Æskan - 01.07.1968, Qupperneq 28
TENNURNAR OKKAR
Rétt tannljurstuii
1. og 2. mynd: Burstið fyrst innri fleti
neðri góms tannanna. Dragið hár burstans
frá tannholdinu og að bitfletinum, þannig
að hárin nái vel inn á milli tannanna.
3. mynd: Burstið því næst innri fleti efri
góms tannanna á líkan hátt.
i. og 5. mynd: Þegar ytri fletir tannanna
eru burstaðir, verður munnurinn að vera
hálflokaður. Dragið hár burstans upp og
niður eftir ytri flötum tannanna.
6. mynd: Bitfleti tannanna skal bursta
fram og aftur.
1. mynd.
2. mynd.
Að máltið lokinni þarf að hreinsa burt
matarleifar, sem enn sitja á tönnunum.
Það verður bezt gert með tannbursta.
Tannbursti á að vera nægilega lítill, til
þess að auðvelt sé að koma honum að öll-
um flötum tannanna að utan og innan.
Tennur skal bursta upp og niður, en tygg-
ingarfleti fram og aftur. Þess skal gætt við
burstun jaxla að utan, að munnurinn sé
hálflokaður. Þá slaknar á kinnum, og auð-
velt er að beita burstanum rétt. Bezt er
að eiga tvo bursta, nota þá til skiptis,
hreinsa þá og láta þá þorna vel milli notk-
unar.
Ef tannbursti er ekki við höndina, þegar
máltið er lokið, er þó mikil hjálp í að
skola munninn vel með vatni. Aldrei má
þó gleymast að bursta tennur vandlega,
áður en farið er að sofa.
í nágrannalöndum okkar er algengt, að
bætt sé efni, sem kallast flúor, i drykkjar-
vatn, og er talið, að það minnki tann-
skemmdir um helming. Þetta liefur ekki
verið gert ennþá hér á landi. Þó er algengt,
að þetta efni sé borið á tennur með góð-
um árangri.
Þótt neytt sé hollrar fæðu, tennur burst-
aðar reglulega og flúor borið á þær, má
samt búast við tannskemmdum. í sumum
tilfellum geta bakteriur komizt inn um
lítið skarð í glerungnum og vaklið stórri
skemmd i tannbeininu, án ]>ess að við
verðum þess vör, og smærri liolurnar er
erfitt að sjá. Því minni sem skemmdin er,
þvi sársaukaminni verður viðgerðin, og
því endingarbetri verður fyllingin. Minna
reynir á litla fyllingu en stóra, þcgar
tuggið er. >
Af þessu er ljóst, að nauðsynlegt er, að
gert sé við allar skemmdir sem fyrst. Því
er það góð regla að láta skoða tennurnar
og gera við þær skemmdir, sem finnast,
reglulega tvisvar á ári. Ef ekki liður
lengri timi milli viðgerða, er ósennilegt,
að skemmdirnar nái að verða svo stórar,
að tönnin sé i hættu.
3. mynd.
5. mynd.
4. mynd.
6. mynd.
Það er góð regla að láta sltoða tenn~
urnar reglulega tvisvar á ári
og gera vi<S þær shemntdir, sent iinnast.
240