Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 17

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 17
Þetta var í byrjun júlí. Sólin skein i heiði og ylvolgur sunn- an andvarinn straukst mjúk- lega um vanga iitlu drengjanna, sem voru að leika sér á stöðl- unum við fjárhúsin. Þetta var upp i sveit langt inni í dal. Drengirnir hétu Kristinn og Björn, 8 og 10 ára gamlir. Þarna var mikið smáfuglalif. Steindepillinn klappaði stéli sínu á steinana kringum stöðl- ana og maríuerlan á húsþökun- um. Allt í einu kom smyrill fljúgandi og renndi sér að einni mariuerlunni og sló hana, svo að hún datt niður við fætur okkar. Bjössi t'ók hana upp, en þá tók hún viðbragð og ætlaði að fijúga. Bjössi tók þá eftir því, að fóturinn annar var eitt- livað kramlaður. Við fórum með hana heim til Jonna hróð- ur, sem var tvítugur og kennari að menntun. Hann setti tré- spelkur við fótinn og vafði síð- an um með límbandi. Við átt- um gamalt fuglabúr og settum við liana þar í. Nú var að vita, hvað liún vildi horða. Jonni Fótbrotni fuglinn. bróðir sagði okkur að gefa henni flugur og l'iðrildi. Nú var nóg að gera. Við fengum okkur undirskál og stoppnál. Mestu vandræðin voru að ná flugun- um. Þær voru svo styggar og t'lugu strax og við ætluðum að nálgast þær. Bjössi tók þá upp á því að slá þær með liand- klæðinu. Eftir ]>að var ágæt veiði. Þegar við komuin með þær og smeygðum skálinni með flugunum á inn í búrið, horfði maríuerlan lengi á þær, síðan tindi hún eina-af annarri, unz allar voru búnar. Við höfðum nú nóg að gera næstu daga. Eftir 8 daga tók Jonni umhúð- irnar af fætinum. Var ekki ann- að að sjá, en fóturinn væri al- lieill. Við fórum út með maríu- erluna og slepptum henni. Hún virtist fegin frelsinu og sveif í stórum sveigum upp á stöðla. Við vorum glaðir yfir góð- verkinu, sem okltur fannst við hafa gert. Jón afi. Hreindýraveiði. Hér höldum við áfram frásögn Vilhjálms Stefánssonar. Fyrri hluti birtist í síðasta blaði. Loks komst ég það nálægt þeim, að ekki voru meira en tæpir 300 metrar til þeirra. En helzt vildi ég, að færið væri ekki nema 200 metrar, og lá ég því kyrr nokkra hríð og beið eftir tækifæri til þess að komast á lientugri stað. Meðan þessu fór fram, skall liann yfir með þykkri þoku, án þess þó að vindurinn minnkaði. Nú var ég óhultari að nota þokuna sem skýli og skreið því áfram eitt hundrað metra, því að ég vissi, að þau mundu eklti heyra lil mín vegna vindsins. Ástæðan fyrir því, að ég þorði ekki að nota þokuna að skýli í fyrra skiptið, var sú, að þá var nærri logn, og gátu dýrin því heyrt til min. í tvö hundruð metra fjarlægð gat ég séð þau dýrin, sem næst mér voru. Nær þeim þorði ég ekki að fara, og auðvitað gat ég ekki farið að skjóta, meðan ég sá ekki nema eitt eða tvö dýr, þegar ég ætlaði mér að ná þeim öllum. Ég hafði getað talið þau nákvæmlega áður en þokan skall ylir í seinna skiptið. Þau voru tuttugu og eitt talsins, og áætlaði ég, að það mundi nægja mönnum og hundum i hálfan mánuð eða þrjár vikur, sem einmitt var sá tími, er ég vildi láta þá liafa sér til heilsubótar og hressingar. Að hálftíma liðnum fór þokunni að létta og eftir annan hálftíma sá ég orðið öll dýrin. Ég var nærri efst uppi á liæð nokkurri og þau voru niðri i dæld, liið næsta í nálægt 150 metra fjarlægð og hið ljærsta i nálægt 300 metra fjarlægð. í köldum löndum er það algengt, að frostbrestir heyrist á veturna. Þar sem hleytur eru eða leðja, myndast sprungur i jörðinni, þegar yfirhorðið frýs. Sprungur þessar eru venjulega ekki nema hálfur þumlungur á breidd, þó hef ég séð sprungur allt að því fimm þumlunga breiðar. Þegar þær myndast, heyrist oft hvellur, ekki óáþekkur byssuskoti. Eins er með ís á tjörnum og vötnum. Hreindýrin kannast vel við þessa livelli og því verða þau ekki hrædd við það, þó að þau heyri byssuskot. Við notum auðvitað reyklaust púður, svo að þau sjái ekki, livaðan skotið kemur. Þau hræðast miklu fremur þytinn af kúlunni eða smellinn, sem verður, ef hún lendir i steini eða frosinni jörðinni nálægt þeim. Öllum dýrum er það eiginlegt að flýja undan hljóðinu, sem þau heyra og verða lirædd við. Hreindýrin hafa auk þess annan eiginleika. Ef eitthvert þeirra verður hrætt, þýtur það inn í miðjan hópinn. Komi styggð að lireindýrum, sem eru á heit, þjóta þau saman í hnapp. Ef maður þekkir til þessa, liggur það í augum uppi, að fyrst verður að skjóta það dýrið, sem fjærst er skyttunni. Stundum lief ég tekið það til bragðs að skjóta í liæð hinum megin við liópinn, i þeirri von að fá hann á þann liátt nær mér. Þetta hefur oft tekizt. En í þetta skipti miðaði ég á dýr, sem var um 300 metra frá mér. Það féll niður stein- dautt, og þó að þyturinn af ltúlunni kæmi hinum dýrunum til að lita upp. þá áttuðu þau sig ekki á þvi, að nokkur hætta væri á ferðum. Þau voru þó meira á verði en áður, og þegar næsta dýr féll dautt niður, þutu þau saman í linapp og þok- uðust frekar i áttina til mín. Ég skaut nú aftur yztu dýrin i hópnum, en þau, sem Jippi stóðu, þutu alltaf dálitið frá þeim, sem féllu. En ég stöðvaði þau alltaf með því að skjóta fremsta dýrið á flóttanum, og sneru þá hin dýrin við í öfuga átt. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fella öll dýrin einn, en ég var ekki einn ' um að skjóta þau. Einhvers staðar fyrir aftan mig og ofan lieyrði ég önnur skot og 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.