Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 7
Þegar Vilji var kominn svo nálægt hvalnum, að hann gat næstum því Sr>ert hann, rak hvalurinn aftur upp þetta furðulega hljóð. Veslings Vilji hrökk svo við af há- vaðanum, að fæturnir þvældust fyrir honum og hann datt um sjálfan sig. htann datt alveg að höfði hvalsins. Og þarna var andlitið á Vilja alveg fast við andlitið á hvalnum! Vilji var svo hræddur, að hann gat ekki hreyft sig, en í hvert skipti, sem hann andaði, kitlaði andardráttur hans hvalinn í kampana. Við þetta Rleymdi hvalurinn hræðslu sinni, og það var eins og hann byrjaði að skríkja. Svo fór hann beinlínis að hlæja. hegar hann hló, kom sporðurinn á honum sjónum á hreyfingu, svo að það myndaðist öldugangur. Og þegar ^durnar féllu að, færðist hvalurinn Sv°lítið frá landi. Bæjarbúar stóðu undrandi, því að þarna, fyrir framan augu þeirra, var V>lji litli að ýta hvalnum út í sjó — NEFINU! Erátt hló hvalurinn svo mikið, að 'isastór alda myndaðist og féll að landi. Hvalurinn losnaði úr sandin- 11111 og tókst á flot. Um leið og hann iann, að hann var frjáls, var hann ekki lengi að synda langt út á haf. Og hvað varð um Vilja? — Jú, þegar hvalurinn synti í burtu, kút- Hann þurfti ekki að sitja lengi. Sjálfur bæjarstjórinn tók hann upp. veltist Vilji um i fjörunni, svo settist hann upp í mjúkum sandinum, alveg niður við flæðarmálið. Hann þurfti samt ekki að sitja þar lengi. Nei, svo sannarlega ekki. Sjálf- ur bæjarstjórinn kom og tók hann upp. Nú var Vilji hamingjusamur. Draumar lians um hetjudáðir höfðu rætzt! — Hann hafði fengið að sanna hugrekki sitt. Hinir ánægðu bæjarbúar báru hann svo á gullstól til bæjarins. Sidney Poitier. • Bandariski leikarinn Sidney Poitier er sem kunnugt er negri, og er hann fyrsti svert- inginn, sem hefur náð þvi að komast í röð vinsælustu kvik- myndastjarna Bandarikjanna. Um þessar mundir ér hann ekki kauplægri en Elizabeth Taylor eða Richard Burton. Forráða- menn Columbia kvikmyndafé- lagsins þorðu varla að trúa sin- um eigin augum og eyrum, þeg- ar kvikmyndin To Sir With Love, sem Sidney hafði leikið aðalhlutverkið í, fór að færa þeim gróða. Taka kvikmyndar- innar kostaði sex hundruð þús- undir dollara, en nú liefur iiún fært kvikmyndafélaginu yfir þrettán milljónir dollara hagn- að og meira í vændum. Kvik- myndafélagið gerði þegar í stað samning við Sidney um að leika í annarri mynd, og nú er svo komið, að liann fær sjö hundruð og fimmtíu þúsundir dollara fyrir að leika i einni kvikmynd, en fékk áður sjö þúsund og fimm hundruð doll- ara. Sidney Poitier er fæddur 24. febrúar árið 1924. Hann starf- aði fyrst i nokkur ár við leik- hús sem tjaldamaður, og fór þá að leika smáhlutverk. Hann féklc brátt svo góða dóma fyr- ir leik sinn, að liann var ráð- inn til Hollywood og liefur starfað þar síðan 1950. Árið 1963 hlaut hann Óskarsverð- launin. KÁPUMYND Að þessu sinni birtum við á forsiðu blaðsins ljósmynd tekna af Böðvari Indriðasyni, og nefnir hann mynd sína „Góðir félagar“. Litla stúlkan heitir Laufey Martelnsdóttir og á heima að Gilá, ívarsdal, Hún. 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.