Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Síða 7

Æskan - 01.07.1968, Síða 7
Þegar Vilji var kominn svo nálægt hvalnum, að hann gat næstum því Sr>ert hann, rak hvalurinn aftur upp þetta furðulega hljóð. Veslings Vilji hrökk svo við af há- vaðanum, að fæturnir þvældust fyrir honum og hann datt um sjálfan sig. htann datt alveg að höfði hvalsins. Og þarna var andlitið á Vilja alveg fast við andlitið á hvalnum! Vilji var svo hræddur, að hann gat ekki hreyft sig, en í hvert skipti, sem hann andaði, kitlaði andardráttur hans hvalinn í kampana. Við þetta Rleymdi hvalurinn hræðslu sinni, og það var eins og hann byrjaði að skríkja. Svo fór hann beinlínis að hlæja. hegar hann hló, kom sporðurinn á honum sjónum á hreyfingu, svo að það myndaðist öldugangur. Og þegar ^durnar féllu að, færðist hvalurinn Sv°lítið frá landi. Bæjarbúar stóðu undrandi, því að þarna, fyrir framan augu þeirra, var V>lji litli að ýta hvalnum út í sjó — NEFINU! Erátt hló hvalurinn svo mikið, að 'isastór alda myndaðist og féll að landi. Hvalurinn losnaði úr sandin- 11111 og tókst á flot. Um leið og hann iann, að hann var frjáls, var hann ekki lengi að synda langt út á haf. Og hvað varð um Vilja? — Jú, þegar hvalurinn synti í burtu, kút- Hann þurfti ekki að sitja lengi. Sjálfur bæjarstjórinn tók hann upp. veltist Vilji um i fjörunni, svo settist hann upp í mjúkum sandinum, alveg niður við flæðarmálið. Hann þurfti samt ekki að sitja þar lengi. Nei, svo sannarlega ekki. Sjálf- ur bæjarstjórinn kom og tók hann upp. Nú var Vilji hamingjusamur. Draumar lians um hetjudáðir höfðu rætzt! — Hann hafði fengið að sanna hugrekki sitt. Hinir ánægðu bæjarbúar báru hann svo á gullstól til bæjarins. Sidney Poitier. • Bandariski leikarinn Sidney Poitier er sem kunnugt er negri, og er hann fyrsti svert- inginn, sem hefur náð þvi að komast í röð vinsælustu kvik- myndastjarna Bandarikjanna. Um þessar mundir ér hann ekki kauplægri en Elizabeth Taylor eða Richard Burton. Forráða- menn Columbia kvikmyndafé- lagsins þorðu varla að trúa sin- um eigin augum og eyrum, þeg- ar kvikmyndin To Sir With Love, sem Sidney hafði leikið aðalhlutverkið í, fór að færa þeim gróða. Taka kvikmyndar- innar kostaði sex hundruð þús- undir dollara, en nú liefur iiún fært kvikmyndafélaginu yfir þrettán milljónir dollara hagn- að og meira í vændum. Kvik- myndafélagið gerði þegar í stað samning við Sidney um að leika í annarri mynd, og nú er svo komið, að liann fær sjö hundruð og fimmtíu þúsundir dollara fyrir að leika i einni kvikmynd, en fékk áður sjö þúsund og fimm hundruð doll- ara. Sidney Poitier er fæddur 24. febrúar árið 1924. Hann starf- aði fyrst i nokkur ár við leik- hús sem tjaldamaður, og fór þá að leika smáhlutverk. Hann féklc brátt svo góða dóma fyr- ir leik sinn, að liann var ráð- inn til Hollywood og liefur starfað þar síðan 1950. Árið 1963 hlaut hann Óskarsverð- launin. KÁPUMYND Að þessu sinni birtum við á forsiðu blaðsins ljósmynd tekna af Böðvari Indriðasyni, og nefnir hann mynd sína „Góðir félagar“. Litla stúlkan heitir Laufey Martelnsdóttir og á heima að Gilá, ívarsdal, Hún. 219

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.