Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 16

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 16
ÞORIR S. GUÐBERGSSON: SEGÐU MÉR SÖGUNA AFTUR Bjami og Berglind vöknuðu mjög snemma þennan morgun. Himinninn var heiður og blár og sólargeislarnir gljáðu á gluggann þeirra. — Flýtum okkur á fætur, sagði Bja'rni ögrandi og hentist fram úr rúminu. — Ég skal verða á undan þér. Og nú varð handagangur í öskj- unni. Þau flýttu sér eins og þau gátu, en hugsuðu ekki nógu hratt. Bjarni varð aðeins á undan, svo að hann hrósaði sigri. Berglind var svo niður- sokkin í að klæða sig, að hún tók ekkert eftir Bjarna. Síðan hlupu þau niður stigann og buðu móður sinni góðan dag, hress og glöð. En þið hefðuð átt að sjá þau. Greinilegt var, að þau höfðu flýtt sér einum of mikið. Bjarni var í öfugum buxunum og klaufin sneri aftur! En systir hans fór í öfuga skóna! Mamma þeirra starði á þau örlitla stund, en sagði síðan: — Hvað hefur komið fyrir? Ætlið þið að fara að leika trúða? — Ég varð á undan, mamma, flýtti Bjarni sér að segja. Og þá skildi móð- ir þeirra allt. — Þið hafið auðvitað verið að kepp- ast um, hvort væri á undan í fötin. — Já, sagði Berglind. — Og hann byrjaði líka á undan. — Svona, svona, sagði móðir þeirra. — Nú komið þið inn í eldhús, fáið morgunmatinn ykkar og farið síðan út. í dag er veðrið dásamlegt, svo að þið getið áreiðanlega skemmt ykkur eitthvað í dag. Þegar þau líöfðu lokið við morg- unverðinn og voru á leiðinni út, kallaði móðir þeirra til þeirra og sagði: — Þið þurfið að læra að flýta ykkur hægt, börnin mín. Ekki skildu þau alveg, hvað hún átti við, en þau löguðu fötin á sér, áður en þau fóru út, til þess að enginn gerði grín að þeim. Þannig leið þessi dagur fljótt og vel. Þreytt og ánægð lögðust systkinin til hvíldar um kvöldið. Móðir þeirra sat við rúm þeirra og sagði: — Þessi saga, sem ég segi ykkur núna, heitir Góði liirðirinn. Einu sinni sagði Jesús fólkinu sögu um góðan hirði. En hirðir er nokkurs konar smali. Hann á að gæta kind- anna og lambanna. Þegar villidýrin komu, og það voru helzt úlfar, álti hirðirinn að gæta fjárins sérstaklega vel. Oft kom Jtað íyrir, að úlfarnir réðust á hjarðirnar, þegar þeir voru svangir, og gerðu mik- inn usla. Ef úlfarnir voru margir og grimmir, eða ef hirðarnir voru hræddir og hug- lausir, kom það stundum fyrir, að þeir flýðu. Var þá hjörðin ein eftir og úlfarnir gátu borðað eins mikið og þeir vildu. Slíkir hirðar eru ekki góðir hirðar. En stundum voru hirðarnir líka góðir og hugrakkir. Þeir hræddust ekki villidýrin, þó að ýlfrið væri ógn- andi og þau gætu oft verið stórhættu- leg. Einstaka sinnum voru Jjeir svo hug- djaríir og hraustir, að þeir lögðu jafn- vel líf sitt í hættu til þess að bjarga fénu. Þegar fesús hafði talað nokkra stund við fólkið, sagði hann: — íig er góði hirðirinn. Góði hirðirinn lcgg- ur lif sitt í sölurnar fyrir sauðina. Með þessum orðum vildi hann segja, að hann elskaði alla menn. Og þessi orð rættust einnig, því að síðar dó Jesús á krossinum fyrir alla menn. Hann er góði hirðirinn. Þegar móðir þeirra lauk við sög- una, horfði Bjarni hugsandi fram fyrir sig litla stund. — Mamma, sagði hann svo. — Voða hafa lömbin átt bágt, sem höfðu eng- an til þess að passa sig. - Já, svona getur það verið stund- um, svaraði móðir hans. — En Guð lætur engla sína vaka yfir okkur. Og nú langar mig til þess að vita, hvort þið kunnið setninguna, sem Jesús sagði. I. Hvernig er framhald setningarinn- ar: Ég er góði...? Systkinin svöruðu í kór og lögðust síðan til svefns. 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.