Æskan - 01.07.1968, Blaðsíða 26
MALFRÆÐI — skemmtilegasta námsgreinin mín!
Þið munið eftir stiganum, sem við bjuggum til úr
kubbum. Þá vorum við að búa okkur undir stigbreytingu
lýsingarorða. Skoðið nú myndina. íbúarnir í þessu húsi
hjálpa okkur að skilja þetta betur. Kisan fer í kjallar-
ann í rannsóknarleiðangur. Hún mjálmar: „En hvað
þetta er djúpt.“ Fyrsta trappan heitir frumstig, sama
hvort kisan fer niður í kjallarann eða upp á loft. Síðan
heldur hún áfram og nú heyrist í henni: „Þetta er samt
dýpra." Þessa tröppu köllum við miðstig, af því að hún
er í miðjunni. Þegar kisan er komin alla leið, segir hún:
„Þetta er dýpst.“ Nú er talað um efsta stig, og ykkur
kann að finnast það furðulegt þarna niðri í kjallaranum!
Þess vegna skulum við flýta okkur upp aftur og halda í
handriðið! Þið stynjið, en nú er ykkur óhætt! Til okkar
berst hávaði ofan af háaloftinu. Unginn segir: „Ég er svo
lipur. Haninn galar og músin tístir. Hún situr við sinn
keip: „Ég er langt um liprari." En haninn lætur ekki sitt
eftir liggja: „Ég er samt liprastur."
Reynið nú að þekkja frumstig, miðstig og efsta stig og
skrifið í réttri röð í stigana. Miðstig endar á -ari, -ri og
-rri. Efsta stig endar á -astur og -stur. Dæmi: svalur, skyn-
samari, breiðastur, fegnari, hyggnari, mjórri, sljór, gleggst-
ur, nýjastur, hlýrri, gagnsærri, smæstur, mýkstur.
Búið til fleiri stiga á pappírsörk. Svar á bls. 265.
María Eiríksdóttir. .
Hér sést hiuti tjaldbúðanna.
komast á leiðarenda með aðstoð áttavita og landakorts,
og um leið er þetta keppni í þreki og úthaldi, lipurð og
úrræðagæðum.
Þegar börnin snúa aftur síðdegis, bíður þeirra væ11
máltíð. Eftir matinn lætur lúðurjreytarinn til sín heyia’
og nú er blásið til „hvíldarstundar", sem raunar er ekk<
oft notuð til hvíldar. Um kvöldið er stol’nað til kepp111 1
fótbolta, blaki, körfubolta og borðtennis, en þeir, sem
meiri hug hafa á öðru, svo sem ílugmódelsmíði, skák og
spilum, náttúrufræði o. fl„ snúa sér að sínum áhuga'
efnum. Bókavinir fara í tjaldbúðabókasafnið, og þanmg
líður tíminn fram á kvöldið.
Stundum koma gestir í heimsókn-. Það eru oft hetju1
úr stríðinu, rithöfundar, leikarar og fulltrúar frá verk-
smiðjum og iðjuverum. Þeir koma að ungherjavarðeldu1'
um, og nú eru sagðar sögur og sungnir fjörugir ungher]a'
söngvar langt fram á kvöld.
Dagarnir 24 í búðunum líða fljótt, en börnin minnast
þeirra lengi, daganna, Jregar þau dvöldust í litla ung
herjalýðveldinu, sem kallað er ungherjabúðir.
238