Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 5

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 5
Þungavigtin er örugg þar sem fillinn er. Hann ber auðveldlega nokkuð á annað tonn. Úr hópi spendýra mun mæta úrvalsflokk- ur til loftfimleika, sem vekja mun geysi- lirifningu áhorfenda og veita þeim mikla skemmtun. Þar eru markettirnir (lítil apa- tegund) einna fremstir. Þeir eru kátir og fjörugir. — Heimkynni þeirra eru frum- skógar Afriku. Þeir liafa fjórar hendur og iangan sveifluhala og svífa af mikilli leikni langar leiðir milli trjánna, með alls konar skringilegum tilburðum. En markötturinn fær harða keppinauta hjá dvergunum meðal loftfimleikadýranna, flugpokamúsinni, sem ekki er ósvipuð hagamús og gengur oft undir nafninu >,akrobat“, enda ber hún það nafn með ''éttu. Hún er með breiðar fitjar milli tánna og langan fjöðurformaðan svif- og stýrishala. Þetta litla dýr er tamið á fjölda heimila í Ástraliu, og svífur veggja á milli til mikillar skemmtunar fyrir hörnin, sem eiga þarna sitt sirkusdýr. Músabörnin i Pokanum á kvið hennar fá ókeypis svifflug. „Akrobatinn" er þó raunverulega engin mús, heldur pokadýr af kengúruættinni. Þarna eiga Ástraliumenn gott atriði til við- bótar til að senda á leikana. En í loftfim- leikum dýranna ættum við ekki að gleyma „fljúgandi makía“, hinum fræga svifapa frá Austur-Indíum. Makíinn svífur hátign- arlega frá hæstu trjátoppum allt að 60 metrum. Hann er á stærð við kött, og fitj- arnar, sem ná milli háls hans og útlima, mynda ákjósanlcga falllilíf. Þetta flug makíans i svartnættismyrkri hitabeltisins er liarla draugalegt, og við bætist að hann gefur frá sér hrollvckjandi stunu á þessum ferðum sínum. Þá er það flaggmúsin, sem setja verður í sér flokk, vegna þess að hún flýgur meir en hún svífur. Þú mundi mariinn frá Madagaskar einnig vera góður i loftfim- leikum. Hann er og gjaldgengur sem bá- stökkvari, er á stærð við ref og gengur ekki á fjórum fótum, heldur rís upp og stekkur á sterkbyggðum afturfótum, en lieldur jafnvæginu með þvi að halda örm- unum yfir höfði sér. Fæturnir eru svo sterkir, að hann getur hoppað 10 metra grein af grein, og ef hann tæki þátt i lang- stökki, mættu kengúran og anlilópan sann- arlega vara sig. Ef við snúum okkur að sjávardýrunum, er ljóst, að góður árangur myndi nást i sundinu, ekki sízt i kafsundinu. Við mun- um veðja á blálivalinn. Þessi risi hafsins getur náð 30 metra lengd og vegið um 120 tonn. — Bláhvalurinn getur áreynslulítið lialdið 15—20 sjómilna hraða neðansjávar um lcngri tíma. En selirnir eru heldur eng- in lömb að leika sér við í þeim efnum. Til eru selir, sem að liaustlagi synda mörg hundruð mílur frá ströndum Aiaska i leit að þægilegri og hlýrri sjávarliita og synda svo norður aftur með vorinu. Hverju sjó- ormur fengi afrekað veit bókstaflega eng- inn. í köfun hefur hvalurinn yfirburði meðal spendýra hafsins. Við eina slika æf- ingu festist búrhvalur i símakapli á sjávar- botni og skaddaði hann svo, að hala varð hvorttveggja upp af eitt þúsund metra dýpi, — en þá var nú aumingja iivalurinn drukknaður. Óhægt er um vik að veðja á sundfuglana, í þeirra flokki. í köfun væri trúlegt, að kaföndin liremmdi gullið. Á liafi úti kemst hún niður á 100 mctra dýpi, cn margar andategundir niður á 60 metra dýpi, eftir mat sinum, og geta verið i kafi 6 minútur. Margir sundfuglar koma til greina i kaf- sundskeppni. Afríska skarfategund, með óvenjulega langan og sveigjanlegan háls, liafa hotten- tottarnir skirt slönguhálsfuglinn. Þessir metralöngu fuglar ná 60 metrunum á inn- an við einni mínútu, neðansjávar, en liann fær harða keppni við toppandartegund, sem syndir hraðar undir yfirborðinu, en maður hleypur á landi. Sjómannablaðið Víkingur. Guðm. Jensson þýddi. Að þessu sinni sýnir Bangsi ykkur þrjár nýjar æfingar. Þær eiga einkum að auka jafnvægi ykkar. Á því þurfið þið til dæm- is að halda í umferðinni. Ef þið gerið þessar æfingar daglega, geta þær orðið ykkur að góðu liði. íþróttir fyrir þau yngstu0 381 L

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.