Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 36

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 36
S. H. Meinsson: Frímerki. NiSurstöSur. „Það eru vissulega engar ýkj- ur að segja, að eitt af aðal- vandamálum okkar sé að finna beztu leiðirnar til að skapa markvissan áliuga barnanna á viðfangsefninu, svo að þau fá- ist til að leggja sig fram við námið.“ Frímerki sem Af því, sem að framan er sagt, má sjá, að ónotað liggur eitt ]>eirra hjálpartækja, sem mjög gætu auðveldað alla kennslu á skyldunámsstigi. Það liggur vafalaust ónotað að miklu leyti, vegna þekkingarskorts kennar- anna á liagnýtingu þess. En liví ])á ekki að gera átak til hag- nýtingar þess? Hversu mikið átak var ekki gert til að koma hér á kennslu samkvæmt hljóð- aðferð og er gert enn i dag? Hér er að vísu ekki um jafn- stórt grundvallaratriði að ræða, en það þyrfti heldur ckki nema iítinn hluta þess átaks. Þeir örfáu kennarar, sem beita þess- ari aðferð, geta bezt borið um, hversu árangursrík hún er, ekki hvað sízt við kennslu miður gefinna barna, sem hafa i sér hina frumstæðu söfnunar- ástríðu mannsins. Það er staðreynd, sem ekki verður móti mælt, að við þörfn- umst átaks i kennslumálum, sem færir okkur nær nemend- unum og þá sjálfa nftur nær frjóum áhuga á námsefninu. Hér höfum við eitt af þeim tækifærum, sem við J.urfum að nýta, svo að vel fari. Það er margt, sem komið er inn á i þjálfun og kennslu kennaraefna við Kennaraskóla íslands, og er ])að vel, því að menntunin þaðan er veganestið, scm hinn almenni kennari ]egg- ur upp með til starfs sins. Skól- inn þyrfti því að bæta við kennslu i þessum lið, svo að allir þeir, er ])aðan útskrifast, hafi full tök á að beita þessari aðferð, hagnýta þetta hjálpar- tæki. Sá kennari, sem hefur hlotið næga menntun til að hagnýta fríinerkin sem lijálpartæki i kennslu sinni, hefur eignazt ómetanlegt kennslutæki í átt- hagafræði, kristnum fræðum, sögu, félagsfræði, landafræði, náttúrufræði, tónlist og jafn- vel íþróttum. Yfirlit. í þessari ritgerð lief ég reynt að gera ljóst, að við eigum enn ónotað hjálpartæki við kennsluna á skyldustiginu. Það er tiltölulega auðvelt í meðför- kennslutæki. um fyrir kennarana og getur orðið þeim handhægt með stuttri þjálfun. Það hefur auk þess þann eiginleika fram yfir sum önnur hjálpartæki, að það á oftast hug nemandans allan. Þetta hjálpartæki kennir nem- andanum nákvæmni og reglu- semi i vinnubrögðum, spar- semi eða ef til vill frekar skipu- lagða verðmætasöfnun og skapar lionum auk alls þessa hollt og ábatasamt tómstunda- starf, sem er ])ó jafnframt lið- ur i námi hans og menntun. Frímerkjasöfnun er viðurkennd um allan heim sem hið göfug- asta tómstundastarf. Hún fell- ur inn í þau kennsluform, sem verða sennilega ríkjandi hér innan skamms tíma, og ]>vi má beita henni sem hjálpartæki í því húsnæði, sem ætla má að hæfi skólum framtíðarinnar. Spurningin, sem ég vildi vekja með ritgerð minni, er ]>essi: Höfum við efni á að látaþetta hjálpartæki liggja lengur ónot- að? Hvað finnst þér? Heima er bezt. Víst er gaman að sjá spenn- andi kvikmynd og rabba við kunningjana. En ég verð nú samt að segja, að hvergi er eins gott að vera og heima. Ég hef dálitla kompu út af fyrir mig, þótt ekki sé hún stór. Þar kann ég vel við mig. Þar inni er allt eins og ég vil hafa það, og þess vegna kann ég vel við mig. Og heima eru mamma og pabbi og systkini mín. gamla fólkið i fjölskyldunni er lirifið af. Við erum ekkert hissa á þvi, þó að smekkurinn sé mismunandi, þvi að hann hef- ur víst aldrei verið sá sami lijá ungum og gömlum. Þegar ég var lítill og var að byrja í barnaskólanum, þá lás- um við oft upphátt úr einhverri bók. Það kemur sjaldan fyrir nú orðið. Mér finnst það skaði, ])ví að við skemmtum okkur prýðilega, þegar allir gáfu sét' tíma til að lesa og spjalla sam- Náttúrlega þrætum við stund- um, en það kemur nú fyrir lijá fleirum en okkur. Við höldum fjölskyldufund, ]>egar eitthvað mikilvægt er á döfinni. Þá mega allir segja sitt álit, og |iað þykir okkur krökkunum skemmtilegt. Það getur verið svo margt, sem er talað um á þess háttar fundum, lil dæmis um vasapeninga, ferðalög í skólafríinu, livað maður megi vera lengi úti á kvöldin o. s. frv. Stundum liöfum við spurn- ingakeppni, sem allir taka þátt i. Það er anzi gaman, þegar við stöndum okkur betur en pabbi og mamma, og það er reyndar ekki svo sjaldan. Við spilum á fóninn og töl- um fram og aftur um nýja lón- list. Stundum tölum við lika um gamaldags tónlist, sem an. Auðvitað lesum við ennþá, og oft er hérna hoima lilaði af bókum úr bókasafninu, en liver les i sinni bók. Þá veröur ekk- ert úr samtali, fremur en þeg- ar hlustað er á útvarp. Tómstundaiðja getur oi'ðið öllum á heimilinu til skemmt- unar. Maður verður sjálfur að láta sér detta eitthvað gott í hug og bíða ekki eftir því, að foreldrarnir komu með uppá- stungur. Þau eru oft þreytt eftir dagsverkið. Ég býð kunn- ingjunum að koma í heimsókn, ])ó að pabbi og mamma séu heiina. Við skemmtum okkur al- veg eins vel fyrir þvi. HEILABROT. SVAR: 27. 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.