Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1968, Qupperneq 23

Æskan - 01.10.1968, Qupperneq 23
Þegar hann kom inn í hlöðuna, liljóp hann upp á dá- litla heyhrúgu, sem var úti við einn vegginn. Svo tók liann að æfa sönginn. Hann reigði sig og rembdist eins og liann gat. Mamman hlustaði. Hvað var nú þetta? Jú, það var ekki um að vilJast; það kom vesældarlegt gal. Og svo rak hvert galið annað! Það var mesta furða, hvað honum gat tekizt að laga galið. Þetta var bara gott hjá honum. Gulur varð yfir sig glaður, þegar hann varð þess var, að hann gat framleitt gal. Honum fannst það raunar kraftlítið hjá sér, en hann var viss um, að hann var á réttri ieið með það. Hann galaði hvað eftir annað. Svo hvíldi hann sig á því, hljóp niður af heyhrúgunni, en reyndi svo að ganga upp á hana eins virðuiega og hann hafði séð pabbann ganga upp á fjóshauginn, þúfu eða kofa. En þetta var ekki svo auðvelt. Hann vildi reka tærnar í heyið og lá við falli, þegar hann leit ekki niður fyrir fæturna á sér. Aftur og aftur endurtók liann þessa gönguæfingu. Hana, þarna tókst honum að ganga á réttan hátt upp á heyhrúguna! Þá varð hann að vanda sig á galinu. Og viti menn! Þarna kom þetta ágæta gal, auðvitað vantaði fyllingu í það, en samt var það gal. Gulur vissi, að nú var hann á réttri leið. Hann varð að láta mönnnu sína vita um þetta! Eins og örskot þaut hann út. Hann tók ekkert eftir þvi, að hann hljóp framhjá mömmunni. Hann hljóp í áttina þangað, sem hann hafði skilið við mömmuna. Hann sá hana ekki þar, svo að hann kallaði hátt á hana. Hún hafði fært sig frá dyrunum, þegar hún sá hann þjóta framhjá sér. Elún svaraði kalli hans. Hann kom hlaupandi til hennar. Honum var svo mikið niðri fyrir, að hann gat varla sagt nokkuð. Samt gat hann stamað því út úr sér, að hún mætti tif með að koma með sér inn í kúahlöðuna. Toppa gamla fét sem ekkert væri, en spurði hann, hvers vegna í ósköpunum hann væri svona æstur. „Ég skal láta þig vita allt, þegar þú kemur með mér inn í hlöðuna," sagði Gulur litli og gekk til hlöðunnar. Mamman gekk á eftir honurn. Þegar þau voru komin inn, bað Gulur litli hana að standa við dyrnar og horfa á sig. Hún gerði það. Hann gekk hægt og virðulega upp á heyhrúguna, lok- aði augunum, lyfti ofurlítið öðrum fætinum, kastaði til höfðinu og sveigði hálsinn snögglega. Svo kom galið. Greinilegt, en veikt gal, barst út um hlöðuna. Gulur litli endurtók það tvisvar sinnum. Svo gekk hann virðulega niður af heyhrúgunni til mömmunn- ar. Það voru íagnaðartár í augum hennar og gaggið hennar var dálítið klökkva blandið, þegar hún sagði; FELUMYND í Svíþjóö fara skátarnir oft í feluleik í skóginum. Þessi er til dæmis aö leita aö tveimur félögum sínum, sem eru þarna einhvers staðar. Það vildi þó svo til, að hann fann héragrey áður en hann hafði upp á strákunum. — Getið þið komið auga á skátana tvo og hérann? „Elsku Gulur litli minn. Nú ertu orðinn reglulegur hani.“ Þetta var sú yndislegasta viðurkenning, sem hann hafði nokkru sinni fengið. Þetta hafði hann lengi þráð. Hann var ekki lengur Gulur litli, heldur Gulur stóri. Toppa gamla og unginn hennar gengu þögul út í sól- skinið. HK#KHKHKHKHKHKH!> 4Lskan Jólablað ÆSKUNNAR 1968 verður mjög fjölbreytt að efni. ÆSKAN inn á hvert barnaheimili landsins! ÆSKAN kostar aðeins kr. 200,00 á ári. 399

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.