Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 12
10. KAFLI
Spennandi keppni.
Nokkur tími var liðinn frá því að Gulur litli lék svo
ei'tirminnilega á kisu. Ýmislegt hafði gerzt á þeim tíma,
en það varð Gul litla ekkert sérstaklega minnisstætt,
nema það, þegar hann sá unga á aldur við sig. Það
voru 11 hænuungar, sem voru að labba með mömmu
sinni, þegar Toppu gömlu og Gul litla bar að.
Fyrst hafði Gulur litli orðið undrandi. Hann hafði
beðið mömmu sína að nema staðar. Þarna höfðu þau
svo staðið góða stund, meðan Gulur litli virti ungahóp-
inn fyrir sér. Ungarnir voru að tala við mömmu sína um
hitt og annað. Þeir töluðu stundum allir í einu, svo að
ómögulegt var að svara þeim öllum. Mamma þeirra reyndi
þó það sem hún gat að svara þeim. Hópurinn fór skammt
þar frá, sem Toppa gamla og Gulur litli stóðu.
Allt í einu fann Gulur litli, að hann var líkt þvi að
vera hræddur, en hann var það samt ekki. Hann bara
þorði ekki að verða á vegi svona margra jafnaldra sinna.
Hann hvíslaði því að mömmu sinni, en hún sagði, að
þetta gæti lagazt fljótlega, því að hann væri bara feiminn,
eins og hún kallaði það. Hún hafði varla sleppt orðinu,
þegar hún byrjaði að gagga og ávarpa hænuna með 11
ungana.
„Hann er fallegur, hópurinn þinn, blessuð mín,“
sagði hún.
Ungamamman leit upp og svaraði:
„Já, þetta er dásamlegur liópur. Það eru 8 hænur og
þrír hanar. Þetta eru þeir beztu ungar, sem ég hef nokkru
einni eignazt."
„Jæja, það var gaman að heyra. Var ekkert fúlegg hjá
þér?"
„Það var bara eitt. En, hvernig er það tneð þig, góða
mín, kom ekki nema þessi eini ungi út hjá þér? Voru
hitt eintóm fúlegg?"
Það komu tár í augun á Toppu gömlu, þegar hún
svaraði:
„Ónei, blessuð mín. Blessaðir ungarnir mínir voru
komnir að því að koma út úr eggjunum, þegar skelfilegt
slys kom fyrir." Hér þagnaði Toppa gamla í frásögninni.
En svo herti hún sig upp og sagði frá þessu alvarlega
slysi.
Mamma 11 unganna lét samúð sína og undrun í ljós
og bauð Toppu gömlu að koma eins oft til sín, eins og
hún vildi. Toppa þáði það með þökkum, því að hún var
sannfærð um, að feimnin færi fljótlega af Gul litla og
þá myndi hann langa til að leika sér við jafnaldra sína.
Það fór líka eins og hana grunaði. Þegar hún fór næst
með Gul litla til 11 unga mömmunnar, snaraðist hann
að einum hananum og sagði:
„Eigum við að leika okkur saman?“
„Já, við skulum gera það. Við skulum vera vinir,“
svaraði hinn unginn.
„Hvað heitirðu?" spurði Gulur litli.
„Mamma kallar mig Lubbakoll. Ég heiti víst ekkert
annað. En hvað heitir þú?“
„Ég heiti Gulur, en er alltaf kallaður Gulur litli. Það
gerir ekkert til. Ég er alltaf að stækka. Sjáðu, dúnninn
er að fara af mér. Ég er að fá almennilegt fiður. Svo
er byrjað að koma stél á mig,“ sagði Gulur litli og dillaði
litlum fjöðrum, sem mynduðu ósköp lítið stél á honum.
Þeir voru orðnir ágætis vinir, Gulur litli og Lubba-
kollur. Hinir ungarnir voru líka íarnir að þekkja Gul
litla talsvert.
Svo var það á yndislegum morgni, þegar Toppa
gamla og Gulur litli komu í heimsókn til 11 unganna
og itiömmu þeirra, að ungarnir sögðu við Gul litla, að
nú hefði verið ákveðið að halda keppni, sem hann yrði
auðvitað að taka þátt í. Fyrst áttu hanarnir að keppa
í kapphlaupi. Svo átti að vera boðhlaup þannig, að Gul-
ur litli og Lubbakollur kepptu á móti hinum hönunurn-
Svo átti að keppa í fiðrildaveiði. Af því að mikil dögg
hafði verið þessa nótt, væri mikið af fiðrildum á flögri-
Loks átti svo að vera hoppkeppni.
Gulur litli var undir eins til í að keppa. Tvær syst-
urnar áttu að dæma í keppninni. Þær voru látnar standa
uppi á hárri þúfu, þar sem vel sást til keppendanna-
Hinar systurnar báru smásteina í nefinu og settu í litlar
hrúgur, en það voru mörkin. Svo var allt tilbúið. Toppa
gamla og hin mamman urðu auðvitað að vera viðstadd-
ar og sjá um, að allt færi vel fram. Þær stilltu sér upp
hlið við hlið fyrir miðju hlaupabrautarinnar, svo að þ#1
hefðu góða yfirsýn yfir allt svæðið í einu. Þær skemmtn
sér vel við þetta og fylgdust með undirbúningnum
mikilli athygli.
Loks var allt tilbúið. Gulur litli og hinir hanarnn
stilltu sér upp við annan enda hlaupabrautarinnar. I,e11
voru auðsjáanlega verulega spenntir.
Systurnar tvær, sem voru dómarar, komu sér saman
um, að önnur skyldi gefa byrjunarmerki með því a^
gefa frá sér snöggt tíst, sem þýddi: Af stað! Hin systirm
átti á meðan að gæta þess, að allir hanarnir legðu jafn1
af stað, enginn áður en merkið væri gefið. Gulur li^1
var svo spenntur, að hann gat varla stillt sig um a^
stökkva af stað, áður en merkið var gefið. Hann hafð1