Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 38
TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN -
Á síðari árum hafa tvccr götur
i London, Carnaby Street og
King Road, orðið frœgar um all-
an heim fyrir hina nýju ung-
lingatizku, sem þar hefur skap-
azt. Stutta tízkan er upprunnin
þar og náði hraðfara útbreiðslu,
eftir að henni var hrundið af
stað fyrir 2—3 árum. Sídd á kjól-
um og pilsum var upphaflega
algengust 5—10 cm fyrir ofan
hné, en var orðin 27 cm fyrir
ofan hné, þegar hún náði há-
?narki. Innan stuttu tízkunnar
liafa myndazt ýmis hliðarfyrir-
bceri, svo sem Maótízkan og
Twiggykjólar. Ný hárgreiðsla
hefur rutt sér til rúms, skartgrip-
ir hafa fengið nýja lögun,
kubbahcelar, sem voru í tízku
fyrir nokkrum árum, hafa kom-
ið til sögunnar aftur með stuttu
tízkunni o. fl. Nú eru pilsin
farin að síkka aftur, en um leið
koma nýir klœðnaðir fram, og
sjást nokkrir þeirra hér á mynd-
unum. Nú lítur helzt út fyrir,
að tizkan í sumar verði sams
konar fatnaður og hún lang-
amma okkar gekk i á sinum
beztu árum. Hvernig finnst ykk-
ur sú vitleysa?
Drengirnir eru ekki eftirbátar
og elta alla vitleysuna eins og
stúlkurnar. Nú er orðið tizka
meðal ungra pilta að klceðast
miklum hárkollum, og ságt er,
að eftir þvi sem þessar hárkoll-
ur séu stœrri, séu þeir fullkomn-
ari!
TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN - TÍZKAN