Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 32

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 32
Igor I. Sikorsky, sem þekktur er sem faðir helikoptersins, hef- ur verið útnefndur til að hljóta hin eftirsóttu verðlaun, sem veitt eru til minningar um Wright-bræður. Sikorsky er nú 78 ára og starfar nú sem ráðgefandi verkfræð- ingur hjá fyrirtæki því í Bandaríkjunum, sem framleiðir þyril- vængjurnar, sem bera nafn hans. Sikorsky er flugvélaverkfræð- ingur, af rússnesku bergi brotinn, og hann var brautryðjandi á þremur sviðum í sögu flugsins, þ. e. a. s. í smiði marghreyfla flugvéla, stórra flugbáta og helikoptera. Flugmálafélag Bandaríkjanna velur árlega þann, sem hljóta skal ofangreind verðlaun, og vart er meiri viðurkenningu að hljóta en þessa. Sikorsky var afhentur verðlaunagripurinn 17. des. sl., en þann dag 1903 flugu Wright-bræður fyrsta vélflugið. Á verð- launagripnum er lítil eftirlíking af flugvél þeirra Wright-bræðra úr silfri. Á myndinni sjáið þið hr. Sikorsky og eina af þyrilvængjum hans, HH-3F, sem er nú í reynsluflugi hjá Bandarísku strand- gæzlunni. Nú er farið aS nota gervihnetti til þess aS fylgjast meS ferSum dýra, svo sem ísbjarna og skjaldbaka. Flugfélag íslands var stofnað voriS 1919, og fyrsta flug af íslandi var fariS 3. september 1919. Flugvélin var af Avro- gerS og flugmaSurinn bét Cecil Faber. Algengustu stærSarhlutföll plastflugmódela eru 1:133, 1:96, 1: 72 og 1:48. FlugvélaverksmiSjur nota mest 1:100 fyrir gjafamódel. Um það bil 75% allra flugfarþega fljúga meS flugvélum, sem framleiddar eru i Ameríku. i í júní fór TF-SIF, Sky- master-flugvél Landhelgisgæzl- unnar, mörg iskönnunarflug. ^ f júní urSu svo miklir far- þegaflutningar á milli fslands, Færeyja og Kaupmannahafnar, aS fara varS mjög margar auka- ferSir. ^ 1. júlí s.l. liafSi Boeing- þota Flugfélagsins flutt 46.500 farþega í 1220 ferSum. f sumar voru farþegar, sem fóru um Keflavikurflugvöll, miklu fleiri en í fyrra. Vöru- flutningar um flugvöllinn hafa lika stóraukizt. 7. júní var stofnaS í Reykja- vík nýtt flugfélag, Fragtflug hf. Tilgangur félagsins er að ann- ast hvers konar flutningastarf- semi og leiguflug meS flugvél- um og loftförum, innanlands og utan. Hlutafé félagsins er kr. 10.000,00. í stjórn félagsins Arngr. SigurOsson: FLUG eru: Árni GuSjónsson hrl., Þor- steinn Geirsson hdl. og Loftur Jóhannesson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri. Innlendur TRANS WORLD AIRLINES (TWA). Stofnað 1930 sem Trans- continental and Western Air. Á upphaf sitt að rekja til flug- félagsins Western Air Express, sem stofnað var 1925. Eitt af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna. Flýgur til 70 borga í Banda- ríkjunum, Evrópu, hinna nálægari og fjarlægari Austurlanda. Floti: Boeing 707-331, 701-131B, Convair 880 og Lockheed Super Constellation. BRÉFDÚFAN Kittý í Grímsey skrifar Flug- þættinum m. a.: „Getur þú sagt mér livað kvenfólk þarf að vera gamalt til að læra að fljúga? Viltu svo segja mér, hvert maður á að sækja um svifflugkennslu?" Alveg sömu flugreglur gilda um konur og karla. Ég veit um pilta, sem hafa byrjað svifflug- nám 14 ára, en það mega þeir að vísu ekki án leyfis foreldra sinna, ekki fyrr en þeir eru orðnir 21 árs. Flugpróf getur þú tekið 16 ára. í sambandi við svifflugnám er bezt fyrir þig að snúa þér til Svifflugfélags Akureyrar, sem hefur starfað með miklum krafti á Melgerðismelum í Eyja- firði. Núverandi formaður er Húnn R. Snædal, Þórunnar- stræti 93, Akureyri, og ég veit, að hann mun fúslega gefa þér þær upplýsingar, sem þú óskar. Ef þú kemur einhvern tíma til Reykjavíkur að sumarlagi, ættirðu að skreppa upp á Sand- skeið. Þar er svifið flest góð- viðriskvöld allt sumarið, og þangað eru allir velkomnir, sem áhuga hafa á flugi. FLUG 408

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.