Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 32
Sigurvegarinn í langstökki á Ólympíuleik-
unum í Róm 1960, Ralph Boston, verður
meðal þátttakenda í sumar.
ympíuráð og var Coubertin kosinn
fyrsti forseti þess. Á þessari ráðstefnu
var ákveðið að halda fyrstu alþjóð-
legu Ólympíuleikana í Grikklandi ár-
ið 1896.
Síðan hafa leikarnir verið lialdnir
fjórða hvert ár með þeirn undantekn-
ingum, að árin 1916, 1940 og 1944
féllu þeir niður vegna striðs í heim-
inum.
Pierre de Coubertin hefur verið
nefndur íaðir nútíma Ólymjsíuleika.
Hann dó árið 1937, og var hjarta hans
grafið í Ólympíu, fæðingarstað hinna
fornu leika.
Markmið hans með endurreisn Ól-
ympíuleikanna var hið sama og Hell-
ena forðum, er þeir stofnuðu þá, að
efla íþróttir og listir, en ekki síður að
skapa einingu þjóðanna og frið um
allan heim.
Ólympíuleikar nútímans eru haldn-
ir eins og áður var sagt fjórða hvert
ár.
í ár, 1968, er Ólympíuár. Glæsileg-
ir vetrarólympíuleikar voru haldnir
í vetur í Grenoble í Frakklandi. í
ágúst verða sumarleikarnir haldnir í
Mexíkó.
Þangað munu koma þúsundir
íþróttamanna og kvenna frá flestum
þjóðum heims. Ólympíueldurinn
verður ennþá einu sinni kveiklur í
Ólympíu, en þaðan verður hann flutt-
ur flugleiðis til Mexíkó. Frá flugvell-
inum munu íþróttamenn hlaupa með
hann til leikvangsins, þar sem hann
mun loga þá 16 daga, sem leikarnir
standa. Meðfram leikvanginum blakta
fánar allra þátttökuþjóðanna, en
hæst ber fána Ólympíuleikanna, sem
er hvítur með 5 hringum, gulum,
grænum, bláum, rauðum og svörtum.
Fáninn er tákn þess, að Ólympíu-
leikarnir eigi að sameina æsku allra
þjóða frá 5 heimsálfum án tillits lil
1964 í Tokió.
litarháttar, stjórnmálaskoðana eða
trúarbragða þeirra.
Vafalaust verða Ólympíuleikarnir í
Mexíkó einir þeir glæsilegustu, sem
haldnir hafa verið. En það sem mest
er um vert er, að hinn sanni íþrótta-
andi megi ríkja rneðal allra þátttak-
endanna, hinn sami og ríkti meðal
Hellena forðum og sá, sem ríkL hefur
á öllum Ólympíuleikum til þessa.
Ólympíueiðinn, sem ke}3pendur
sverja við setningu leikanna,má aldrei
brjóta. Hann er sá helgidómur, sem
fylgt hefur þessari íþróttahátíð frá
upphafi.
Við skulurn öll vona, að Ólympíu-
leikarnir verði haldnir áfram uffl
ókomna framtíð til aukinnar vináttu
og bræðralags allra þjóða, og aldrei
framar þurfi fyrir ófriðar sakir að
fella þá niður.
Þjálfun.
Sá, sem ætlar sér að verða
góður íþróttamaður, verður
einkurn að iiugsa um tvö þýð-
ingarmikil atriði. í fyrsta lagi
þarf hann að temja sér liolla
lifnaðarliætti. Með því er átt
við, að hann neyti lioilrar fæðu,
hafi reglu á svefntíma sínum
og sé bindindissamur á tóbak
og áfengi. í öðru lagi þarf hann
að þjálfa vel likaina sinn. Þar
GREIN ÞESSI UM ÞJÁLFUN ÁTTI AÐ KOMA í APRÍL-
BLAÐINU, EN VEGNA MISTAKA FÉLL HÚN ÞÁ NIÐUR
OG BIRTIST HÚN ÞVÍ HÉR, ÞÓTT SEINT SÉ.
sem ég veit, að ég þarf ekki að
ræða fyrra atriðið við ykkur,
ætia ég að snúa mér bcint að
því siðara.
Öllum er-nauðsynlegt að hata
likama sinn vei þjálfaðan. Ekki
aðeins i])róttamönnum heldur
og þeim, sem slunda líkamlega
vinnu. Hraustur og vel ])jálf-
aður likami þolir betur erfiða
vinnu og er því siður hætta hú-
in af ýmsum sjúkdómum, seni
af henni geta hlotizt. Þá ma
henda á, að margir hafa bjarg-
að lífi sínu og annarra vegna
likamshreysti sinnar.
Með þjálfun er átt við æfing-
ar, sem gerðar eru reglulega
244