Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 20

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 20
INGIBJÖRG ÞORBERGS: „Gítarinn minn“. Þá er kominn október! Hvað er nú merkilegt við það? spyrjið þið. Margt, segi ég, og þá fyrst og fremst það, að vet- urinn tekur völdin. Þann 26. verður Sumardísin að víkja úr hásæti sínu fyrir þeim volduga konungi, er Vetur kallast. Aldrei vitum við, hvort hann verður grimmur við okkur, en alltaf vonum við, að hann verði góður. Margir fullorðnir óttast veturinn, að vissu leyti. Hinir yngri fagna honum aftur á móti flestir, því að þá skiptast á leikir og lærdómur. Vissara er þá að nota tímann rétt, og hafa hugfast, að það borgar sig að læra vel daglega, það sem ykkur er sett fyrir í skól- anum. Þeir, sem hafa treyst á, að hægt væri að læra allt síðustu dagana fyrir prófin, hafa oft farið illa út úr því. Reynið líka að fara snemma að sofa, því svefninn er einn bezti vinur ykkar. Hann getur þó orðið eins konar óvinur, t.d. þegar hann ásækir ykkur í kennslustund- unum, svo að þið virðist eftirtektarlaus og heimsk. Það er samt engin hætta á, að hann geri það, ef þið viljið vera vinir hans og gegnið, þegar hann kallar ykkur til sín á kvöldin. Þá skerpir hann gáfurnar og hjálpar ykkur til að vera frísk og kát. Hann gefur ykk- ur orku til að sigrast á sýklum, sem valda vondum sjúkdómum, og þegar þið eruð heilbrigð gengur ykk- ur auðvitað betur að læra. — Og, ef þið eruð búin að læra fyrir morgundaginn, er ágætt að taka eitt lag á gítarinn, áður en þið farið að sofa. Ég var þúin að lofa að láta ykkur hafa grip við fleiri söngva úr „Tónaflóði", og af því að við erum að tala um lærdóm og skóla, hef ég valið söngkennslulagið ,,Do-Re-Mí“, (sjá bls. 398). Það er hér í þýðingu Egils Bjarnasonar. Egill er vel þekktur fyrir allar sínar ágætu Ijóðaþýðingar, sem hann hefur gert fyrir Þjóðleikhúsið. Mörg ykkar kannast við efnið úr ,,Tónaflóði“. í þessu lagi er María að kenna Trapp-börnunum að syngja. Hún útskýrir „stafróf tónlistarinnar" og kennir þeim að muna nöfn tónanna. Ég vona, að sem flest ykkar fái söngkennslu í skólanum. Þá skiljið þið betur, og vitið, að hver tónn á visst heiti. Maður lærir að þekkja tónbilin. Þegar því er lokið og maður hefur æft sig vel að syngja eftir þessu „Tonika Do“ kerfi, (grunntónninn heitir Do) getur maður sungið svo að segja öll lög, sem maður sér á nótum. Ég treysti því, að þið séuð eftirtektarsöm í söngtímunum, og haldið ekki, að það sé eitthvað „voða vitlaust" að læra að syngja aftur á bak og áfram „Do-re-mí-fa-so-la-tí-do“. Ef það er sunnudagur á morgun, og þið þurfið ekkert að læra, farið þið kannski í sunnudagaskóla. Þar lærið þið að syngja sálma. Sálmar geta verið fal- leg lög, og ef þið haldið að það sé svo „gamaldags" að syngja sálma, er það misskilningur. Frægustu söngvarar gera það. Meira að segja dægurlaga- og kvikmyndastjörnurnar ykkar, eins og t. d. Cliff Richard o. f!„ hafa sungið sálma inn á stórar hæggengar plöt- ur, þar sem á eru 12 eða 16 sálmalög. í tilefni þess, að við heilsum vetri í þessum mánuði, sendi ég þeim, sem spila á orgel, eða syngja sálma, lag við haustsálminn „Kominn er veturinn“. Þið getið sýnt prestinum ykkar, eða organleikaranum lagið, því það er ekki víst að þeir sjái Æskuna. Ef þeir láta nú kórinn syngja það, þið ég ykkur að reyna að læra það líka. Ég er viss um, að þið getið það — og allan sálm- inn — öll fjögur erindin! Allt frá fyrstu línunni, „Kom- inn er veturinn. Kærasti faðir á hæðum“, og til hinnar síðustu, „blessa hinn byrjaða vetur“. Kærar kveðjur! Ingibjörg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.