Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 13
Jjvoði sér. Eniil félagi hans var kominn á fætur um
svipað leyti og Grímur sagði, að þeir skyldu hraða sér
í veitingastofuna, áður en allt fylltist þar af fólki. Allt
stóð þetta lieima. Þeir fengu fjögurra manna borð og
nutu þess að borða staðgóðan morgunverð, liressir og
endurnærðir eftir næturhvíldina. Sveinn sagði þeim að
búast nú ferðafötum því næstu tvo daga áttu þeir að
vera á ferðinni um Suður-Noreg. Allir náðu þeir í tösk-
ur sínar og komu þeim fyrir í geymslu í hótelinu meðan
á ferðinni stæði.
Aðeins litlar Flugfélagstöskur, sem þeir höfðu þegið
að gjöf frá Flugfélagi fslands, voru með i ferðinni. Erfið-
lega ætlaði að ganga að ná í leigubíl, en um siðir kom hann
og þeir óku af stað í áttina til skrifstofu Flugfélags ís-
lands í Ákersgate 20, en við þá götu hefur stórblaðið
Aftenposten í Osló einnig sínar aðalstöðvar. Veðrið var
ljómandi gott og þeir nutu þess að skoða borgina. Að
vísu fóru þeir ekki í miðborgina að sinni en þeim var
bent á ráðhúsið og ýmsar merkar byggingar á leiðinni.
Þeir komu á tilsettum tíma til aðalstöðva Aftenposten
og Sveinn spurði eftir Reidar Lunde, ritstjóra, en það var
samkvæmt samkomulagi við hann, að Aftenposten skyldi
bjóða piltunum í ferðalag um Suður-Noreg. Á skrifstof-
um Aftenposten var þeim tekið með kostum og kynjum.
Eftir noltkra stund í skrifstofu Lundc ritstjóra, var farið
út fyrir, en þar beið bíllinn, sem átti að flytja þá um
Noreg. Þarna kynntust þeir einnig nýjum ferðafélögum,
þeim Gunnvör Gersing, blaðakonu, og Tryggve Christian-
sen, sem starfar í móttökudeild blaðsins og var bílstjóri
og leiðsögumaður í þessari ferð. Eftir að skipzt hafði
verið á kveðjum og góðum óskum var haldið af stað.
í fyrstu var ekið eftir liraðbraut, þar sem bílarnir
óku með ofsahraða og þeim Þorkeli og Emil þótti nóg
um ferðina. Þpim varð hugsað til þess, er þeir flugu i
gær með 960 km liraða og urðu þess alls ekki varir! Nú
óku þeir með 120 km hraða og fannst ferðin ofboðsleg. En
brátt varð um annað að hugsa. Þeir óku til Drammen og
spjölluðu um það, er þeir flugu þar yfir daginn áður. Nú
var veðrið ennþá bjartara, glampandi sólskin og gott
veður og það var fullheitt i bílnum. Er þeir höfðu ekið
í gegnum Drammen, óku þeir upp að Spiralen, sem reynd-
ar er eitt af furðuverkum veraldar. Þarna er hátt fjall
við bæinn og innan í því liggur bilvegur eins og gormur
i laginu alla leið upp á fjallið. Þeir óku í sífellda liringi
og sifellt upp á við og Þorkell sagði, að þetta væri alveg
' eins og í kviltmyndinni um „Dýrlinginn" og allt í einu
óku þau út í glampandi sólskin á skógi vöxnum kolli
f jallsins.
Og útsýnið, þvilik dýrð og þvílík dásemd. Áin liðaðist
silfurbjört i dalnum, en tré og annar jarðargróður, hvert
sem litið varð. Þarna uppi á tindi fjallsins var veitinga-
hús og smærri greiðasala og þarna var margt fólk, sem
naut útsýnisins. Við greiðasöluna var hestur, en það var nú
reyndar ekki sams konar hestur og Þorkell liafði kynnzt
heima á Kiðafelli, heldur búinn til úr málmi og öðrum
álíka efnum og hann fór á harða stökk, ef norskri krónu
var stungið í rifu. Eftir að liafa dásamað útsýnið um
stund og tekið myndir, fengu þau sér sprett á hestinum —
en allt í einu komu þeir auga á nokkuð, sem tók hug
þeirra gjörsamlega fanginn. Þeir sáu íkorna. Þetta litla
dýr með fisléttu hreyfingarnar höfðu þeir ekki séð áður.
íkorninn stökk upp í tré, settist á grein og fékk sér í
svanginn, hljóp niður aftur og nú upp á handrið á veit-
ingahúsinu og síðan upp í tréð aftur. Þeir reyndu að læð-
ast að honum og taka myndir, en iiann var kvikur og
undi ekki lengi í sömu stellingum. Samt smullu mynda-
Emil,
Gunnvör
Gersing
blaðakona
og Þorkell.
vélarnar hvað eftir annað og þetta var hið mesta gaman.
En brátt var ekki lengur til setunnar boðið uppi á Spir-
alen og þau stigu inn í bílinn og sama leið var ekin til
baka niður gegnum þessi löngu göng, sem tók mörg ár að
grafa og sprengja út. Tryggvi bílstjóri sagði þeim, að verk-
fræðingur hefði komið að máli við bæjaryfirvöld i
Drammen og boðizt til þess að stjórna byggingu ganga
upp í gegnum fjallið. Tilboði lians var ekki sinnt, en
liann fékk þá sjálfur leyfi til þess að framkvæma verkið.
Hann seldi grjótið, sem til féll úr göngunum jafnóðum
sem byggingarefni og á endanum voru göngin tilbúin.
Nú eru þau eign þessa verkfræðings, sagði Tryggvi, og
hann hefur góðar tekjur, því ákveðið gjald er tekið af
hverjum bíl, sem ekur upp á f jallið. Og cftir að komið var
niður á jafnsléttu óku þau áfram.
Piltarnir vildu fá að vita, hvort bjarndýr og úlfar væru
enn í skógum Noregs, og var sagt að svo væri að visu
eltki í þessum landshluta, en norðar væru birnir og úlfar
tii, en orðnir sjaldgæfir.
Emil hafði mikinn hug á að sjá norskt stafbúr. Staf-
búr byggðu Norðmenn fyrr á tímum sem geymslur fyrir
alls kyns matvæli, einkum þó feitmeti. Gunnvör blaðakona
lofaði Emil þvi hátiðlega, að stafbúr skyldi hann fá að
sjá, bæði gömul og nýleg. Og það leið heldur ekki á löngu.
Þeir óku um fagra sveit og sáu, Iivernig Norðmenn þurrka
heyið. Þorkeli fannst mikið til um að sjá hesjur, nokk-
urs konar girðingu, sem heyinu er hlaðið upp á til þurrk-
unar, en slíkan útbúnað sagðist liann aldrei liafa séð.
Og þarna voru kýr á beit, rauðar og hvítar, ósköp róleg-
ar að sjá, blessaðar skepnurnar, alveg mótsetning við
þann ofsahraða, sem Tryggvi ók á eftir mjóum vegunum.
Þau stönzuðu i lítilli veitingastofu á undurfögrum stað
og fengu sér hressingu. Sólin skein og það var mjög
heitt og gott að fá eitthvað við þorstanum. Það var lika
gott að fá eitthvað að borða og Gunnvör og Tryggvi
sáu um að þeir fengu vöfflur með miklum þeyttum rjóma
og sultu. Og nú fékk Emil frá Hornafirði i fyrsta sinn
drykk, sem hann hafði oft séð auglýstan í þýzkum blöð-
um en aldrei smakkað. Þetta var Fanta. Þau horfðu öll
á Emil meðan hann tók fyrstu sopana og virtu fyrir sér
svipbrigði hans. En, sagði Emil, Fanta var eins og venju-
legt appelsín og eins og það gerðist bezt i kaupfélaginu
í Höfn. Og þar með var aliur glans farinn af Fanta i
augum Emils og þeirra félaga. í þessari veitingastofu
sem lá hátt uppi i fjöllum, sáu þeir einkennilegan hlut.
Þorkell spurði ferðafélaga sína, hvað þetta eiginlega
væri, en það kom þá i ljós, að þetta var nokkurs konar
grammófónn með ótal litlum grammófónplötum og með
því að láta pening detta í rifu og þrýsta siðan á ákveðna
takka, mátti velja sér lag. Sveinn hafði hina mestu ótrú
á þessu apparati, sem hann kallaði glymskratta, og hlógu
Norðmennii-nir dátt að. Samt var spilað á glymskrattann
eitt lag, en síðan haldið af stað. Framhald.
389