Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 28

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 28
TENNURNAR OKKAR Rétt tannljurstuii 1. og 2. mynd: Burstið fyrst innri fleti neðri góms tannanna. Dragið hár burstans frá tannholdinu og að bitfletinum, þannig að hárin nái vel inn á milli tannanna. 3. mynd: Burstið því næst innri fleti efri góms tannanna á líkan hátt. i. og 5. mynd: Þegar ytri fletir tannanna eru burstaðir, verður munnurinn að vera hálflokaður. Dragið hár burstans upp og niður eftir ytri flötum tannanna. 6. mynd: Bitfleti tannanna skal bursta fram og aftur. 1. mynd. 2. mynd. Að máltið lokinni þarf að hreinsa burt matarleifar, sem enn sitja á tönnunum. Það verður bezt gert með tannbursta. Tannbursti á að vera nægilega lítill, til þess að auðvelt sé að koma honum að öll- um flötum tannanna að utan og innan. Tennur skal bursta upp og niður, en tygg- ingarfleti fram og aftur. Þess skal gætt við burstun jaxla að utan, að munnurinn sé hálflokaður. Þá slaknar á kinnum, og auð- velt er að beita burstanum rétt. Bezt er að eiga tvo bursta, nota þá til skiptis, hreinsa þá og láta þá þorna vel milli notk- unar. Ef tannbursti er ekki við höndina, þegar máltið er lokið, er þó mikil hjálp í að skola munninn vel með vatni. Aldrei má þó gleymast að bursta tennur vandlega, áður en farið er að sofa. í nágrannalöndum okkar er algengt, að bætt sé efni, sem kallast flúor, i drykkjar- vatn, og er talið, að það minnki tann- skemmdir um helming. Þetta liefur ekki verið gert ennþá hér á landi. Þó er algengt, að þetta efni sé borið á tennur með góð- um árangri. Þótt neytt sé hollrar fæðu, tennur burst- aðar reglulega og flúor borið á þær, má samt búast við tannskemmdum. í sumum tilfellum geta bakteriur komizt inn um lítið skarð í glerungnum og vaklið stórri skemmd i tannbeininu, án ]>ess að við verðum þess vör, og smærri liolurnar er erfitt að sjá. Því minni sem skemmdin er, þvi sársaukaminni verður viðgerðin, og því endingarbetri verður fyllingin. Minna reynir á litla fyllingu en stóra, þcgar tuggið er. > Af þessu er ljóst, að nauðsynlegt er, að gert sé við allar skemmdir sem fyrst. Því er það góð regla að láta skoða tennurnar og gera við þær skemmdir, sem finnast, reglulega tvisvar á ári. Ef ekki liður lengri timi milli viðgerða, er ósennilegt, að skemmdirnar nái að verða svo stórar, að tönnin sé i hættu. 3. mynd. 5. mynd. 4. mynd. 6. mynd. Það er góð regla að láta sltoða tenn~ urnar reglulega tvisvar á ári og gera vi<S þær shemntdir, sent iinnast. 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.