Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 3

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 3
siðustu Ólympíuleikum í Tokyo mættu margai' stjörnur úr heimi iþróttanna til leiks. Þar voru slegin gömul heims- og Ól- ympíumet og frammistaða margra vakti að vonum heimsatiiygli, — en Bandarikja- menn sóttu flest gullin. Við skulum nú gefa hugmyndafluginu líl- ið eitt lausan tauminn, hugsa okkur, að dýrin ættu þess kost að mæta á Ólympíu- leikum og þreyta keppni sín í milli. Reynt verður að gefa innsýn í hæfileika þeirra, án þess að ábyrgjast neina sérstaka augnabliks nákvæmni i þeim efnum. Ef við hefjum leikinn með spendýrunum, Ketum við með nokkru öryggi veðjað nokkr- Um gullskildingum á fótfráasta landdýr jarðarinnar, hlébarðann, sem cinnig cr Uefndur veiðihlébarðinn, en hann var um margra alda skeið þjálfaður til veiða hjá indverskum furstum og höfðingjum. Leggi hlébarðinn sig allan fram nær liann 120 km hraða á klukkustund. Það samsvarar 100 metrum á 3 sekúndum! Um silfurverðlaunin verður óefað hörð keppni milli antilópa, geitna og gasella. Margar tegundir þeirra geta náð yfir 100 km hraða á klukkustund, ekki sízt liinar litlu ítur- vöxnu og fjaðurmögnuðu gasellur. — Ef- iaust mundu þær ná mestri hylli áhorf- endaskarans og aðdáun. Það er ekki út í bláinn að þessum feg- urstu dýrum eyðimerkurinnar er sungið lof og prís í kvæðum austurlenzkra skálda, og enn þann dag í dag syngja arabiskir götusöngvarar um liraðahlaup og yndisleik gasellunnar. Skáldin líkja augum hennar við iivarmaijós sinnar iieitteiskuðu. Ætt- um við ekki að verða sammála um að gas- ellan hljóti „silfrið"? Þá er það þolhlaupið. — Þar kæmi helzt til álita norðurameriski geithafurinn, — hraðasti lilaupari, sem væntanlegur hand- hafi gullsins í þoli. Hann þýtur sem storm- sveipur yfir óravíðáttur sléttanna, hæðir og fjallatinda með slíkum hraða, að fætur eygjast sem rimlar i lijóli, og í útlialdi á iiann engan sinn líka, en þrátt fyrir þetta mun lilaupagikkur eins og strúturinn koma fyllilega til greina, þegar um þolhlaup er að ræða. Strúturinn hefur geysikröftugar hlaupa- lappir og þeysist fram úr veiðhlaupaliest- um og hundum. Karldýrið, sem er um 2\/„ metri á liæð, tekur auðveldlega 4 metra i skrefi. — Það munur um það! — Þá skyldi ekki gleymast að minnast á kengúruna í Ástraliu, sem heldur liraða á við fótfráasta hjört tímum saman. Þótt undarlegt megi virðast mun fíllinn velcja töluverða athygli áliorfenda. Finnski lilaupakóngurinn Nurmi setti á sínum tima heimsmet i að liiaupa 19210 metra á klukku- stund, en fíllinn brokkar auðveldlega 20 km á sama tíma. Þá geta Norðmcnn kinnroðalaust sent

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.