Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 6
JJarnaheimilið var staðsett hátt uppi í fjöllum Suður-Carolinu. Ég hafði farið þangað því ég hafði verið of lengi í óhollu loftslagi í hitabeltinu og fengið snert af malaríusjúkdómi, og þarfnaðist nú hvíldar í hreinu og tæru fjallaloftinu. Þetta var í október- mánuði og ég hlakkaði mikið til að horfa á haustlitina og anda að mér ilmi hinna fögru ahorntrjáa, með logarauðu blöðunum sínum. Það var nóg af blessuðum trjánum þarna í námunda við litla fjallakof- ann, sem ég hafði tekið á leigu og til- heyrði nú reyndar barnaheimilinu, en var þó í dálítilli fjarlægð frá því. Þegar ég kom til að ganga frá leigu- samningnum þennan tíma, sem ég ætlaði að vera þarna, spurði ég, hvort „Getur þú það? Ertu ekki of lítill til þess?“ sagði ég. „Maður þarf ekki að vera stór til þess að höggva brenni," sagði hann. „Margir af stærri drengjunum á heimilinu liöggva ekki vel brenni. Ég lief verið látinn gera það oftast, og ég er búinn að höggva heil ósköp í eld- inn fyrir stofnunina." „Jæja þá, þarna er öxin, reyndu þá bara.“ Ég hélt áfram að skrifa og hann byrjaði að höggva, og hljóðfall axar- högganna var rólegt, og að dálítilli stund liðinni hafði ég gleymt, að hann var þarna úti, því hljóðið af höggunum truflaði mig ekki meira en regndropar, sem falla á húsþak. Ég held, að ekki hafi liðið meira en um leið og ég íékk honum nokkrar krónur. Hann leit á mig og síðan á pening- ana. Það var eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en gæti það ekki; hann sneri sér við og fór. í dögun vaknaði ég eða réttara sagt losaði svefninn við hljóð af axarhögg- um. En eins og daginn áður var hljóð- fall axarhögganna svo rólegt o g reglubundið, að ég sofnaði brátt aft- ur. Þegar ég kom á fætur, var dreng- urinn farinn, og þarna var brenni- bútunum, sem hann liafði verið að höggva, fallega raðað upp við múr- vegginn í myndarlegan stafla. Hann kom svo aftur eftir skólatíma og vann við þetta fram að kvöldverði, en þá varð hann að fara aftur á heimilið. ^renyurinn jrá baf 118heí[Tl íI Ín». ég gæti ekki fengið einhvern til að höggva í eldinn fyrir mig, því að þó enn væri mikill hiti um daga, þá kólnaði fljótt á kvöldin, þegar sólin var horfin. Svo var það seinni hluta dags, rétt eftir að ég var komin í kofann, að í dyrunum birtist lítill drengur. Ég leit undrandi upp frá ritvélinni minni, því að Mikki, hundurinn minn og bezti vinur, liafði ekki rekið upp eitt einasta gelt, eins og hann var vanur, til að vara mig við, ef einhver nálgað- ist kofann. Nei, hann stóð bara hjá drengnum og dinglaði rófunni ósköp vinalega og hefur víst viljað gefa mér til kynna, að þetta væri kærkomin heimsókn. Drengurinn var í kringum 12 ára gamall, en allt of magur og lítill eftir aldri. Hann var klæddur í vinnubux- ur og ljósa gamla skyrtu, sem var opin í hálsinn, og berfættur. „Ég get svo vel höggvið brenni fyrir þig í dag ef þú vilt“, sagði hann. hálf klukkustund, þegar ég heyrði fótatak hans á tröppunum úti fyrir. „Ég verð að fara heim að borða kvöldmatinn," sagði hann þegar hann kom í dyrnar. „Ég get vel komið aftur á morgun.“ „Þú verður nú að fá borgun fyrir það, sem þú ert búinn að vinna“, sagði ég og hugsaði um leið, að ég yrði víst að verða mér úti um stærri dreng í þetta starf. Við gengum saman að húsabaki. Þar stóð nú myndarlegur stafli af eldiviði. „Já, en þú hefur höggvið eins mik- ið af brenni og fullorðinn maður“, sagði ég og það var satt. „Þetta er reglulega fallegur stafli.“ Ég leit nú á hann og athugaði vel í fyrsta sinn. Hár hans, gult eins og þroskað korn og augun, sem horfðu opin beint á mig voru grádimm, eins og regnþungur himinn yfir fjöllum með undarlega bláum bjarma. „Þakka þér innilega fyrir hjálpina", sagði ég Hann hét jerry og hatði verið þarna á barnaheimilinu síðan liann var fjögurra ára. Ég gat séð hann fyrir mér sem fjögurra ára barn með þessi blágráu hreinu augu, og þetta, sem fylgdi honum. Það er í sjálfu sér eitt- hvað í ætt við kjark, en þó meira en Jjað, það er einnig blandað heiðar- leika. Dag einn brotnaði axarskaftið. Jerry sagðist myndi geta fengið nýtt skaft á verkstæði barnaheimilisins. Ég fór inn og sótti nokkrar krónur til að borga fyrir nýtt skaft, en hann vildi ekki taka við J:>eim. „Ég á að borga Jretta“, sagði hann. „Það var ég sem braut Jrað; af því ég beitti öxinni ekki rétt.“ „En Jjað er enginn, sem alltaf getur hitt rétt,“ anzaði ég. „Það hlýtur að hafa verið eitthvað að skaftinu áð- ur.“ Þá fyrst fékkst hann til Jæss að taka við peningunum. Þessi drengur var hreinn og beinn og var ekki hræddur 382

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.