Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 14
í
HÖTTUR
„Varðmenn, takið hann!“ æpti hann hárri röddu, „það
er Hrói höttur, hinn seki skógarvargur. Fimm hundruð
pund til höfuðs honum."
í einu hendingskasti var ræningjahöfðinginn kominn
út á miðjan völlinn og þrumaði af alefli í horn sitt.
Við þetta merki geystust flokkar ungra röskra manna að
úr öllum áttum og skipuðu sér í kringum hann. Alla
rak í rogastanz, bæjarfógetinn kallaði til manna sinna
að duga nú og fylgja sér, hljóp á hestbak og réðist í móti
skógarmönnunum. Þétt örvahríð lagðist í móti, og hestur
hans valt um koll. Fógetinn reis á fætur og hafði ekkert
sakað, en menn hans þutu í allar áttir og neyddist hann
til að fylgjast með.
„Vesöl ragmenni!" æpti hann, „þið skuluð verða hengd-
ir á hæsta gálga í Nottingham,“ því næst þreif hann stóran
boga af einum þeirra, er flýðu, hóf hann móti skógar-
mönnum, sem hurfu frá, og skaut. Einn maður féll, það
var hinn hávaxni bogmaður í Ijósbláu treyjunni.
Við þetta jókst mönnum bæjarfógetans hugur. Þeir
æptu heróp og æddu eftir skógarmönnunum, sem höfðu
tekið upp lagsbróður sinn, þann er særður var, og svo
höfðu þeir fengið nokkurt forskot, hér um bil hálfan
fjórðung mílu. Örvahríðin dundi frá báðum hliðum, og
margir menn frá Nottingham féllu til jarðar óvígir af
sárum, skógarmennirnir létu undan síga, en bæjarfóget-
inn rak flóttann með fjölda liðs. í fjórar stundir skund-
uðu skógarmennirnir áfram, og námu staðar við og við,
til að skjóta á óvinaliðið, unz þeir voru komnir að niður-
falli af mæði. Þeir sáu þann kost vænstan að staðnæmast
og láta til skarar skríða, en hér var að sækja á móti slíku
ofurefli, að engin von gat verið um sigur. í þessum krögg-
um kom ungur riddari á apalgráum hesti á móti þeim
með flokk vopnaðra manna. Riddarinn undraðist við
hina óvæntu sjón, stillti hest sinn og kallaði menn sina
til sín, eins og til að kanna leið. Þetta dirfskubragð hafði
nærri riðið honum að fullu. Ótal örvum var miðað á
hann, en þá kallaði Hrói höttur með glymjandi rödd:
„Skjótið eigi! “ Hann lét bogann síga. „Þetta er Rík-
arður riddari, það er hinn drenglyndi riddari frá Vin-
fró.“
Riddarinn þekkti röddina og stökk af baki. Hrói
skýrði riddaranum með fáum orðum frá því, hver voði
væri á ferðum. „Farið til hallar minnar," kallaði riddar-
inn, „hún er örskammt héðan og getur staðizt bæjarfóget-
ann, og það þótt hann héfði lið svo þúsundum skipti.“
Því næst hljóp hann á hestbak, tók Litla Jón fyrir framan
sig, því það var hann, sem varð fyrir bogaskoti fógetans,
benti í áttina til hallarinnar og hleypti af stað.
Höllin Vinfró stóð á hæð einni í víðlendum dal, og var
á alla vegu lukt háum trjám. Hún var rammlega víggirt-
Umhverfis hana var hlaðinn hár steinveggur, sex feta
þykkur, og tvær breiðar og djúpar grafir voru í kringuin
hana. Yfir þær lágu tvær traustar vindubrýr, og ramffl-
gert járnhlið inn að ganga. Skógarmennirnir flýttu sér
allt hvað af tók, og náðu skjótt hinu fyrirheitna hæli-
Hliðið stóð opið, þeir geystust inn, og í sama vetfang1
voru vindubrýrnar dregnar upp og grindahurðinni hleypt
niður. Rétt á eftir kom fógetinn með sína menn og
lreimtaði, að hallarhliðinu væri lokið upp.
„Herra riddari," kallaði hann, „ef þú ekki framselu1’
ræningjana frá Skírisskógi, skaltu verða brennimeiktu1’
sem landráðamaður."
„Far burt, hrokafulli skrumari," svaraði riddarinu-
„Þorir þú að ógna mér? Ég sver það við sverð mitt, ao
þig skal einhvern tíma iðra þessara orða.“ Lengri varð
ekki þessi viðræða, því að úr víginu lagði þétta örva-
drífu, svo fógetinn varð að hörfa frá, og var nú ráða-
laus. Ekki var gerlegt að taka kastalann með áhlaupU
þótt hann hefði mikinn flokk, því að bæði var vígið
rammgert og vaskir menn til varnar. í bræði sinni yí'1
því að geta ekki klekkt á þeim skógarmönnum, lýst:1
hann riddarann landráðamann og drottinssvikara,
hélt aftur til Nottingham.
Tólf daga dvaldi Hrói höttur og menn hans í góð11
yfirlæti hjá riddaranum af Vinfró. Sár Litla Jóns greru
fljótt, og eigi leið á löngu, áður én horn hans gluffld1
gleðihljómi sem hinna skógarmannanna í bergmáland1
skógum Barnesdalsins.
Eftir að bæjarfógetinn hafði orðið að hverfa fJ';1