Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 8

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 8
Landbúnaðarsýningin, sem haldin var í Reykjavík í ágúst s.L, var sótt af rúmlega 80 þúsund gestum. Þessar fjórar stúlkur, sem sjást hér á myndinni, hlutu verðlaun á sýningunni fyrir kvígukálfa sína. Þær eru talið frá vinstri: Ingibjörg Jóhannesdóttir, Arnarhóli í Gaulverjabæjarhreppi, Guðrún Magnúsdóttir, Blesastöðum, Skeiðahreppi, Hulda Harðardóttir, Stóru-Mástungu, Gnúpverjahreppi, og Herdís Brynjólfsdóttir, Hreiður- borg í Sandvíkurhreppi. inn í kjarrið. Á einum stað er svo hátt gras og þar faldi ég mig. Ég heyrði, hvernig hann leitaði og leitaði og á endanum, þegar hann fann mig, þá varð hann alveg trylltur og ætlaði aldrei að hætta, hljóp í marga hringi í kringum mig. Hann var svona feg- inn að finna mig.“ Við sátum hljóð og horfðum í elds- logann. „Þetta er af eplatré," sagði hann allt í einu og benti á einn viðar- bútinn. „Það er tréð, sem alltaf brenn- ur svo fallega." Það leið dálítil stund, þá sagði hann allt í einu. „Þú er svo lík móður minni, sérstaklega núna í myrkrinu við skinið af eldinum." „En Jdú varst aðeins fjögurra ára, Jerry, þegar þú komst hingað. Hefur Jiú virkilega munað eftir því, hvernig hún leit út eftir öll þessi ár.“ „Mamma býr í borginni," sagði hann. Ég skildi það ekki strax, að það, að hann ætti móður, skyldi gera mig órólega, þangað til mér varð það ljóst, að það var hryggð út af því, að nokk- ur kona skyldi geta yfirgefið barnið sitt og sérstaklega svona dreng, eins og Jerry. Barnaheimilið hafði bezta orð á sér og var ef út í það er farið ágætur staður og maturinn nógur. Ef til vill fann drengurinn ekki til sökn- aðar. En hvernig voru tilfinningar Jieirrar konu, sem gat yfirgefið þenn- an litla fíngerða dreng? Hún hafði Jró gefið honum lífið, liann var af holdi hennar og blóði. „Hefur þú séð hana, Jerry, núna nýlega?“ spurði ég lágt. „Ég heimsæki hana á hverju sumri. Hún sendir boð eftir mér.“ Ég fékk löngun til að hrópa: Hvers- vegna býrðu þá ekki hjá henni. Hvernig getur hún fengið af sér að senda þig aftur frá sér, „Hún kemur liingað upp eftir, eins oft og hún hefur tíma til. Hún hef- ur ekki lengur neitt að starfa." Andlit hans Ijómaði í bjarmanum frá eldinum, og hann hélt áfram. „Hún vildi endilega gefa mér lítinn hvolp, en þau á heimilinu geta ekki lofað bara einum dreng að hafa hvolp, það má ekki gera undantekn- ingu, eins og þú skilur. Manstu eftir fötunum, sem ég er í á sunnudögum?“ Hann virtist mjög hreykinn í rómn- um, þegar hann bætti við. „Þau sendi hún mér á jólunum, og jólin Jsar áð- ur,“ nú dró hann djúpt andann og hélt áfram, „þá sendi hún mér rúllu- skauta. Hinir drengirnir fá þá stund- um lánaða, ef þeir fara vel með þá.“ Svo hún hafði þá ekki alveg gleymt honum. En hvers konar kringumstæð- ur eru það — burt séð frá fátækt — sem geta fengið móður til að hafa ekki drenginn sinn hjá sér? Jerry hélt áfram: „Fyrir peningana, sem þú gafst mér fyrir að gæta Mikka, ætla ég að kaupa hanzka handa henni.“ Nú var svo komið tilfinningum mínum, að mér fannst ég hata þessa ókunnu konu. Fátækt eða ekki fátækt. Það eru til aðrar lífsnauðsynjar en matur, og sálin getur alveg eins svelt eins og líkaminn. Hann ætlaði að nota þessar fáu krónur, sem hann átti, til að kaupa hanzka handa henni - henni, sem bjó í borginni og var ánægð ef hún gat sent honum eina skrítna rúlluskauta. „Henni þykja víst fallegir hvítir hanzkar," sagði hann. „Heldur Jm ekki að ég fái þá fyrir 10 krónur?" „ Jú, alveg áreiðanlega," svaraði ég- Við töluðum nú ekki meira um móður hans. Vitneskjan um að hann ætti móður, Jrótt ég vissi reyndar lítið hvers konar persóna hún annars væri, losaði mig við þann sársauka, sem ég bafði haft hans vegna. Ég hugsaði sem svo: hann er Jorátt fyrir allt ekki einmana í heiminum — og svo kom mér Jretta heldur ekki við. 384

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.