir. Þeir liöfðu með sér borð eitt; settu þeir það á mitt gólfið. Síð- an settu þeir þar mat á og tjölduðu innan alla baðstofuna. Settist nú fólk- ið niður við horðið og fór að eta og drekka. Nú koma og inn sveinarnir, er fyrstir komu, og höfðu milli sín karl einn gamlan og illilegan. Ivarlinn skyggndist um er hann kom inn og þcf- aði i allar áttir og sagði: „Hér er maður, hér er maður.“ Piltarnir sögðu að þar væri euginn. Settist ]>á karlinn við borðið og svein- arnir. Snæddu nú aðkomumenn með gleði mikilli. En er þeir voru búnir að því fórU þeir að dansa. Þetta létu þeir ganga alla nóttina. En er Þorleifur hélt að dagur væri kominn, drynur Iiann í hol- unni: „Dagur, dagur!“ Varð þá aðkomendum svo ]>ilt við, að hver liljóp út. Skildu þcir allt eftir, horðið, borðbúnaðinn, tjöldin og nokk- uð af klæðum sínum, því að þeir höfðu farið úr þeim um nóttina, ]>egar ]>eini fór að hitna við dansinn. Piltarnir tóku karlinn og drógu hann milli sín; var hann þá linur sem lyppukveikur og bleikur sem nár af ótta. Þegar allir voru út komnir, fór Þor- Icifur úr holu sinni. Var ]>á skammt að híða unz bóndinn kom frá kirkjunni- Var hann þá feginn að finna Þorleif, og l>ótti nú betur liafa til tekizt en hann hugsaði. Þorleifur sagði lionum allt, sem fyrir sig liafði horið. Bað hann bónda að hirða ]>að, sem álfarnir höfðu eftir skilið, og sagði að ei mundi þess verða vitjað. Bóndi vildi að Þorleifur tæki gripina, en hann vildi ei. Sagði hann að engum mundi framar hætt á þeim bæ, ]>ótt hann væri heima á jólanótt- ina, og rættist það vel. (Þjóðs. J. Á.) ÞJÓÐSÖGUR OG ÆVINTÝRI — Ég hef ekki hugmynd um hvað það er, en ég veit að það er ætlað sem jólagjöf. Kennarinn: „Hvar varstu í gær, Jens?“ Jens: „Ég var veikur.“ Kennarinn: „Hvað gekk að þér?“ Jens: „Ég hafði tannpínu." Kennarinn: „Er þá enginn vcrkur i tönninni núna?“ Jens: „Ég veit það ekki.“ Kennarinn: „Hvað segirðu? Veiztu það ekki?“ Jens: „Nei, hvcrnig ætti ég að vita það, læknirinn tók tönn- ina úr mér í gær.“ T Kennarinn: „Hvað gerði Nói á meðan dýrin gengu inn í örk- ina ?“ Drengurinn: „Hann tók við aðgöngumiðunum.“ Kennarinn: „Asninn er mjög meinlaust dýr, og stendur á sama hvernig farið er með hann. Geturðu sagt mér það, Jón, hvers vegna hann er svo meinlaus?" Jón: „Það er náttúrlega af því að liann er asni.“ ▼ Kennarinn (sem er að segja söguna um Þyrnirósu): „Nú, Lilja, hvernig vakti kóngsson- urinn liana Þyrnirósu?" Lilja þegir. Kennarinn: „Hvað gerir hún mamma þin, þegar hún vekur ]>ig á morgnana." Lilja: „Hún gefur tnét þorskalýsi. 320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.