Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 10

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 10
Xsland hefur stundum verið talið á mörkum liins bj'ggilega, og má sjálfsagt um •*"bað deila, hvort svo sé. En í raunveruleikanum i dag virðist okkur sem landið byggjum, að það sé gott og gjöfult og lífið geti verið dásamlegt. En fortiðin sýnir okkur aðra lilið, liún sýnir okkur landið, þá er landnámsmennirnir komu að nema það og eigna' sér staðfestu, lausir undan harðlyndi herkonungs, dýrðarljómi bjartra nátta og langra daga sveif þá yfir láði og legi. Ari prestur Þorgilsson hinn fróði segir, að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, þá liefur margur dalurinn verið fagur á að líta á íslandi, og hú- sældarlegt hefur þá verið í uppliafi gullaldar. Þjóðveldið var stofnað og Alþingi liáð á Þingvelli við Oxará sumar hvert. Þar settu landsmenn sér lög til að lifa eftir trúaðir á Óðin, Þór og Freyju. Þjóð- veldið blómgaðist í lieiðni í 126 ár. Þá tók kristnin við, samkvæmt því sem samþykkt var á Alþingi árið 1000, og hinn forni siður, ásatrúin, lagður niður. Og enn blómgaðist þjóðveldi íslendinga um röska liálfa þriðju öld, en svo kom að því, að landsmenn bárust á banaspjót í illvígum innanlandsdeilum milli ætta og hinna ýmsu höfðingja Sturlungaaldarinnar, sem endaði með Gamla sáttmála, og landið gekk undir Noregs- konung. Gullöld íslendinga var á enda runnin í það sinn. Svo tóku við langar aldir myrkar og ógnþrungnar fyrir landslýðinn, skógarnir eyddust, landið blés upp á stórum svæðum og alls kyns óáran hrjáði landslýð. Eldgos og hafisar voru tiðir vágestir, og drepsóttir bárust til landsins og eyddu mannfólkinu í stórum stíl. En þjóðin var lífseig, og eftir hverja liörmungina rofaði ögn til i myrkri aldanna. Ýmsa góða menn átti þjóðin á meðal sín á ýmsum öldum, en þeir fengu ekki notið sin til fulls, úrslitavaldið var í liöndum erlendra þjóða og konunga, sem litið skynbragð báru á málefni liinnar marghrjáðu þjóðar norður við ísliaf. Það var ekki fyrr en á nítjándu öld að verulega fer að rofa til lijá íslendingum, ýmsir mætir menn uxu upp meðal þjóðarinnar, sem sáu liina sorglegu lilið málanna og freistuðust til að þoka málum hennar áleiðis til úrlausnar liinna mörgu og aðkallandi vandamála. Merkastur þeirra allra var Jón Sigurðsson forseti. Hann barðist alla tið fyrir málstað íslendinga og réttarbótum, enda hlaut hann það að vera nefndur sómi íslands, sverð þess og skjöldur. Jón Sigurðsson var fæddur að Hrafnseyi'i vestra 17. júní 1811. Þar er lielgur sögunnar staður, sem íslendingum ber að hafa í heiðri og kærri minningu um afreksmanninn sinn bczta. Nú eru íslendingar frjálsir á ný. Þjóðveldið var endurreist með stofnun lýð- veldis á Þingvöllum árið 1944, hinn 17. júní, á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Bjart er nú yfir íslandi á ný. Siðan þjóðin endurlieimti frelsi sitt og í'éttingu hinna ýmsu mála, sem lengi var barizt fyrir, hefur lienni vegnað æ betur i landinu. Menntun liefur aukizt sí og æ og margs konar menningarstarfsemi blómgazt. Leifar hinna fornu skóga liafa verið friðaðar og nýjum trjágróðri plantað víðs vegar um landið. Þá liefur og önnur landgræðsla verið stofnsett, og unnið er að þvi að hefta uppblástur lands, og sandar eru græddir. Þetta sýnir, að þjóðin virðir sögu sína og vill gei'a landið betra og byggilegra á ný. Gunnar Magnússon frá Reynisdal: Móti sumri og sól Útsýni yfir Þingvelli a Alþingishátíðinni 1930. Hið forna Þingvallaprestssetur mcð kirkjunni og nýja steinbænum. — Tjaldbúðir þingmanna sjást á túninu. 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.