Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 45

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 45
Bærinn í Laufási. Svar til Magnúsar: Mörgum þykir Laufás i Suður-Þingyjar- sýslu meSal fegurstu bæjarstæða á landinu. Bærinn stendur við Eyjafjörð austanverðan og snýr stöfnum til ýmissa meginbyggða Eyjafjarðar. Bærinn rís á breiðum sléttuin stalli upp frá grösug- uin ósliólmum Fnjóskár, en að bæjarbaki er Laufásinn, brattur <>g skógi vaxinn. Hér fara saman ágætir landkostir og hrífandi umhverfi, hæði nær og fjær. Áður fyrr var Laufás eitt af eftir- sóttustu brauðum landsins. í Laufási stendur einn þeirra torf- ■>æja, sem ríkið á og vill vernda til komandi tíma sem sýnishorn gamalla islenzkra híhýlahátta. Aðrir slíkir bæir eru Keldur á Eangárvöllum, Glaumhær í Skagafirði, Hólar í Hjaltadal, Grenjað- urstaður í S.-Þingeyjarsýslu og Burstarfell í Vopnafirði, og eru l>eir allir í vörzlu þjóðminjavarðar og Þjóminjasafnsins í Reykja- vik. í Laufási hafa húið margir merkisprestar og búhöldur, sem ekki verða nafngreindir hér, en á siðustu öldum hafa þeir hver á lætur öðrum liúið við liúsakynni, sem ekki voru allfrábrugðin l>eim bæ, sem enn stendur. Öldum saman hefur hærinn i mcgin- atriðum verið iíkur þvi, sem hann er nú, að liúsaskipan og bygg- >»garlagi. Það liggur i eðli jiessara stóru gömlu bæja, að sú húsa- skipan, sem einu sinni var á komin, hélzt með mikilli seiglu öld eftir öld, þótt alltaf væri verið að hyggja upp og dytta að. Hús voru endurnýjuð eitt og eitt í senn og þá olt ekki um annað að gera en byggja sem likast því, er áður var. Húsaskipanin sjálf krafðist þess. I Laufási var liúsum þahnig skipað, að fimm hús snúa þil- stöfum fram á lilaðið lil vesturs. Heíur mörgum sjófarendum á siglingaleið Eyjafjarðar ]>ótt tignarlegt að sjá þessa reisulegu stafna bera við ásinn á bak við. Nyrzt þessara framhúsa er stofa, sern skiptist í fínustofu og gestastofu, þá bæjardyr, og er vind- liani á burstinni með nafni bæjarins, þá skáli, þá dúnhús, þar sem æðardúnninn var hreinsaður, og er undir þvi hlaðinn stein- kjallari, en á burstinni er útskorinn æðarbliki, syðst er skemma. Innar frá bæjardyrum eru löng göng og sín tvö húsin til hvorrar liandar, að norðan svonefnt brúðarliús, þar sem brúðir voru skrýddar, og búr, en að sunnan lilóðaeldliús og litastofa, sem á síðasta slceiði var einnig köliuð skólaliús. Aftast liúsanna er bað- stofa, en undir henni er nýjaeldhús, búr og piltaherbergi. Við norðurenda baðstofu er kontór með sérstökum inngangi. Flutt var úr Laufásbæ árið 1936, og liefur hann verið mann- laus síðan. Um líkt leyti var ögn farið að gera við bæinn á veg- um safnsins, en 1957—1959 var gert rækilega við hann allan. Von- andi tekst að láta liann og aðra slika hæi standa óskemmda til framhúðar, ]>útt við mörg vandamál sé að etja i því efni. Hundrað ár i Þjóðminjasafni. Svar til Guðjóns: Allir nem- endur, sem ganga undir gagn- 1 'æðapróf, skulu þreyta sam- ræmt landspróf í eftirtöldum fireinum: íslenzku, dönsku, ensku og stærðfræði. Prófin skulu miðast við að kannaður Se ákveðinn kjarni hverrar námsgreinar. Þau skulu vera skriflqg og haldin samtimis um aEt land. Heimilt er þó, að Eluti prófs sé munnlegur. — Einkunnir skal gefa í tölum frá 0 til 10, í heilum tölum og hálfum. Eina einkunn skal gcfa fyrir hverja námsgrein, nema i íslenzku tvær samkvæmt nán- ari ákvörðun prófnefndar. Svar til Óðins: Kirkjugarð- arnir í Reykjavik eru friðhelg- ir. Þar er bönnuð öll óþarfa uinferð, leikir og livers konar hávaði. Börn mega eigi hafast þar við, nema í fylgd með full- orðnum, sem þá heri áhyrgð á liegðun þeirra. Öll umferð vél- knúinna ökutækja og reiðhjóla er hönnuð þar, nema með sér- stöku leyfi liverju sinni. Sömu- leiðis er bannað að fara þar með liesta, hunda og önnur dýr. Aðstandendur þeirra, sem jarðsettir eru i grafreitum eða duftreitumi kirkjugarðanna, svo og allir þeir, sem um lönd kirkjugarðanna fara, verða að lilýða þeim reglum, sem þar gilda hverju sinni. Svar til K. S. H.: Til þess að liefja nám i liárgreiðslu er hezl fyrir þig að hafa lokið gagn- fræðaprófi. Ekki er hægt að hefja nám yngri en 16 ára. Námstíminn er þrjú ár með námi i iðnskóla. 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.