Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 11

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 11
Þorkell og Emil heimsóttu flugstjórnarklefann og þótti þeim mikið til koma að sjá alla þá ótal takka og mælitæki, sem þar voru. Gullfaxi geystist áfram og fór ekki mikið hægar en hljóðið. að ]>eir Einil og Þorkell voru mjög svipaðir að vexti, þótt Emil væri einu og hálfu ári eldri: Þorkell 11 ára, en Emil nýlega orðinn 13 ára. Emil hafði átt lengri leið til þessa fundar en Þorkell. Hann liafði tveim dögum áður flogið alla leið austan af Hornafirði ásamt móður sinni, en dval- ið síðan hjá vinafólki i Reykjavík. Það kom fljótlega i ljós, að piltunum féll vel félagsskapur hvors annars og að þeir yrðu góðir ferðafélagar. Skömmu eftir að þeir ferðafélagar höfðu látið skrá tösk- ur sínar og afhent farmiða, var kallað í hátalara og fólkið heðið að stiga um horð i langferðabíl, sem flytti það til Keflavíkurflugvallar. Það kom til umræðu meðan á þessu stóð, að heldur væri það hláleg ráðstöfun að skikka Flug- félagið til þess að gera þotuna út frá Keflavikurflugvelli, þar sem Reykjavíkurflugvöllur hefði meira en nægjanlega langar flugbrautir fyrir þotuna. Þetta þótti ennþá skritn- ara vegna þess að iðulega lenti þotan i Reykjavík, þegar Keflavikurflugvöllur væri lokaður vegna dimmviðris. En ekki tjáir að deila við dómarann og brátt lagði langferða- híllinn af stað suðureftir. Þeir félagarnir, Þorkell og Emil, tólcu sér sæti fremst i bílnum, við hlið bílstjórans, og það- an nutu þeir útsýnisins, þótt ekki sé það sérlega stórbrotið á þessari leið. Þegar lcomið var til Keflavíkurflugv^lar, var gengið inn i afgreiðslubygginguna, og að beiðni Sveins stimplaði em- bættismaður útlendingaeftirlitsins í vegabréf þeirra Þor- kels og Emils. Það er alltént gaman að hafa þar með skráða dagsetningu sinnar fyrstu utanferðar fannst hon- um. Og piltarnir og Grímur voru hjartanlega á sama máli. Enn var kallað i hátalara að farþegar með þotuflugi Flug- félags íslands til Oslóar væru beðnir að ganga um borð. Það var ])ó nokkuð margt fólk á vellinum sem fylgdi vinum og kunningjum til flugsins. Það var veifað og kallast á lcveðj- um, en síðan var gengið um borð og ferðafélagarnir fjórir tóku sér sæti framarlega í Gullfaxa. Augnabliki siðar heyrðu þcir að lireyflarnir voru ræstir og þotan rann mjúk- lega eftir akbrautunum í átt til flugtaksstöðu. Flugfreyja ávarpaði farþegana, bauð þá velkomna um horð i Gullfaxa og bað menn að spenna öryggisbeltin. Emil hafði flogið áður — milli Hornafjarðar og Reykja- vikur — og var því öllum hnútum kunnugur, þótt þetta væri lians fyrsta flugferð í þotu. Þorkell hafði aftur á móti aldrei ferðast í flugvél og ]>etta var honum nýtt og framandi. Og svo allt í einu fannst þeim eins og þeir þrýstust dálítið aftur í sætin, flugvélin rann með vaxandi hraða eftir flugbrautinni og brátt lyftist hún að framan og síðan var eins og þeir svifu á mjúku teppi. Þeir heyrðu sama og engan liávaða, en fundu nú að flugvélin reisti sig og klifi'aði ki-öftuglega. Þeir litu út og sáu Keflavik fyrir neðan sig, höfnina og vitann á Keflavíkurbergi, en innar Njax’ðvík og Vogastapa. Anton flugstjóri beindi flug- vélinni austur yfir flóann og brátt var flogið yfir Kópa- vog og Reylcjavik. Og nú hækkaði flugið enn meira og brátt sáu þeir landið eins og landabréf fyrir neðan sig. Jafnvel Emil, sem var þó þeirra vanari, fannst mikið til um. Hann var nú mun hærra en i fyrri flugferðum. í Fokker Friendsliip flugvél hafði hann farið í fimm og hálfs km hæð. Nú voru þeir komnir í tvöfalda þá hæð, eða rúma 10 km upp i loftið. Að sjá ísland úr lofti á þvilíkum degi var dýrleg sjón. Þingvallavatn eins og blár flekkur fyrir neðan. Gufumekk- ir úr Henglinum og i suðri blikandi sær. Norður á bóginn sást langt inn yfir landið, en nyrzt tóku við skýjahnoðrar og noi'ðar skýjabakkar. Þeir sáu Heklu og sunnar Tinda- fjallajökul, og Mýrdalsjökul. Á liina höndina Langjökul, Hofsjökul og brátt tók Sprengisandur við og þá Vatnajök- ull, þessi konungur íslenzki-a jökla. Úr þessari liæð sýndist Hvannadalslinjúkurinn ekki ýkja reisulegur. Nú var komið út yfir opið haf. Flugfreyjurnar liöfðu gengið um með blöð og annað lesefni, en siðan var borinn fram gómsætur matur. Þeim fannst sniðugt að fá matinn á ferköntuðum diskum með málmþynnum yfir. Þeir sáu ferðafélaga sína í fiugvélinni taka málmþynnurnar ofan af og gerðu slíkt hið sama, en þetta var erfitt viðfangs, þvi disltarnir voi-u svo feikilega heitir. En allt lagaðist þetta og hrátt nutu þeir félagar máltíðarinnar. Og áfram geystist Gullfaxi og fór ekki mikið hægar en liljóðið. Hraði lians á þessu flugi var 960 ltm á klukku- stund og flugliæðin 11 km. Þeim varð liugsað til þeirra tima, er langskip og knerrir sigldu þessa leið á mörgum dögum, þá við fx-umstæðustu skilyrði og siglingatækni sögu- aldar. Emil liafði skrifað ritgerð um samgöngur milli Nor- egs og íslands fyrr og nú og kynnt sér i því sambandi ræki- lega siglingasöguna. Allt frá vikingunum Naddoði og Garð- ari Svavarssyni, að ógleymdum Hrafna-Flóka, til þeirra tíma er við upplifum, og mörgum finnst hreinasta ævin- týri. Því hvað er það annað en ævintýri að fljúga milli Reykjavikur og Oslóar á rúmum tveimur klukkustundum? Þeir liöfðu lokið máltiðinni og teygðu úr sér i þægilegum sætunum. Sólin skein glatt inn um gluggana og langt, langt fyrir neðan sáu þeir blátt hafið svo langt sem aug- að eygði. Skyndilega tók fyrir útsýnið niður á sjóinn en við tóku gráir skýjabólstrar, einnig langt fyrir neðan. Og það var þessurn skýjabólsti'um að kenna að þeir sáu ekki Færeyjar. Nú kom flugfreyja með skilaboð fx-á Anton Axelssyni flugstjóra þar sem þeim fei'ðalöngunum Þorkeli og Emil var boðið fram i flugstjói'narklefann. Anton flug- stjóri sat í sætinu vinstra megin, en Halldór Hafliðason flugmaður í sætinu hægra megin. Fyrir aftan þá var Hjálmtýr Daghjartsson flugvélstjóri. Þeir piltarnir tylltu sér i autt sæti fyrir aftan flugstjórann, sem sýndi þeim það heizta í flugstjórnarklefanum. Þeir sáu strönd Noregs í ratsjánni og hvernig sjálfstýringin vann, en ótal takk- ar og mælitæki voru um alla veggi og loft og það myndi áreiðanlega taka lengri tíma en liér væri til stefnu að vita deili á þvi öllu saman. Eftir ánægjulega stund þarna 387

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.