Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 27
FURÐUVERK FORNALDAR
Siglufjörður. 0
Á milli Eyjafjarðar og Skaga-
fjarðar cr mikill skagi, Trölla-
skagi, krýndur hrikalegum
fjallgarði, scm teygir himinhá
bvcrhnípt hjörg í sjó fram.
Inn i þennan skaga skerst frá
norðri lítill fjörður, Siglu-
fjörður, 8—9 km langur. Fyrir
botni hans iiggur samnefndur
kaupstaður með um 2500 íbúa.
Siglufjarðar er að litlu getið
bar til eftir miðja 19. öld, að
hákarlaveiðar á þilskipum hefj-
nst frá Siglufirði. Voru þær
stundaðar þaðan af kappi um
áratugi.
Um 1880 gerði Snorri Pálsson
fyrstu tilraun til síldveiða i
landnót og liafði um ]>að félags-
skap við Norðmenn. Eftir sið-
ustu aldamót komu Norðmenn
t>l Siglufjarðar með ný veiðar-
fwri, reknet og síðan herpinót,
°K lóku að veiða sild úti á opnu
hafi. Þeir keyptu lóðir beggja
'’ogna fjarðarins, reistu síldar-
stöðvar og síðar sildarbræðslu.
Siglufjörður varð þar með að
böfuðstöð sildarverkunar og
sildariðnaðar á íslandi á fyrri
lielmingi 20. aldar. Bærinn var
uni áratugi mesti síldveiðibær
ú íslandi og ber þess menjar
®Un i rikum mæli, þótt nokkuð
bafi íátið á sjá síðustu árin,
Vegna breyttra síldargangna.
_á er Siglufjörður í röð stærstu
utilutningshafna landsins. Þar
Cr bæjarfógetasetur, læknisset-
Ul' og prestssetur. Þar er
l'ivkja, sjúkrahús, elliheimili,
'Önskóli, gagnfræðaslíóli, sund-
h«l og iþróttavöllur, tvö liótel
°i> greiðasölustaðir, prent-
S|niðja, hókasafn, myndarlegt
lúmstundaheimili og meiri
bafnarmannvirki en víðast hvar
annars staðar. Árið 1818 hlýtur
^iglufjörður löggildingu sem
Vei'zlunarstaður og 100 árum
seinna kaupstaðarréttindi.
Siglufjörður hefur verið ein-
angruð byggð frá landnámstíð.
Má segja, að samgöngur á sjó
hafi lengst af verið einu sam-
göngurnar, þar sem Siglufjarð-
arskarð var aðeins fært blá-
sumarið og gat teppzt i hvaða
mánuði sem var. Þessi einangr-
un stóð hænum fyrir þrifum á
margan hátt. Nú liefur mikið
áunnizt í þessu cfni. Siglufjörð-
ur er nú lengdur þjóðvegakerfi
landsins með Siglufjarðarvegi
ytri og 800 m löngum jarð-
göngum um Strákafjall. Um
þennan nýja veg verður Siglu-
fjörður sóttur heim í sumar af
hundruðuin velunnara sinna, er
50 ára kaupstaðarafmælisins
verður minnzt 6. og 7. júlí. Þá
hefur verið tckin í notkun um
700 m löng flugbraut austan
fjarðarins, þar sem meðalstór-
ar flugvélar geta lent.
Barna- og unglingablaðið
Æskan á miklum vinsældum að
fagna meðal æsku kaupstaðar-
ins, og eru nú um 160 fastir
kaupendur hennar þar. Útsölu-
menn blaðsins á Siglufirði eru
Guðný Hclga Bjarnadóttir,
Skólavegi 1, Stefania Skarp-
liéðinsdóttir, Lindargötu 11,
Jóhanna Hauksdóttir, Hafnar-
túni 4 og Hannes Jónsson bók-
sali.
Kennarinn er að útskýra erf-
1(-> reikningsaðferð fyrir hörn-
u»um og áttu þau öll að taka
c uftir. Þegar hann er búinn
11 1>V>, viltur hann sér að litl-
um dreng, drepur hendinni
laust á enni hans og segir:
„Jæja, Viggó litli, er hún uú
ekki komin þarna inn?“
Viggó (horfir á mús, sem er
að skjótast inn i holu fyrir ut-
an gluggann, og tekur ekkert
cftir skýringum kennarans):
„Nei, herra kennari, það sést
á skottið ennþá.
Artemishofið I Efesos.
Eitt af hinum sjö furðuverkum veraldar var Artemis-
hofið í Efesos. Það stóð þar sem nú í dag stendur lítið
tyrkneskt þorp, Aia Soluk að nafni. Þetta hof var byggt
fyrir frjósemigyðjuna Artemis, sem einnig var veiðigyðja
og Rómverjar kölluðu öðru nafni Díönu. Hofið var
aðalhelgidómur gömlu „Asíu“, það er að segja landanna
í Litlu-Asíu og þar í kring. Það voru óhemju mikil auð-
æfi fólgin í fjárhirzlum hofsins, sem allt var byggt
úr marmara og skreytt hinum dýrustu steinum. Færustu
og beztu byggingarmeistarar Grikkja höfðu séð um bygg-
ingu þess, og hoiið var talið einhver hin fegursta og
göfugasta bygging, sem nokkru sinni hafði verið reist.
En árið 356 varð hofið fyrir því óláni, að maður að
nafni Herostratos kveikti í því og eyðilagðist Jtað að
mestu. Sagan segir, að maður sá, er kveikti í hofinu,
hafi gert það til' þess að verða l'rægur, svo að nafn hans
gleyntdist ekki, og það hefur honum tekizt, því enn í dag
er talað um „herostratiska lr£égð“, þegar menn hafa
orðið lrægir af endemum, af illum verkum eða hlægi-
lega vitlausum. Hofið var síðan byggt upp aftur mjög
glæsilega, en al’ því eru nú í dag aðeins rústir einar eftir.
í liofinu stóð stytta af gyðjunni Artemis, en hún hefur
líka glatazt, en vitað er, hvernig hún leit út, af Jjví að
til voru smástyttur af henni og einnig myndir af henni
á peningum frá Jjessum tímum.