Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 37

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 37
1. september 1958 tók 12 sjómílna fiskveiðilögsagan gildi. Með sérstökum samningi 1961 voru Bretum og fleiri þjóðum heim- ilaðar veiðar á tilteknum svæðum innan 12 mílna markanna i 3 ár, en gcgn þessum fríðindum fékkst mikil leiðrétting á grunn- línum víða umhverfis landið, og að lokum endanleg viðurkenn- ing þessara þjóða á 12 sjómílna fiskveiðilögsögunni. Frá stofndegi hafa eigin skip Landhelgisgæzlunnar verið 13 að tölu. A sama tima hafa 30 vélbátar verið leigðir til gæzlustarfa, og nú á Landbeigisgæzlan 5 varðskip, eina flugvél og eina þyrlu með Slysavarnafélagi tslands. Frá upphafi hefur Landhelgisgæzlan sinnt margs konar öðrum störfum, sem of langt mál yrði upp að telja, en þar hefur björg- unarmálin borið hæst. Friðun FUGLA % Svar til Friðriks: A íslandi skulu allar villtar fuglategundir vera friðaðar allt árið með þeim undantekningum, er hér greinir: a) Allt árið: kjói, svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, hrafn. b) Frá 20. ágúst til 15. marz: dílaskarfur, toppskarfur, grá- gæs, heiðagæs, blesgæs, hels- ingi. c) Frá 1. september til 19. maí: álka, langvia, stuttnefja, teista, lundi. d) Frá 1. september til 31. marz: lómur, fýll, súla, stokk- önd,urtönd, rauðhöfðaönd, graf- önd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, skúmur, livítmáfur, bjartmáfur, hettumáfur, rita. e) Frá 15. október til 22. descmber: rjúpa. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla, sem njóta algerrar eða tímabund- innar friðunar. Þó eru sérá- kvæði um veiði, eggja- og unga- töku, þar sem slíkt telst til hlunninda jarða. Frá 15. apríl lil 14. júni eru öll skot bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Aldrei má skjóta fugl í íuglabjörgum. Ákvæði um friðun eru í lög- um um fuglaveiðar og fugla- friðun frá 15. april 1966. Menntamálaráðherra hefur yf- irumsjón allra mála, er varða fuglaveiðar og fuglafriðun. Nðmsflokkar Reykjavikur Svar til Bínu: Námsflokkar Reykjavíkur byrja starfsemi sina ár livert upp úr miðjum október og starfa til aprilloka. Námsflokkarnir eru merkileg menntastofnun. Þar er við það miðað, að fólk geti stundað nám á kvöldin samhliða al- gengri vinnu og skyldustörfum, og reynslan er sú, að fjöldi manna í ýmsum löndum hefur aflað sér staðgóðrar menntun- ar á mörgum sviðum með þess- Um hætti. Um 1000 manns sóttu námsflokkana á siðastliðnum Vetri. Á undanförnum árum liefur mest aðsókn verið að kennslu í ensku, frönsku og spænsku. Hlutverk námsflokk- anna er ekki aðeins að gefa fólki kost á að mennta sig í hagnýtum greinum eða grein- um, sem líta má á sem hagnýt- ar fyrst og fremst, heldur einn- ig á þeim sviðum, sem veita almennt viðari yfirsýn og gleggri skilning á þessuin hátt- um í menningu samtiðarinnar. Starfandi eru oftast um 60 flokkar, en námsgreinar eru 20. Forstöðumaður Námsflokk- anna er Ágúst Sigurðsson mag- ister og hefur hann verið það frá upphafi, gekkst Ágúst upp- runalega fyrir stofnun þeirra, og hefur jafnan verið drif- fjöðrin i starfinu. Skipasfóil íslendinga órið 1967: 37 Farþega- og flutningaskip, 50.170 rúmlestir. 30 togarar, 21.491 rúmlcstir. 5 ok'ubátar, 161 rúmlestir. 7 olíuflutningaskip, 8.361 rúmlcstir. 211 fiskiskip yfir 100 rúmi., 45.193 rúmi. (hvalveiðiskip mcútalin). 536 fiskiskip undir 100 rúml., 18.034 rúmlcstir. 11 björgunar- og varðskip, 2.886 rúml. 1 liafrannsóknarskip, 499 rúmlcstir. 9 hafnsögu-, tollbátar, prammar o. fl., 696 rúmlestir. 3 dráítarskip, 294 rúmlestir. 5 dýpkunar- og sanddaduskip, 1.885 rúml. Svar til Palla: Myndasagan um Bjössa bollu mun liafa ltomið fyrst í blaðinu í október 1949 og kom þá i því næstu fimm árin, en féll þá niður þar til i september 1957, og hef- ur verið fast efni í blaðinu sið- an. Ævint-ýrið um Múnchhaus- en hóf göngu sina í blaðinu i febrúar 1964. Á næsta ári von- umst við til að geta gefið út fyrstu ævintýrin af Bjössa bollu i nýjum bókaflokki, en fyrsta heftið í þeim flokki kem- ur út í liaust, og nefnist þessi flokkur Myndasögur Æskunn- ar. í þessu fyrsta hefti eru 15 ævintýri Litla og Stóra. 413

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.