Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 32

Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 32
1914 1964 * Skrifstofuhús Eimskipafélags íslands í Reykjavík. víðfeðm og hefur verið svo mikilsverður þáttur í atvinnulífi og atiiafnalifi þjóðarinnar, að nœrri livert mannsbarn i landinu hefur sína sögu að segja af viðskiptum við fyrirtækið. Þeir, sem ferðast hafa með skipum félagsins, kunna frá því að segja, hvern- ig þeim hafi geðjast vistin um borð, framkoma skipverja, um- gengni og viðurgerningur allur, þeir, sem flutt hafa varning sinn með skipum þess, geta sagt frá því, hvernig þcim hafi reynzt afgreiðsla og meðferð vöru sinnar, liversu mikla lipurð félagið hafi sýnt um fyrirgreiðslu þeirra og svo mætti iengi telja. Þetta er sá þáttur sögunnar, sem þjóðin þekkir hezt, það er sjálf reynsla hennar af félaginu. Þessi veigamikli þáttur og sú staðreynd, að fclagið hefur fleytt þjóðinni heillavænlega yfir tvö tímabil heims- ófriða, liefur skilið eftir spor einlægrar velvildar í hug og hjarta óteljandi velunnara og vina félagsins um land allt, ekki aðeins liinna mörgu hluthafa í félaginu, heldur mikils fjölda annarra manna, sem hafa reynt það að góðu og sjálfir reynzt því vel með því að beina til þess viðskiptum sínum fremur en til lceppinauta þess að öðru jöfnu. Og öllum arðinum af starfsemi sinni hefur Eimskipafélagið skilað aftur til ])jóðarinnar með góðum ávexti með því að byggja upp fríðasta skipastól, sem er í þjónustu allr- ar þjóðarinnar. Því verður ekki neitað, að við hefur borið, að ekki hafi allir einstaklingar verið jafn ánægðir um stundarsakir með cinliverjar athafnir félagsins, enginn gerir svo öllum liki og ekki guð í himnaríki, eins og máltækið segir. Stöku sinnum hafa óánægju- raddir látið til sín heyra og geta slikar raddir, ef sprottnar eru af velvild og vilja til þess að bæta það sem miður hefur þótt fara, oft verið félagsstjórn og forstjóra til nokkurs ávinnings. Aðrar raddir, sem framkallaðar eru af hvötum óvildar, gera skaða einn og inestan þeim sem óvildina elur. Hinar miklu og ótvíræðu vin- sældir, sem félagið hefur alla tíð átt að fagna, eru um leið skýi- asta sönnun þess, að það hafi náð því að uppfylla þær vonir, sem við það voru tengdar, er það var stofnað. Þó að úrlausn hinna stærri mála heyri að jafnaði undir úrskurð og álit félagsstjórnarinnar, þá liggur hins vegar hin daglegn stjórn og umsjón með rekstri félagsins fyrst og fremst í hendi l'orstjórans. Hann kemur fram fyrir félagsins hönd gagnvart öðr- um í öllum þeim málum, sem snerta venjuleg viðskipti þess utan lands og innan, svo og útgerð slíka, sem félagið fæst við. Getur þvi miklu ráðið um gang mála, að í forstjórasæti sitji traustur og víðsýnn atorkumaður. Eins og áður er sagt, var Emil Nielsen með í ráðum um stofn- un Eimskipafélagsins allt frá byrjun og var i-áðinn fyrsti frain- kvæmdastjóri þess. Rækti hann starf sitt með hinni mestu prýð> og gat sér almennt lof fyrir lipurð við viðskiptamenn félagsins og lilaut traust allra fyrir ráðdeild og hyggindi í stjórn. Hinn 1- júní 1930 tók Guðmundur Vilhjálmsson við framkvæmdastjóra- starfinu og stýrði málum félagsins til 1. júní 1962, eða í 32 ár. Er mönnum í fersku minni af hvílíkri alúð og samvizkusemi Guð- mundur Vilhjálmsson rækti starf sitt og naut hann mikils trausts og vinsælda í viðskiptum sínum við alla. Hinn 1. júní 1962 tók núverandi forstjóri, Óttarr Möller, við starfinu. Hann hafði starf' að lijá Eimskipafélaginu um alllangt árabil, bæði liér heima og * New York og áunnið sér traust og viðurkenningu allra, sem til þekktu, fyrir dugnað og stjórnsemi, Gefa störf hans góð fyrir' heit um að málefnum félagsins verði vel borgið undir forystu hans- „Lagarfoss" er eitt af nýjustu skipum Eimskipafélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.