Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 49
Stjörnur
MAUREEN O’HARA er fædd i
Dublin í írlandi. Þar gekk hún
i leikskóla og vann mörg verð-
laun fyrir góða og glæsilega
framsögn. Hinn þekkti kvik-
myndaframleiðandi Erich Pom-
mer uppgötvaði hana og fékk
henni hlutverk í myndinni
frægu Jamaica kráin, þar sem
hinn frægi skapgerðarleikari
Charles Laughton var mótleik-
ari liennar. Hún byrjaði að
leika í amerískum kvikmyndum
árið 1940 og fyrsta myndin þar
var Klukkurnar í Notre Dame.
Eftir það lék liún i myndinni,
sein gerði liana heimsfræga,
vn það var stórmyndin Grænn
varst þú dalur. Síðan iék hún
• mörgum myndum, cn fáum
sérlega góðum og stjarna henn-
ar fölnaði. Nú liðu nokkur ár
°g litið fréttist til Maureen,
fyrr en Walt Disney fékk hana
til að leika i ævintýramynd
sinni, The Parent Trap, en þá
fór vegur hennar vaxandi á ný.
191. Það fyrsta, sem varð á vegi okkar á tungl-
inu, var gríðarstór vera, sem kom þeysandi x
áttina til oltkar á risavöxnum, þríhöfða
gammi. Þarna var konungurinn á tunglinu á
ferð.
192. Hans hátign sagði okkur, að hann ætti nú
einmitt í styrjöld við sólina, og bauð hann
mér þegar í stað liðsforingjastöðu, en ég hafn-
aði þeim sóma.
193. Aðalvopnin hérna uppi voru hreðkur,
sem notaðar voru sem eins konar kastspjót.
Skildirnir voru gerðir úr gorkúlum, og spergl-
ar voru hafðir fyrir spjót.
194. Tunglbúar eyddu ekki miklum tíma i að
borða. Þeir opnuðu litinn hlemm á brjóst-
kassanum, settu matinn þar inn og ýttu hon-
urn niður i maga. Því næst lokuðu þeir opinu
aftur. Þetta gerðist einu sinni í mánuði, það
er 12 sinnum á ári.
39
195. Það sakar ekki að geta þcss, að cinn dag-
ur á jörðinni samsvarar einu ári á tunglinu.
Mjög margir tunglbúar verða þess vegna 25 200
ára gamlir.
BRIGITTE BARDOT er fædd i
París 28. september. Það var
fyrir hreina tilviljun, að hún
fór að leika í kvikmyndum.
Hún giftist franska leikstjór-
anurn Roger Vadim, og ári
seinna voi'u þau skilin. En á
þessu eina ári þjálfaði Vadim
leikhæfileika Brigitte og gei'ði
kvikmyndina Og guð skapaði
konuna, cn i þeirri mynd lék
hún aðallilutverkið. Fyrir leilx
sinn i þessari mynd varð hún
heimsfræg og um leið fyrir-
mynd táninga i öllum álfum.
Brigittc hélt áfram að leika og
hefur leikið í aragrúa kvik-
mynda og hróður hennar stöð-
ugt farið vaxandi. Oft hefur
auglýsingahrasliið i kringum
Brigitte oi'ðið henni ofviða,
hlaðamenn hafa hundell hana,
svo að hún hefur hvergi feng-
ið frið. Fyrir nokkrum árum
sligaði umstangið liana svo, að
hún reyndi að fremja sjálfs-
morð. Hún á einn son, og i
fyrra gekk hún að eiga þýzka
auðkýfinginn Gunther Sachs.
Sjá litmynd á kápusíðu
af Brigitte Bardot.