Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1968, Page 2

Æskan - 01.10.1968, Page 2
ER HANN yngsti knapi heims? Það er vitað mál, að barn verður að geta skriðið áður en J >að lærir að ganga. En hann Sören litli Aggi í Lyngby í Danmörku gat meira en skriðið áður en hann fór að ganga óstuddur. Hann var aðeins sjö mánaða þegar liann gat setið hest, en hann er sonur hjóna, sem reka reiðlistar- skóla í Lyngby. Þegar Sören Aggi var eins árs gamall, fékk hann reiðföt og hnakk, sem var mátulegur fyrir hann. Aldrei er hann ánægðari en þegar hann er setztur upp á rólega gamla klárinn sinn, hann Silfra. Nú er Sören Aggi orð- inn 14 mánaða gamall og ríður nú Silfra sínum einn, smáspöl í einu, því mamma hans er oftast í námunda og veit, að ekki má ofreyna litla hrygg- inn hans Sörens. Ritstjóri: GRlMUR ENGIUBERTS, ritstjórn: Lækjargðtu 10A, sími 17336, heimasími 12042, pósthólf 601. Framkvæmdastjóri: 69. árg. KRíSTJÁN GUÐMUNDSSON, skrifstofa: Lækjargötu 10A, siml 17336, heimaslmi 23230. AfgreiSsla: Kirkjutorgi 4, slmi 14235. OktÓbef |q j|j| Árgangurinn kr. 200,00. GJalddagi: 1. aprll. I lausasölu kr. 30,00 eintakið. — Utanáskrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavlk. 1968 Útgefandi: Stórstúka fslands. — Prentun: Prentsmiðjan ODDI h.f. — ll]il!lllllllllili.llll'l>l>* llllllllllllllllllllllllllllll.il] ■llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllll ESKHN coo0ðoees£ooia8cc#«cos«oío»o«»#c»»oíooo«»*o#o#*»«oo»*o»o9eoce'3c<>ooooíoocoofl»oiioocooa0osoo8oocoo9*oeeð Hinn skyrtulausi maður. Eitt sinn var maður, sem var svo ríkur, að hann vissi ekki aura sinna tal. En þó var hann svo óánægður með allt og alla, að hann leit aldrei glaðan dag. Hann fór á alia staði, þar sem skemmtanir var að fá, en alltaf lá illa á honum. Hann leitaði ráða hjá vitrum mönnum og læknum, en enginn gat hjálpað honum. Loksins sagði spekingur einn, að honum myndi batna, ef hann gæti farið í skyrtu af manni, sem væri svo sæll og glaður, að honum fyndist ekkert að. Ríki maðurinn scndi nó menn út um sveitir til þess að leita að alsælum manni, en það var hægara sagt en gert að finna hann. Þeir, sem virtust mestu gæfu- menn, kvörtuðu yfir einhverju. Mennirnir sneru aftur vonsviknir mjög og sögðu, að enginn maður í heimin- um væri alsæil. Þeir voru þá sendir aftur af stað. Áttu þeir nú að leita betu-’ og lengra en áður. Loks fundu þeir geitasmala, sem var ánægður með allt og óskaði ekki eftir neinu öðru en því, sem hann hafði. Þeir urðu nú mjög glaðir og báðu smalann blessaðan að selja sér skyrtu, sem hann hefði verið í. „Það get ég nú ckki gert,“ sagði smalinn. „Ég hef aldrei átt neina skyrtu.“ Þeir gáfust nú upp við leitina og fóru heim. En þegar ríki maðurinn heyrði soguna um hinn skyrtu- lausa mann, skammaðist hann s!'. fyrir að vera í illu skapi, en hafa þó nóg af öllu. Lftir þetta batnaði hon- um þunglyndið, og varð hann hvers manns hugljúfi og varði auðæfum sinum tii þess að gcra aðra gæfusama. V.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.