Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Síða 12

Æskan - 01.10.1968, Síða 12
Þorkell og Emil í Drammen. frammi hjá flugmönnunum héldu þeir aftur til sæta sinna og þóttust reynslunni ríkari: Þeir höfðu séð hvernig um- horfs var í flugstjórnarldefa í nýtízku þotu sem geyst- ist um háloftin með allt að því hraða hljóðsins. Þeir flugu inn yfir ströndina rétt við Stavanger og sáu skerjagarðinn breiða úr sér á báða vegu. Þeir sáu Sóla- flugvöllinn og hrátt voru þeir yfir háfjöllum Noregs. Sveinn hafði sagt þeim frá fyrirhuguðu ferðalagi um Suð- ur-Noreg og þeir hlökkuðu mikið til en þótti jafnframt skemmtilegt að sjá hvernig landið leit út úr þessari miklu hæð. Þorkell hafði sagt, að vonandi sneri Noregur réttu hliðinni upp, þegar hann kæmi þangað og það var orð að sönnu. Vesturströnd Noregs var þennan eftirmiðdag böð- uð sólskini og mjög fögur á að líta. Þótt hæðin væri mik- il sáu þeir skip og báta, tré og hús, en fólk varð ekki greint. Flugstjórinn hafði sagt farþegum frá flugleiðinni áður en komið var inn yfir ströndina og nú voru tekin upp landakort og fylgzt með fluginu til Oslóar. Þotan iækkaði fiugið og þeir Ientu í skýja]>ykkni sem liuldi ná- gi’enni Oslóhorgar. Þeir fundu að þotan lækkaði sig, en það var mjög þægilegt og Sveinn sagði þeim frá úthún- aði, sem er á þessum nýtízku flugvélum og þeir sáu reyndar sjálfir úti á vængjunum og sem gerir lækkun- ina mun þægilegri lieldur en i eldri gerðum. Eftir and- artak var lcomið niður úr skýjaþylckninu og Drammen blasti við. Þeir sáu holt og skóga og grænar grundir. Það liafði verið rigningarúði og litirnir voru mjög skær- ir í aftanskininu. Þotan lækkpði enn flugið og nú var flogið yfir litlar eyjar flestar skógi vaxnar og þeir sáu báta á siglingu og nú fólkið og eftir andartak flaug Gull- faxi inn yfir flughrautarendann og lenti mjúklega á flug- brautinni. Flugfreyja kom í hátalarann og sagði, að nú væri þotan lent á F’ornebu flugvelli við Osló og farþegar væru beðn- ir að lialda kyrru fyrir í sætum sínum unz hreyflar hefðu verið stöðvaðir. Þotan ók inn eftir flugbrautinni að litlu húsi og þar var staðnæmzt. Að aftan settu flugfreyjurnar stigann niður en að framanverðu óku flugvallarstarfsmenn tröppu að þotunni og þar gengu þeir ferðafélagarnir út. Og þar sem þeir gengu niður landganginn brauzt sólin fram úr skýjunum og það kom glaða sólskin. Þeir stöldruðu aðeins við, en liéldu síðan inn í smá- liýsi á vellinum og niður stiga og síðan eftir löngum gangi neðanjarðar og inn i flugstöðvarbygginguna. Það gekk greiðlega að hafa samband við útlendingaeftirlitið og toll og þarna hittu þeir starfsstúlku Flugfélags íslands i Osló en hún heitir Elsa Þórðardóttir. Hún sagði þeim, sem þeir reyndar vissu, að yfirmaður skrifstofunnar í Osló, Skarp- liéðinn Arnason, væri í sumarfríi um ]>essar mundir, cn Skarphéðinn hafði undirhúið koinu þeirra mjög vel, svo að á betra varð ekki kosið. Þeir Þorkell ræddu um stund við Elsu en liún hafði í niörgu að snúast þar sem hún annaðist móttöku flug- vélarinnar og eftir stutta stund náðu þeir sér i leigu- híl og óku af stað til gistihússins. Þeir Þorkell og Emil tóku sér sæti frammi í lijá hílstjóranum og nutu útsýnis- ins. Þeir óku út af Fornebu flugvelli, inn með víkinni og sáu margar litlar flugvélar á flotholtum. Bilstjórinn sagði þeim, að sumar þessara flugvéla væru notaðar til þess að flytja blöð frá Osló til nærliggjandi staða, sem ekki hefðu flugyelli. Þeir óku eftir breiðgötum og það var heilmikil umferð og þá langaði háða til þess að vita hvar miðborgin væri. Eftir stuttan akstur beygði bíl- stjórinn út af veginum og ók nú upp liæðardrag og brátt hlasti við staðurinn, sem þeir áttu að gista meðan á Oslóardvölinni stæði. Stúdentaheimilið við Sognveg. Þarna búa háskólastúdentar á vetrum, en á sumrum er þetta nýtt til hótelrekstrar og sjá stúdentarnir sjálfir um liann. Margt fólk var utan við liúsið og eins í afgreiðsl- unni, sem var stór og hjört. Sveinn sagði frá pöntun, sem Flugfélagið hefði gert á herbergjum og allt stóð þetta licima; þeim voru fengnir lyklar að herbergjum og lítill plastpeningur, sem þeir áttu að aflienda við morgunverð- arborð daginn eftir. Þeir sáu sem sagt, að fleira getur verið peningur, en seðlar og slegin mynt. Stúdentalieimilið samanstendur af mörgum húsum, sem öll eru nýlega hyggð, mjög lireinleg og glæsileg. Þeir gengu upp dálitla hrekku að húsi, sem þeir áttu að búa í, en einn stúdentinn, sem ])arna vann í sumarfríi sínu, ók vagni með farangrinum. Allt var þetta þeim félögum fram- andi og þeir glöddust mjög að vera komnir til útlands- ins. Enda þótt langt ferðalag væri að baki, ferðalag, sem fyrrum liefði tekið daga og vikur, voru þeir ekki vitund þreyttir. Spcnnan fyrir lieimanferðina hafði nú rénað og þótt þeir liefðu fengið vel að borða i flugvélinni sagði inaginn til sín. Þeir fengu liver silt herhergi á f jórðu hæð hússins og það var ákveðið, að þeir hvíldu sig fram að kvöldmat, sem yrði eftir liálfan ltlukkutima. Mötuneyti stúdentanna er í sérstöku húsi, sein á sumr- in er notað sem veitingastofa hótelsins. Þarna gengu stúdínur um heina og er þeir komu inn, heyrðu þeir ýmis mál töluð. Þarna voru fjölmargir Þjóðverjar, nokkrir Bretar og afgreiðslufólkið talaði norsku sín á milli. Þeir fengu gott borð þar sem vel sást út, því umhverfið var fagurt. Þeir virtu einnig fyrir sér liúsið, sem þeim fannst mjög skemmtilegt. Það minnti á frásagnir af hinum fornu konungshöllum, sem íslenzku víkingarnir heimsóttu á söguöld. Þarna var liátt til lofts og vítt til veggja, hitar í loftum en risið að öðru leyti látið lialda sér, óþiljað upp í mæni. Og brátt var bezta stcik á borðum. Báðir höfðu Emil og Þorkell smakkað svínasteik áður og tóku hressilega til matar síns. Á eftir fóru þeir i allstóra verzl- un, sem er áföst veitingahúsinu. Þarna var margt minja- gripa og fleira og þeir keyptu sér sitt af hverju til þess að liafa heim til minningar um dvölina í Osló. En þeir Grímur og Sveinn ákváðu, að ekki skyldi verið of lengi á fótum þetta kvöld. Að morgni yrði lialdið í langt ferða- lag og ]>á var betra að vera vel útsofinn og livíldur. Þeir gengu um umhverfið og spjölluðu um liitt og annað, en að því húnu var haldið til liússins, sem þeir hjuggu i og gengið til náða. Þrátt fyrir alla hina ævintýralegu við- hurði dagsins slaknaði fljótt á spennunni, þegar þeir voru komnir upp í og hrátt svifu þeir Þorkell og Emil inn í draumalöndin. Þorkell hrökk upp við að hankað var á hurðina og Sveinn kom inn. Sólin skein glatt inn um gluggann. Hann leit á klukkuna. Hún var liálf átta. Hann nuddaði stirurnar úr augunum og slökk fram úr að vaskinum og I 388

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.