Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 11

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 11
Æskulýður íslands á nú margvísleg tækifæri til aukins þroska og menningar, móts við það sem áður var. Bamafræðsla hefur verið stóraukin, liéraðsskólar hafa risið upp i hverjum iandsfjórðungi, þar sem æskufólkið nýtur menntunar við ýmiss konar lærdóm 'og likamsrækt, menntaskólar eru starfandi, bæði i borgum og sveit, þangað sækja ungmennin fræðslu og Ijúka prófum, bæði tii undirbúnings lifsstarfa og æðri menntunar. Þá á ])jóðin sinn liáskóla, þar menntast menn og konur til undirbúnings hinna æðstu starfa í þjóðfélaginu. Þetta, sem ég hef liér nefnt, er allt sanian unnið á andlega sviðinu, verkkunnátta alþýðunnar hefur og verið stórum bætt með tilkomu margvíslegra tækja og véla, sem landsmenn hafa eignazt. Þá ber og að minnast á skipakost landsmanna. Þjóðin liefur eignazt mörg og glæsileg skip, sem eru í förum landa og heimsálfa á milli árið um kring, íarmenn eru vel menntuð stétt og eru þjóðinni til sóma, hvar sem þeir fara um höfin. Strandsiglingar eru reknar með myndarlegum skipum, og liafa bætt úr þörfum þeirra, er á ströndinni búa. Fiskiskip eiga íslendinga mörg og góð, og islenzkir fiskimenn eru með ágætum starfi sínu vaxnir, draga þeir mikinn afla á land ár livert, og munu fiskimeun annarra stærri þjóða vart standa þeim á sporði í verk- kunnáttu og aflabrögðum. Til sveita licfur orðið hylting i atvinnuháttum, liin seinunna og erfiða alda- gamla aðferð, að heyja með orfi og ljá, er nú úr sögunni. Hestar, sem um skeið voru látnir draga heyvinnuvélar og jarðyrkjutæki, eru nú lausir undan því oki. í staðinn eru komnar dráttarvélar og bílar á bæ hvern. Þá liefur þjóðin eignazt liina nýju farkosti, flugvélarnar, og er nú dag hvern flogið, þá er veður ekki hamlar á flugvöllum, um landið þvert og endilangt með farþega og farangur. Þá eru og glæsilegar nýtizku flugvélar, sem hafa fastar aætlunarferðir hæði lil Evrópulanda og Ameriku. Bílakost eiga landsmenn mikinn, °g eru daglega áætlunarferðir landsfjórðunga milli og héraða, einkabilar eru í eigu Ijölda manna viðsvegar um landið. Vegakerfið er allgott, að minnsta kosti á sumrum, og ferðalög mikil, sífeilt er aukið við brýr yfir ár og stórfljót. Það Verður ekki annað sagt, en að draumar islenzku skáldanna liafi sifellt verið að 1-ætast. Hannes Hafstein kvað í aldamótakvæði sínu: „Sé ég i anda kneri og vagna knúða, krafti, sem vannst úr fossa þinna úða. Stritandi vélar starfsmenn glaða °6 prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða.“ Raforkuna hafa landsmenn tekið i þjónustu sina i stórum stíl, og er nú verið ;tð reisa stærsta raforkuver landsins við Búrfell i Þjórsá. Eru ótæmandi möguleikar 1 virkjun fallvatna enn fyrir hendi í landinu. Það verður ekki annað sagt, en að margt hafi gengið til góðs á íslandi hina siðari áratugi, og þeir sem nú byggja iandið, mega vera forfeðrunum og forsjóninni l’akklátir, hversu vel málum þjóðarinnar hefur slsipazt hina síðustu áratugi. En það bezta er ótalið, það er æskufólk þessa lands. Þar er kjarninn, sem avallt er ferskur og nýr. ísland á í dag glæsilega æsku, sem er að vaxa upp meðal þjóðarinnar, vonandi aann hún að meta og skilja sögu síns lands, þá er tímar liða og ábyrgðin kemur a hennar hendur, sem verður fyrr en varir. En æskan er undra fyrirbæri, liún er ávallt ný á liverjum tíma, glöð og góð °8 horfir i sóiarátt. Það er ósk og von allra góðra íslendinga, að það, sem áunnizt hefur með hrotlausri baráttu feðranna, megi ávallt verða æskulýðnum til uppörvunar og leiðar- ■jós að gera betur, þá er að hennar leik kemur. Þjóðveldið forna leið undir lok Vegna sundrungar og flokkadrátta. íslendingar ættu því sannarlega að geta lært af St>gunni og forðazt það, að slík sorgarsaga gæti endurtekið sig. Verum því samtaka "8 göngum móti sumri og sól, með æskunni og fyrir hana hverju sinni. DYRAHEIMAR Skotfiskur. Mennirnir eru ekki einir um ]>að að nota skotvopn til að veiða með. Það er margt und- arlegt i liafdjúpinu, og það á einnig sinar skyttur, að minnsta kosti er skotfiskurinn dæmi um það, en hann lifir i vötnum Asiu, og öfugt við manninn þarf liann ekki að taka ljyssuna með sér, þegar hann heldur á veiðar, því hún eða skotvopn hans er inni í lionum sjálfum. Það undarlega er, að þessi fiskitegund lifir á skordýrum, til dæmis kóngu- lóm, og ckki er annað liægt að segja, en að það sé dálitið öfug- snúið og reyndar crfitt fyrir vatnafisk. Þegar fiskurinn fer á veiðar, syndir hann upp undir vatnsborðið og rekur bláskolt- inn upp fyrir vatnslinu. Á milli efri skolts og kverkar myndar hann nokkurs konar rör. Af púðrinu liefur hann nóg, liann gleypir bara dálitið vatn eða sjó og er þá tilbúinn að skjóta (sjá mynd). Venjulega er bráð- in skordýr, sem hangir í gróðri á vatnsbakkanum. Þegar fisk- urinn hefur valið fórnardýrið, færir hann sig liljóðlega i góða stöðu og lileypir af vatnsbyss- unni. Mjó vatnssúla hittir bráð- ina og rífur liana með sér niður að vatnsfletinum, og þá er fisk- urinn ekki seinn á sér að gleypa hana. Þessi fiskur er ekki nein sportskytta, því að i 1 mctra fjarlægð bregzt skot- fimi hans aldrei. 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.