Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 15

Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 15
Bama^æla Lag: „Sig bældi refur“. Tilefni þessa stefs er það, að lítill drcngur, sem Eggi var kallaður, fór með mömmu sinni upp í sveit til afa síns, sem hét Eggert og var kaliaður Eggi, þegar hann var lítill drengur. Tók afi að vonum nafna sínum opnum örmum og sagði: Hvaða drengur er kominn hér? segir afi, segir afi. Hvaða mat á að bjóða þér? segir afi, segir afi. Við skulum gefa’ honum graut í skál og gleðja’ okkur svo við hans englamál, segir afi, segir afi, tra Ia la la la. Vertu á Litla-Bæ velkominn, segir afi, segir afi, elsku ljóshærði ljúfurinn, segir afi, segir afi. Tíndu blómin í brekkunni og baðaðu þig i sólinni, segir afi, segir afi, tra la la la la. Litla hvolpinn þér leiktu við, segir afi, segir afi, það er græskulaust gamanið, segir afi, segir afi. Hvolpurinn hoppar í kringum þig, og hvolpurinn lætur ei snúa á sig, segir afi, segir afi, tra Ia la la la. Litli kötturinn eltir allt, segir afi, segir afi, handa honum þú henda skalt, segir afi, segir afi. Þá leikur hann Egga minn litla við og liggur á nóttunni hjá hans hlið, segir afi, segir afi, tra la la la la. Gæta unganna Eggi á, segir afi, segir afi, búddan góða það borgar þá, segir afi, segir afi. Hún gefur Egga þá eggið sitt, og Eggi þá borðar nafnið mitt, segir afi, segir afi, tra la la la la. Beztur er Rauðukus kálfurinn, segir afi, segir afi. Enginn er betri við Egga minn, segir afi, segir afi. Hálfa mjólkina’ á móti sér úr mömmu sinni hann ætlar þér, segir afi, segir afi, tra la la la ]a. Svo skaltu koma með afa út, segir afi, segir afi, helzt vil ég smala með hjartakút, segir afi, segir afi. Og lofa honum þá lömb að sjá, er Ieika sér eins og hann til og frá, segir afi, segir afi, tra la la la la. Litla smalann er lömbin sjá, segir afi, segir afi, góðan hirði þau horfa á, segir afi, segir afi. Lítill hirðir þeim hæfir bezt, er hugsa um Ieiki og frelsi mest, segir afi, segir afi, tra la la la la. Ef að lömbunum Eggi’ er hjá, segir afi, segir afi, rauða folaldið rekst hann á, segir afi, segir afi. Það býður þér, Eggi, á bakið sitt, þá búið er skylduverkið þitt, segir afi, segir afi, tra la la la la. Þá rennur hesturinn röskt af stað, segir afi, segir afi, heldur beina leið heim í hlað, segir afi, segir afi. Og mamma tekur á móti þér, því móðurfaðmurinn opinn er, segir afi, segir afi, tra la la la !a. Svo þegar dagurinn úti er, segir afi, segir afi, þarf hann Eggi að sofna sér, segir afi, segir afi. Þá kveða fuglarnir kvæðin sín og koddinn og englarnir bíða þín, segir afi, segir afi, tra la la Ia la. Hvernig sem lífið þig leikur við, segir afi, segir afi, vaki yfir þér englalið, segir afi, segir afi. Að guð og englarnir gæti þín, sú gæfa er heitasta óskin mín, segir afi, segir afi, tra la la la la. Afi. kastalanum, gat hann hvorki gleymt né fyrirgefið aðfarir ri<ldarans við hann, og fastréð að hefna sín, hvenær sem faeri gæfist. Hann setti því njósnarmenn kringum höllina, er skyldu gera honum aðvart, ef riddarinn færi að heirnan. f-engi liéldu þeir vörð árangurslaust, en einn góðan veðurdag riðu þau riddarinn og kona hans út til að Veiða fugla. Hestar þeirra runnu mjúklega eftir fljóts- oökkunum, og riðu þau nú alllangt frá heimili sínu. ^egri einn var að vakka yfir fiski við fljótið. Hann i^eldist við, er þau nálguðust, og l'laug með kvaki miklu hátt í loft upp. Riddarafrúin stöðvaði hest sinn, leysti bönd þau, sem hún hafði á hauk sínum, og sleppti lion- Ulrr lausum. Fuglinn sentist upp í loftið eins og örskot, °g nam skjótt hærra en bráð hans, þandi vængina og sveimaði yfir hegranum eitt augnablik, steypti sér svo °fan yfir hann og sló hann til jarðar. Húsfreyja gladdist, stabk lítilli hljóðpípu í munn sér og kallaði á haukinn. Fuglinn kom þegar og settist á hönd hennar, og virtist hreykinn af sigri þeim, er hann hafði unnið. Þannig skemmtu þau sér, riddarinn og kona hans, við veiðina, og hleyptu yfir margar grænar grundir og blómum skrýdd engi, og það var liðið yfir hádegi, áður en þeim kom til hugar að snúa heim. Þau töluðu saman um Hróa hött og kappa hans, og furðuðu sig á, að þau höfðu ekkert síðan heyrt frá bæjarfógetanum í Nottingham. Allt í einu urðu þau vör við sex vopnaða menn, sem riðu í loftinu móti þeim. Þeim datt sízt í hug, að þeim væri nokkur hætta búin, og riðu áfram í hægðum sínum. Þeim brá því heldur en ekki í brún, er mennirnir stöðvuðu hestana og slógu hring um þau með brugðnum sverðum. Riddarinn kannaðist skjótt við foringjann. Það var bæjar- fógetinn sjálfur, og þóttist Ríkarður nú sjá, hvað fyrir sér lægi. Hann var bundinn fastur í söðulinn, hendur hans fjötraðar, og þannig var liann fluttur burt sem bandingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.